Ekki er nú öll vitleysan eins nú til dags.
15. þingmaður Reykvíkinga, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni, steig nýlega feilspor í kosningabaráttu sinni. Eins og fram hefur komið í fréttum RÚV notaði hún bréfsefni Alþingis til að senda flokksbundnum Samfylkingarmönnum bréf um það sem hún hefur “afrekað” á nýliðnu kjörtímabili.
Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sagðist telja í fréttum RÚV að “þegar ákveðið var að þingismenn fengju bréfsefni Alþingis með nafni sínu hafi það ekki verið þannig hugsað að þeir gætu notað það til fjöldasendinga til kjósenda”.
Hvers vegna í ósköpunum er hún þá að þessu? Þetta er jú ekki bara spurning um pappírskostnað sem Alþingi er að greiða. Með þessu er hún að gefa í skyn að þingmenn eigi að geta ráðskast með ímynd Alþingis að sínum eigin geðþótta! Og hvað verður næst? Ef að einhver bakari kemst á þing, mun hann þá geta búið til “Alþingiskökur” og selt í búð sinni.
Ég veit að sumum finnst þetta ekki merkilegt, en fyrir mér snýst þetta um að slá skjaldborg um ímynd Alþingis meðal okkar Íslendinga