Svo virðist sem allt í einu hafi komið til kúvending í stefnu Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum, þ.e. ráðamenn virðast hafa áttað sig á því að ágæti stærri eininga er ekki endilega það sem kemur til með að gilda í matvælaframleiðslu til framtíðar undir formerkjum umhverfissjónarmiða og efnhagslegrar afkomu í heild.

Mikið var að beljan bar var það fyrsta sem mér datt í hug, því hve lengi skyldu vísindamenn vera búnir að benda á þessa staðreynd og hve lítið hafa stjórnmálamenn lagt við eyrun til þessa.

Kanski bara skriffinskan !

Spurningin er sú hvað á að gera við hinn mikla vélakost sem nú kann að verðfalla við þessa stefnubreytingu svo eitt dæmi sé tekið.

Hvað með landbúnað hér á landi sem hefur fjárfest í himinháum fjárhæðum í formi vélvæðingar, til hvers annars en að framleiða vörur á samkeppnisgrundvelli til útflutnings.

Það verður mjög fróðlegt að vita hvað ráðamenn hér á landi fara að hyggja að í kjölfarið.
Kanski væri ekki svo vitlaust að hugsa um eitthvað annað en stórar einingar í ljósi, þessarar kúvendingar innan ESB.

með kveðju.
gmaria.