Ég fór allt í einu að spá í sjómannaafslættinum og komst að því að ég er á móti honum. Af hverju að gefa breik á skatta fyrir einn starfshóp en ekki annann? Mér finnst það frekar óréttlátt og auk þess kostar þetta alveg helling af peningum líka.
Ok, ef við reiknum dæmið og leiðréttið mig ef þetta er rangt. Á rsk.is er hægt að sjá að á árinu 1998 var afslátturinn 656 kr á dag. Samkvæmt www.hagstofa.is voru 4408 sjómenn starfandi árið 1998. Ef við slumpum á að hver sjómaður vinni 20 daga í mánuði að meðaltali þá lítur dæmið svona út.
20*656*12*4408=693995520 eða tæpar 694 milljónir. Þetta var 1998 en núna er afslátturinn kominn í 712 kr á dag. Fyrir árið í ár ef við gerum ráð fyrir sama flölda sjómanna og allt það þá gerir það 753239040kr eða rúmar 753 milljónir.
Þetta væri alveg hægt að nota annars staðar í þjóðfélaginu ekki satt? Hvað finnst ykkur um þetta spreð?
Hvet sjómenn til að svara hehe!