Ef einhver dirfir sér að bögga æðstu valdamenn landsins þá er hann bara rannsakaður og þangað til að það er fundið á hann eitthvað vafasamt og hann er síðan hengdur á því, jafnvel þótt að það sé ekki neitt sem brjóti gegn lögum.
Um daginn við matarborðið voru foreldrar mínir að tala um mál Þorsteins Ómarssonar sem var leystur frá störfum hjá Kvikmyndasjóði Íslands eftir að það fannst eitthvað grunsamlegt á hann. Það vildi þannig til að hann var í nefnd sem gefur út styrki til kvikmyndargerðar og hann var einn í nefndinni (ég veit ekki af hverju). Þetta árið höfðu Dabbi köning og Hrafn Gunnlaugsson ákveðið að vinna saman að mynd sem Dabbi samdi handrit af (how on earth he got the time to do that will be a mystery) og þeir lögðu hana inn til þess að fá styrk en hann Þorsteinn (minn maður) neitaði að gefa styrk og sýndi þar með mikinn kjark með því að gera það. Engar rassasleikingar! Stuttu seinna var hann rekinn. Mér finnst svolítill óþefur af þessu. En foreldrar mínir voru á öðru máli þeim fannst þetta dómgreindarleysi hjá Þorsteini og gáfu þar með í skyn að þau hefðu gefið honum styrkinn bara í kurteisisskyni til Kóngsins.
Ef þetta er ekki gott dæmi um spillingu þá veit ég ekki hvað. Hann Þorsteinn var hengdur af því að hann var ekki góður við Dabba kóng sem er óræginn við að hengja fólk ef hann er dissaður!
Lifi funk-listinn