Íslensk heilbrigðisþjónusta tekur til sín mestan hluta okkar skattpeninga ár hvert, samt sem áður eru það ekki margir sem hafa haft áhuga á því að ræða hvernig þeim peningum skuli varið sem þangað fara nema kanski þeir er heita sérfræðingar hvers konar innan þjónustunnar.

Raunin er sú að Íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum varðandi heildarútgjöld til heilbrigðismála undanfarin ár og áratugi. Ítrekað hefur verið reynt að hagræða í rekstri sjúkrahúsa en illa gengið því engin hefur áhuga á breyttum starfskjörum og þar með ef til vill lakari launakjörum og slíkt kostað hatrammar deilur allra handa.

Á sama tíma skortir grunnþjónustu heimilislækna á hinu stóra höfuðborgarsvæði sem telja verður stórfurðulegt í ljósi þess að
sú þjónusta kann að fyrirbyggja fjöldan allan af þeim heilsufarslega vanda sem annars verður verkefni stóru hátæknisjúkrahúsanna að fást við með mun meiri tilkostnaði eðli máls samkvæmt þar sem hvern sérfræðinginn um annan þveran þarf að kalla til við þau verkefni sem þangað koma.

Barátta sérfræðilækna innan kerfisins á sínum tíma til dæmis gegn
tilvísanakerfi, þar sem heimilislæknar skyldu framvísa til sérfræðinga þóttu þeim hinum sömu alveg ómögulegt, og stjórnvöld dönsuðu eftir því, en slíkt kerfi sem átti að reyna að koma á lýsir vandamáli því sem við er að etja í hnotskurn þar sem innbyrðis togstreita starfsmanna sem við borgum laun fyrir sína vinnu, kann að valda því að nýting skattpeninga er ekki með því móti sem skyldi þ.e. fyrst og fremst í grunnþjónustu við heilbrigði til handa öllum.

Höfuðborgarbúar hafa því bara gengið beint til sérfræðinga á þeirra einkastofur sem aðrir landsmenn hafa allsendis ekki átt kost á, og ekkert verið að hugsa svo mjög um að heimilislækna því sérfræðingarnir höfðu t.d. fyrir því að stunda mikil blaðaskrif um það á sínum tíma hve lítið vit heimilislæknar starfsbræður þeirra hefðu á því að vísa þeim til þeirra.

Ofþjónusta þ.e. oflækningar ekki hvað síst í formi lyfja tekur því til sín allt of mikið fjármagn frá grunnþjónustu við heilbrigði sem væri vel hægt að reka all sæmilega fyrir aðeins hluta af því fjármagni sem varið er til þess arna nú .

Sérfræðingar í læknastétt reyna nú að etja samtökum sjúklinga út í það að “ heimta meiri peninga úr ríkiskassanum ” fyrir næstu kosningar líkt og kosningar eigi einhverju að skipta í þessu sambandi, sem er í mínum huga fáránlegt því sérfræðingar og heimilislæknar þurfa að fara að koma sér saman um það að hvorir um sig eru læknar og starfsmenn hins opinbera, þar sem markmið hýtur að vera fyrst og síðast að þjóna heilbrigði með eðlilegri forgangsröðun svo sem finna má í tillögum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar til þjóða heims um að sinna grunnþjónustu sem skyldi, ekki hvað síst með tilliti til nýtingar skattpeninga til handa öllum jarðarbúum til grunnheilbrigðis.

með góðri kveðju.
gmaria.