Sæl aftur, gmaria.
Hérna ertu aftur að rekast á algeran grundvallarmisskilning sem af einhverjum ástæðum, andstæðingar kláms og vændis vilja kenna karlmönnum um. Það er enginn að tala um að lögleiða nauðungarvændi eða melludólga, enda eru þeir forsenda siðlauss vændis.
Það er nú ekki miklu að vera ósammála í svari þínu, enda verð ég að hrósa þér til baka fyrir óvenju málefnalega umræðu, en þó eru hlutir í svarinu sem stangast á við reynslu mína af lífinu og tilverunni.
“ Aukinn aðgangur að klámmyndum sem ekki höfðu verið fyrir hendi fyrir videovæðingu landsmanna varð til, sem og áhorf eftir tilkomu frjálsra sjónvarpsstöðva.”
Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega eðlileg þróun, að dreifing slíks efnis auðveldist eins og dreifing alls annars efnis. Það er ekkert að þessu svo lengi sem þetta er siðlegt klám, en ekki nauðungarklám, barnaklám eða annar eins viðbjóður sem andstæðingar kláms vilja alls ekki gera greinarmun á.
“Karlmenn fóru að heimta stærri brjóst á konur sínar líkt og sjá mátti í þessum myndum, og ungar stúlkur flykktust í hrönnum til þess að láta stækka á sér brjóstin, með siliconi til þess að verða ekki undir á markaði ” rómantíkurinnar “.”
Þetta finnst mér nú bara beinlínis móðgandi, þó að ég geri mér grein fyrir því að konur eigi mjög erfitt með sjá hvað manni gæti fundist móðgandi við þetta.
Ég man ekki til þess að karlmaður hafi nokkurn tíma heimtað stærri brjóst á konuna sína, þó að vissulega hljóti það að hafa gerst. Það eru heldur ekki konur sem heimta að karlmenn pumpi á sér tittlinginn… konur vilja oft hafa stærri brjóst, og karlmenn vilja oft hafa stærra typpi. Það er ekkert hægt að kenna hinu kyninu um það, þú getur stílað þá þróun mála alfarið á konur, gmaria mín.
“Íslenskir karlmenn sumir yfir miðjan aldur sem aldrei höfðu verið við kvenmann kenndir voru allt í einu giftir kvenmanni úr öðru menningarsamfélagi hinum megin á hnettinum, kvenmanni e.t.v. áratugum yngri en viðkomandi.”
Það er að sjálfsögðu alfarið á ábyrgð kvennanna sjálfa að giftast á viðsættanlegum forsendum. Gleymist líka stundum að benda á, að þó að Íslenskar konur séu kannski of snobbaðar fyrir illa útlítandi eða gamla karlmenn, þá hafa konur hinum megin á hnettinum ekki endilega nákvæmlega sömu gildi. Og hvað ef þessir karlmenn finna bara ekki konu hérna sem þeir verða ástfangnir af, en henta því mun betur konum sem eru frá allt öðrum menningarheim, og dæma kannski ekki mann út frá útliti, aldri eða öðru þvíumlíku? Ég sé nákvæmlega EKKERT í þeirri umræðu sem hægt er að rægja, nema einmitt í gegnum einhverjar stereótýpur af ógeðslegum karlmönnum. Stereotýpa sem mér finnst vera orðin full þreytandi í allri umræðu.
Merkilegt samt að þú skulir nefna þetta, því að ég var einmitt að rekast á fróðlega grein um nákvæmlega þetta efni.
http://www.hugi.is/althingi/greinar.php?grein_id=48538“Það er því neyðin sem rekur konur út í ráðstöfun sem þessa að mínu viti.”
Ég er því algerlega ósammála eins og ég hugsa að hafi reyndar komið fram núna. Hvað sem því líður, ef við gefum okkur að það sé tilfellið, hver er þá lausnin? Að banna ráðstöfunina? Hvernig væri að ráðast á rót vandans? Einhvern veginn komast andstæðingar kláms & vændis alltaf að þeirri niðurstöðu, að vegna þess að það sést af og til saman í bíómyndunum (og reyndar ekki einu sinni það oft ef maður pælir í því), að þá hljóti vændið að leiða af sér slíka hluti? Dettur engum í hug að það sé öfugt? Og sé svo, hverjum er þá verið að hjálpa með því að banna vændi? Dóp og misnotkun er ekki hlutur sem þú lagar með því að banna fólki að gera það sem það mun gera hvort sem er. Það rekur fólk bara lengra út í vitleysuna.
