Hérna talaði ég um að Ragnar Arnalds væri ekki málefnalegur :
http://www.hugi.is/althingi/greinar.php?grein_id=48780Við inngöngu í ESB breytist yfirráð Íslands yfir fiskveiðimiðum okkar nær ekkert. Það sem breytst er það að ákvörðun um heildarafla er tekin í Brussel eftir ráðleggingum sérfræðinga hafrannsóknarstofnunar íslands en ekki af sjávarútvegsráðherra íslands. Þetta er ljóst ef skoðað er hvert Noregur komst í samningarviðræðum sínum. Það er miðað við 4-5 seinustu ár í veiðireynslu og kvótanum er þá aðeins úthlutað til íslendinga.
Þetta eru andstæðingar ESB farnir að viðurkenna, enda ekki endalaust hægt að rífast með falsrökum. Hinsvegar er það rétt að þetta eru yfirráð sem við þurfum að tryggja til framtíðar. Það þurfum við að gera í aðildarsamning okkar við ESB og við evrópusinnar teljum að sérstaða íslands ætti að duga til þessa, enda hafa ráðamenn ESB hafa verið jákvæðir í garð okkar þegar rætt er við þá um sérstöðu okkar.
Sú sérstaða er :
- Sjávarútvegur eru þjóðarhagsmunir okkar : 2/3 af gjaldeyristekjum okkar koma beint úr sjávarútvegi, á meðan aðeins það er t.d. 10% í Noregi. Þessvegna fellur þetta ekki undir hagsmuni sem þjóð þarf að fórna til að ganga í sambandið, enda er þar oftast verið að fjalla um styrkjarekinn landbúnað. (Þetta er meginmunur á því afhverju við komumst lengar í samningagerð en Noregur).
- Við erum eina þjóðin sem hefur hagsmuni að gæta innan lögsögu okkar. Það er engin önnur þjóð með veiðireynslu á íslandsmiðum seinustu áratugi og lögsaga okkar liggur ekki að mörgum öðrum löndum (Annað heldur en Malta)
- Sjávarútvegur á íslandi er ekki rekinn á styrkjum, sem er eitthvað sem ESB lýtur á sem mikinn kost og hefur lýst yfir einnverjum áhuga á að taka upp íslenska kerfið
Með það að aðildarskilmála að ísland fái tryggða varanlega heimild yfir auðlindinni innan ESB höfum við ekkert að óttast. Svíþjóð og Finnland fengu stóra viðbót við landbúnaðarstefnuna þegar þeir gengu inn útaf því að partur af þeirra landbúnaði voru að þeirra mati of miklir hagsmunir til að fórna. Þetta eru þjóðarhagsmunir okkar, þetta er í raun okkar eina samningsmarkmið og við evrópusinnar erum bjartsýnir á að þetta takist, enda ekki hægt að fullyrða neitt um það fyrr en að aðildarviðræðum loknum þótt sumir anstæðingar aðildar geri það.
kveðja, Jónas.