Það hafa verið skrifaðar mjög áhugaverðar greinar um að við séum í raun að halda fullveldi okkar með því að ganga inní ESB. Rökin fyrir því eru þau að ef við stöndum utan svona bandalaga þá stöndum við berskjölduð fyrir þeirri mótun sem alþjóðavæðingin hefur á ríki sem vilja halda góðum lífsstandard.
Löggjöf okkar utan alþjóðasamstarfs, þeas með allt okkar fullveldi, þarf því að miðast við að gera betur en samkeppnisríki okkar. Í litlu ríki sem vill halda fullveldi sínu þá getur það þýtt að það þurfi að skrera niður launakostnað eða réttindi launþegana í landinu. T.d. má nefna hugmyndir Hannesar Hólmsteins um hvernig ísland á að verða ríkasta land í heimi með því að koma svo mikið á móti kröfum fyrirtækja að þau vilji færa viðskipti sín til íslands, þótt ekkert alvöru fyrirtæki mundi færa rekstur sinn í svo smátt hagkerfi. Það er ljóst að í svona umhverfi er verið að færa ísland aftur í þróun til þriðjaheimsríkis, þar sem við munum biðja til guðs um álver í hvern fjörð. Hver veit kanski verður ríkistjórn Íslands í boði Alcoa ?
Með því að ganga inní ESB erum við því að velja okkar valdhafa sjálf!. Við veljum að vera partur af evrópska velferðarkerfinu en ekki mótast fullkomlega að utanafkomandi áhrifum sem við höfum ekkert áhrifavald á. Innan ESB höfum við áhrif á innan hvaða ramma við viljum lifa, enda erum við þar partur af risa markaðs og hagkerfi sem getur sett sínar eigin reglur.
Það eru aðeins andstæðingar ESB sem komast að þeirri niðurstöðu að það sé að þróast í Sambandsríki. Þvert á móti er þróunin á þann veg að völd aðildarríkjanna er að verða meiri, sbr t.d. nálægðarregluna sem varð þess valdandi að sveitarfélög á íslandi fengu að ráða meira um sín mál þegar við gegnum inní EES. Ráðamenn ESB leggja ríkja áherslu á það að þótt samstarfið sé að aukast sérstaklega í varnarmálum, þá er stefnan alls ekki sett á sambandsríki. ESB var stofnað til að halda frið í álfunni, það að reyna koma á fót sambandsríki Evrópu er örugg leið til að skapa ófrið. Það gera ráðamenn evrópuríkjanna sér grein fyrir.
Fullyrðingar um að við fáum engu að ráða innan ESB og hræðslan við að það verði vaðið yfir okkur ef við göngum þar inn get ég ekki túlkað sem neitt annað en minnimáttarkennd. Valdajafnvægið innan ESB hefur alltaf verið litlu ríkjunum í vil, þótt það eigi að breyta því örlítið í Nice sáttmálanum. Við fáum jafn mikil völd og hin aðildarríki ESB í mörgum málum, og það er ekki hægt að segja að Lúxemburg ráði engu í ESB þótt þeir séu smáríki einsog við.
Ég hef aldrei sagt að ESB sé æst í að veita okkur undarþagur, ég hef bara fulla trú á því að við getum samið um sjávarútvegsstefnuna. Ef við ætlum að fara semja okkur lengra en þessi 90% inní ESB, afhverju þá ekki að ganga bara inn ?
Ef einhver aðili bendir mér á ein alvöru rök afhverju við þurfum að halda fullu fullveldi, og hvernig það getur nýst okkur þá verð ég ánægður. Ég sé ekki hvernig það gagast einstaklingum á íslandi, heldur aðeins valdhöfum t.d. til að byggja tollamúra og níðast þannig á íbúum þessa lands.