Nefnd á vegum dómsmálaráðherra hefur skilað af sér tillögum m.a.með það að markmiði að gera vændi löglegt á þann máta að konur séu fórnarlömb er stunda vændi og það skuli falið innan veggja þar sem það ekki er sjáanlegt yfirvöldum að skilja má af skýrslu þessarri.

Á sama tíma kemur það fram í fréttum að kynlífsiðnaður velti meiru en fíkniefnasala, þ.e. sala á konum milli landa til þess að stunda slíkan iðnað og konur frá öðrum löndum séu hér á landi í störfum sem slikum.

Satt best að segja get ég ekki alveg séð, hvernig þetta skal kallast að taka á málunum til handa t.d. fórnarlömbum á þann máta annan en þann að þetta sé allt í lagi hér og hverjir þeir er geta ginnt til sín konur með gylliboðum sem síðar ekki standast til þess að ástunda þessa iðju geti gert það hér á landi ef yfirvöld verði þess ekki áskynja.

Ábyrgð þeirra kvenna er undirgangast slík gylliboð virðist því engin að áliti nefndarinnar og þær hinar sömu flokkast sem “ heilalaus fórnarlömb ” sjálfkrafa sem mér finnst vissulega bera vott um
vanvirðingu í garð kvenna almennt.

Skýrslan tekur ekki á því að “ hentihjónabönd ” með alls konar
kaupum og sölum hagsmuna hvers konar milli landa, geti talist hluti af kynlífsiðnaði og mansali, sem og þjóðhagslegum vandamálum í kjölfarið.

Hvað finnst ykkur um þetta mál ?

með góðri kveðju.
gmaria.