Ekki það ótrúlegt en satt, Pétur Blöndal kom framm í fréttunum sem þingmaður í ríkisjórn Davíð Oddssonar með hugmyndir um að Búnaðarbankinn, banki í nær fullri ríkiseign kaupi upp Sparisjóðina.
Það er varla liðinn mánuður síðan þessi ríkisjórn náði þeim merka áfanga að selja sig úr meirihlutaeign í einhverju fyrirtæki sem telur á markaði sem er Landsbankinn. Nú strax eru komin plön hvernig eigi að ná að ríkisvæða fjármálamarkaðinn aftur. Frammað sölu Landsbankans höfðu þeir aðeins aukið hlutafé hans á kostnað markaðarins, með því að selja það aukna hlutafé til almennings og taka þá pening þaðan inní ríkisbatteríið frá markaðinum.
Maður heldur að þetta sé að komast í gott horf með sölunni á Landsbankanum, en það er greinilegt að þessi ríkistjórn er full af bröskurum sem eru til í að spila með fjármálamarkaðinn með þessum hætti, bara til að fá að hafa puttana í því sem er að gerast og þá helst til að ráða frændur sína eða flokksbræður í góðar stöður.
Það er líka alveg hreint óþolandi að sjá hvernig fyrirtækin sem eru í eign ríkisins hafa fengið frelsi í skjóli HF stimpils til að kaupa upp fyrirtæki sem eru í einkaeign. Þetta hefur Landsíminn t.d. gert seinustu árin með því að vera kaupa upp alla hina ISPana og nokkur forritunarhús fyrir hundruðir miljóna. Enda sýndu fjárfestar því fyrirtæki takmarkaðann áhuga þegar ríkistjórnin reyndi að einkavæða Landsímann, sem varð að ljótara klúðri en einkavæðingartilraunin sem gerð var á Búnaðarbankanum.
Þegar Sparisjóðirnir ætla að verða að hlutafélagi þá koma stjórnarþingmenn sjálfstæðisflokksins sem kenna sig við frjálshyggju með hugmyndir um ríkisvæðingu þeirra ??
er þetta heilbrigt ?