Góðan daginn kæru Huga pennar.
Mig langar að varpa fram spurningu varðandi myndina hér til hliðar sem Xavier sendi inn. Myndin er af manni sem virðist vera á gangi einhversstaðar.
Undir myndina hefur verið ritaður texti þar sem maðurinn er beinlínis ásakaður um að hafa stolið 2 fartölvum úr Háskólanum í Reykjavík.
Nú er mér spurn, er það löglegt að fleygja fram opinberlega svona órökstuddum fullyrðingum og ásökunum og birta myndir af fólki um leið?
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð.
Ég tel að stjórnendur á Huga ættu að kanna málið og athuga hvort ekki sé rétt og löglega staðið að þessarri myndbirtingu og hvort ástæða sé til að taka hana út.
Þangað til maðurinn á myndinni hefur verið sakfelldur fyrir dómstólum tel ég að hann ætti að fá að njóta vafans. Annað teljast ærumeiðingar.
Lifið heil,
Helico.