Satt best að segja hefi ég fengið nóg af því óskilvirka skipulagi sem núverandi kosnir leiðtogar vorir virðast ætla að bjóða okkur
varðandi skattheimtu, og legg til að við skattgreiðendur stofnum samtök okkar hagsmuna sem eru einfaldlega þau að fá að geta lifað af launum okkar eftir greiðslu skatta af fullri vinnu.

Við NEITUM að borga meiri þjónustugjöld í heilbrigðiskerfið, hafandi ekki notað það og við NEITUM að borga hærri iðgjöld bifreiðatrygginga ef við höfum ekki valdið tjóni, og við NEITUM að vera með skertar barnabætur
við innkomu sem er langt undir framfærslumörkum hins opinbera sjálfs í tekjuskilgreiningu per 677 þús á ári per einstakling.

Við förum fram á það að ALLIR greiði sitt til samfélagsins sem þar búa og starfa í formi skatta jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og að einstaklingurinn og fjölskyldan sé ofar í forgangsröðun hvað varðar skattaívílnun, ekki fyrirtæki.

Við förum fram á það að einstaklingum sé umbunað að eignast þak yfir höfuðið og stofna fjölskyldu en ekki refsað, vegna þess í formi skatta.

Við förum fram á það að skattsvikarar, hverju nafni sem þeir nefnast verði dregnir fram í dagsljósið af yfirvöldum með skilvirkum hætti.

Við höfnum frekari mismunun.

Þetta eru mínar vangaveltur tilkomnar út frá grein xhuga “Skattar eru of háir” þar sem minnst er á að stofna þurfi samtök sem þessi.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Vil endilega vita hvað ykkur finnst, en sjálf skal ég starfa
ötullega að stofnun slíkra samtaka sem ég tel nú orðið stórþörf,
sökum vitundarleysis þeirra er hafa með mál þessi að gera.


með góðri kveðju.
gmaria.