Já ég veit ekki hversu lengi við eigum að borga bændum fyrir að vera svo góðir að vera með landbúnað.
Ef tollfrjáls landbúnaðarviðskipti myndi fara í gegnum landið myndi þetta rétta sig af á mjög stuttum tíma.
Bændur hafa OFUR-verndar tolla á allt erlent og í mörgum tilfellum algjört bann við innflutningi.
Þar að auki fá þeir styrki við kaup á ýmsum vélum og dóti sem þeir þurfa að kaupa til að sinna sínum bissness en samt, þrátt fyrir niðurgreiðslur er verðið hér á landi hlægilegt.
Fyrir u.þ.b viku var skortur á kjúklingum, Hagkaup vildi fá að flytja inn kjúkling til að svara eftirspurn og gátu þá jafnframt lækkað verð mikið, en það var BANNAÐ…..
Ég er alls ekki að gera lítið úr bændum, og gæti íslenskur landbúnaður spjarað sig mjög vel ef framleiðslu-háttum yrði breitt.
Samkeppnin er engin og því geta bændur sett hvaða verðmiða sem er, því við höfum lögum samkvæmt um ekkert annað að velja. kaupa skal íslenskt, því íslenskt er svo hollt og gott.
Stundum held ég að ég sé staddur í Thule-auglýsingu þegar þessi mál eru rædd, því að alltaf er sama svarið upp á teningum. Íslenskt er best. og Það SKALTU bara neyta.
Muniði eftir verðsamráði grænmetisbænda????
hvað kostar lambakjöt utan íslands??????
hvað kostar kjúklingur utan íslands?????
hvað kostar svín utan íslands?????????
Sá sem finnur 1-2 lönd sem eru með dýrari landbúnaðarvörur en íslendingar. þætti mér gaman að fá að vita hver þau lönd eru, því ekki veit ég um það…..
þetta er bara enn eitt dæmið, um hvað afskipti ríkis af atvinnuvegum, eyðileggur bæði fyrir atvinnuveitanda og ekki síst NEYTANDA,
kv;vigni
china.
Þú nefnir styrki til vélakaupa, það er alveg rétt og hvern skyldi undra að landbúnaðarafurðir væru dýrar miðað við þá vélvæðingu sem nú tíðkast í landbúnaði, þar sem 15 milljón króna vélmenni mjólkar kýrnar, í álíka dýru fjósi, allt byggt með lántöku þar sem vextir og verðtrygging af slíku veldur því að varla er hægt að fjárfesta í rándýrum tilbúnum áburði á túnin, sem aftur eru að gefa sig undan hinum þungu traktorum með hina þungu rúllúbagga sem bera þarf í kýrnar nálægt fjósinu því vélmennið er alltaf að störfum þegar kúnum dettur í hug að koma til þess að láta mjólka sig. Ef einhver beljan hefur lagst niður í kúaskít á leiðinni þá kann gerlatalan í mjólkinni að valda því að verðfall verður vegna hárrar gerlatölu við sýnatöku en þó held ég að vélmennið fái einhverja vitneskju um það líka.
Það er vissulega þjóðhagslega hagkvæmt að við getum verið sjálfum okkur nóg um framleiðslu matvæla hér innanlands en jafnframt vissulega með því móti að við séum ekki að borga mun hærra verð fyrir afurðir en aðrir vegna þess að við getum ekki skipulagt framleiðsluhætti, nema með sem mestum kostnaði fyrir allt og alla.
Ég er bóndadóttir og fylgdist nokkuð vel bændablaðinu Frey á sínum tíma þar sem bændur voru hvattir til þess að framleiða og framleiða endalaust, stækka og stækka búin því hina endalausu framleiðslu átti að selja dýrum dómum til útlanda, en raunin varð sú að hluti hennar endaði á haugunum, þótt hluti landsmanna hefði ef til vill mjög svo þegið að ´njóta sem varla hafði efni á að kaupa hana.
Raunin er sú að framleiðslukostnaður hefur ekkert lækkað við stækkun búa sem mönnum datt í hug eftir offramleiðsluæðið, sökum kostnaðar við fjárfestingar í vélum m.a.. Tekjur bænda hafa heldur ekki aukist.
Ríkisafskipti eiga að mínum dómi einugis að felast í því að koma af stað nýjungum s.s. hollarri framleiðslu
þ.e. búskap er lýtur markmiðum sjálfbærrar þróunar þar sem þvi verður við komið landfræðilega.
kveðja.
gmaria.
0