Nú tala ESB sinnar varla um annað að hvað ESB geti ekki verið annað en lýræðið uppmálað þar sem þar eiga aðild rótgrónar lýðræðisþjóðir.
En það er tvennt ólíkt lýðræði innan ríkis eða lýðræði milli ríkja.
Innan ESB er mjög ójöfn valdsdreifing milli ríkja. Og vegna stækkun sambandsins eru stóru stofnþjóðirnar farnar að hafa áhyggjur af stöðu sinni og nota því öll möguleg ráð til þess að auka völd sína á kostnað annara þjóða.
Annað sem aðildarsinnar gera er að spyrja af hverju svona margar þjóðir séu þarna fyrst það skerðir svo sjálfstæðið.
Íbúar Mið- og Suður-Evrópu hafa ansi lítið um aðild sinna landa að segja, þar sem sjaldnast er haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þegar kemur að ákvörðunum sem varða sambandið.
Þó gefur aukinn stuðningur við hægri öfgaflokka vísbendingar um að fólk sé ekki ánægt með núverandi stöðu.
En þar sem þjóðin fær að segja sitt álit þar eru oftast svipað stórar fylkingar með og á móti og mismunandi hvor er ofan á að loknum kosningum.
Munurinn á þeim er bara sá að ef ESB sinnar tapa þá er kosið aftur.
Ef það er ekki lýsandi fyrir lýðræði og sjálfstæði innan sambandsins þá er alltaf hægt að rifja upp viðbrögð þess við úrslitum kosninga í Austurríki.
Þá ákvað sambandið að það vissi betur hvað væri Austurríkismönnum fyrir bestu en Austurríkismenn sjálfir.
Það má vel vera að þeir hafi í raun vitað betur (í þetta skiptið). En það ber hvorki vitni um lýðræði né sjálfstæði einstakra ríkja.
Það ber einungis vitni um miðstýrt sambandsríki þar sem sumir eru jafnari en aðrir.
Kveðja,
Ingólfur Harri