Það er líka alveg rétt hjá þér að vændi er alls ekki nauðsynlegur þáttur í a.m.k. Íslenskri menningu. Ég veit ekki alveg hver á að hafa haldið því á lofti að vændi og klám ætti að vera löglegt vegna þess að það er svo nauðsynlegt. Coca-Cola er heldur ekki nauðsynlegt, né þá reyndar sykur yfirhöfuð, mjólkurafurðir eða rautt kjöt. Þó að geðsjúklingar hafi meiri tilhneygingu til þess að borða rautt kjöt heldur en aðrir, er ekki þar með sagt að þú læknir geðsjúkdóma með því að banna rautt kjöt.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér að mannslíkami skuli aldrei verða söluvara, enda veit ég ekki til þess að líkami hafi verið seldur hérlendis síðan í þrælahaldinu fyrir mörg, mörghundruð árum. Fólk vill gjarnan nota þetta niðurlægjandi hugtak “að selja sig” um vændi, en þetta á ekkert meira við um vændi heldur en hverja aðra líkamlega vinnu.
Með hugtakinu “að selja sig” er sjálfkrafa gert ráð fyrir því að sálarlegu ástandi vændissalans sé storkað með vændinu. Þegar vændi er stundað af fúsum og frjálsum vilja er ekki nokkuð leið að sjá að þetta sé tilfellið. Ennfremur er engin *sala* að fara fram. Það er jú vissulega, tæknilega, leiga á líkama, en ég bendi aftur á að það á við hvaða vinnu sem er og er ekkert til að hengja á vændi frekar en neitt annað. Ég gæti réttlætt hugtakið undir þeim kringumstæðum sem kona stundar vændi algerlega gegn sínum vilja… en ég sé ekki hvernig það á að gerast frekar í samfélagi þar sem vændi er löglegt. Reyndar get ég ekki ímyndað mér, að það sé annað en stórmikilvægt og löngu tímabært, einmitt að vændi verði gert löglegt til þess að minnka þau tilfelli þar sem vændi er nauðungarvændi (hvort sem það er sökum misnotkunar eða dóps).
Það er öll hugmyndin á bakvið lögleiðingu vændis til að byrja með. Ekki vegna þess að það er réttur okkar karlpeningins til þess að fá bullshit-free kynlíf gegn gjaldi, heldur vegna þess að það er réttur konu (og karla, AÐ SJÁLFSÖGÐU) að taka þessar ákvarðanir sjálfar, og hafi þær “ekki vit á því” að gera það sjálfar af einhverjum ástæðum, þá ber að hjálpa þeim, ekki refsa, svo ég noti nú orð úr umræddri skýrslu Dóms- og Kirkjumálaráðuneytis sjálfur.
Nú er þjófnaður bannaður. Við hljótum þó að vera sammála um að mikill hluti þjófnaðar er afleiðing fíkniefnaneyslu og misnotkunar af einhverru tagi. Mjög sjaldan er það bara græðgi sem ýtir mönnum út í þjófnað, það eru oftar sálarkrísur af einhverri sort, eða þrá í fíkniefni.
En nú er þjófnaður bannaður. Sérðu fyrir þér, að bann á þjófnaði hafi nokkur áhrif á neyslu fíkniefna eða á misnotkun? Heldur þó að það sé ólíklegra að manni sé nauðgað af föður sínum í æsku vegna þess að þjófnaður er bannaður? Finnst þér það ólíklegra að fólk fái sér í haus eða sprautis gi með amfetamíni vegna þess að þjófnaður er bannaður?
Ég get bara ekki með nokkru móti séð það. Við erum öll á móti nauðungarvændi og því sem andstæðingar kláms & vændis eru á móti. Við erum bara ekki sammála um hvaða leiðir ber að taka til þess að vernda fólk áður en það fer út í það að stunda vændi gegn vilja sínum, vegna þess að það erum við einnig öll sammála um, að er hræðilegur hlutur, og ber að forðast. Ef það er satt sem margar konur vilja meina (þó að konur hafi reyndar óhugnanlega mikla tilhneygingu til að þykjast vita hvað hinum 3 milljörðum kvennanna finnst), að engin kona myndi stunda vændi af fúsum og frjálsum vilja, þá er það bara hið besta mál. Vændi hefur í áraraðir verið löglegt á Íslandi sem hlutastarf, en ég sé engin hóruhús. Markaðurinn fyrir þetta er óskaplega lítill, enda blessunarlega lítið mál að fá sér að ríða hérlendis án þess að borga með peningum. Ef þú hugar núna að þá fari auðvitað bara sveittu perrarnir til vændiskvenna, þá er tvennt sem þú gleymir í þeirri hugsun; A: Karlmenn leita vændiskvenna oftar til þess að þurfa ekki að taka þátt í öllu veseninu sem það er að “hözzla”, B: Konur fá þau sjálfsögðu mannréttindi að velja hverjum þær sofa hjá… líka vændiskonur.
Þannig að hvers vegna það á að taka eitthvað á sálina að sofa hjá manni fyrir peninga, þegar það á ekki að taka á sálina að sofa hjá honum vegna þess að hann borgar fyrir þig leiguna og bjór af og til, það bara fer framhjá mér.
Þegar öllu er á botnin hvolft, er þetta ákvörðun hvers einstaklings fyrir sig. Ekki ríkisvaldsins, þar sem ekkert bendir til þess að vændi í eðli sínu sé slæmt án fordæmdra kringumstæða.