xhugi:
“Getur það talist kærleikur að okra á náunganum?
Getur það talist sannkristið viðhorf að gefa græðginni lausann tauminn?
Getur það talist sannkristið að auka misskiptingu í þjóðfélaginu?”
Í fyrsta lagi er ekki eins og Kristnir menn séu ófærir um okur. Í öðru lagi þurfa þeir sem eru ekki Kristnir, ekkert að okra.
Að gefa græðginni lausan tauminn tel ég nú engan vilja gera, en Kristni er enginn sérstakur þáttur í því. Græðgi er mjög óljóst hugtak, og stjórnmál eru einmitt þeim galla gerð að þar þurfa hlutirnir að vera eins skýrir og mögulegt er. Þess vegna höfum við stjórnarskrá sem við byggjum lögin á (eða höldum allavega að við gerum), sem er alveg gert veður vegna ef er ekki orðuð mjög varlega.
Biblían er til í mörgum útgáfum og það er ekki mögulega hægt að skilja hana alla og haga heilli þjóð eftir því hvernig maður túlkar hvern einasta hlut. Að fara eftir bókstafnum reynist meira að segja erfitt, jafnvel á meðal tveggja trúarhópa sem eru mjög líkir að mjög mörgu leyti, og þar ekki að fara lengra en niður í Fíladelfíu og svo niður í Kross til þess að sjá það, að jafnvel tveir bókstafstrúarhópar virðast geta túlkað nákvæmlega sömu orðin á misjafnan máta.
Eðlilega, þar sem Biblían er ekkert idiot-proof leiðarvísir, beint úr ofninu frá Guði almáttugum, heldur hefur hún farið í gegnum kynslóðir, þjóðflokka, tungumál, menningar og spillingu… varla eitthvað sem hægt er að segja að sé skynsamlegt að nota til löggjafar.
En vissulega er siðfræði í Kristinni trú sem má, og á, að nota við lagagerð. En að nota trúna Kristni sjálfa við stjórnmál sé ég nákvæmlega ekki neina forsendu fyrir.
Trúin var ekki hönnuð fyrir stjórnmál. Það er Guðs mál að leiða hvern mann til trúar, og trúarbrögðum á ekki að framfylgja með lögum manna. Trúin var heldur ekki hönnuð til kvikmyndagerðar, og þó að vissulega megi búa til myndir um margar sögur Biblíunnar, þá held ég nú ekki að þú kæmist langt á því að láta leikstjóra hafa Biblíuna sem handrit að leikinni mynd.
Svo er það líka mjög athyglisvert hugtak, “sannkristni”. Ef þú heldur virkilega að Kristna heimsveldið Kaþólska Kirkjan hafi ekki orðstír á okri, spillingu, kynferðisofbeldi, hatri, þrælkun o.s.frv., þá þarftu að lesa söguna betur. Þetta þótti allt saman sannkristið á sínum tíma.
Biblían var ekki hönnuð til stjórnmála. Hún er trúaarrit.
Það er ekki manna að dæma menn samkvæmt lögum Guðs. Það er Guðs að dæma.
Það er ekki manna að segja öðrum að lifa sínu lífi samkvæmt þeirra eigin trú. Það er á trúanda sjálfs ábyrgð að öðlast trú á Guði og fara samkvæmt þeim lögum sem hann telur Guð boða.