Atburðir undanfarinna daga ættu að geta kennt okkur Íslendingum eitthvað, hvað varðar það atriði að ekki verður leikið tveim skjöldum í því efni að viðhafa lýðræðislega hætti, með heilindum, nema að slíkt megi finna í athöfnum stjórnvalda að einu og öllu leyti.

Því miður held ég að sú sé ekki raunin hvað varðar það atriði að meina fólki aðgang að landinu vegna mótmæla við heimsókn þjóðhöfðingja annarrar þjóðar, þar sem vitað er fyrirfram að lotið hefur ádeilu varðandi virðingu mannréttinda hingað til, svo sem þess efnis að fólk sé fangelsað fyrir það eitt að hafa uppi gagnrýni á stórnvöld hvers eðlis sem sú hin sama kann að vera.

Því miður er slíkt í anda forræðishyggju og einræðistilburða
sem einstakir stjórnmálaflokkar hér á landi hafa því miður gerst sekir um við landstjórnina í ákveðinni ákvarðanatöku og afstöðu
varðandi hagsmuni ákveðinna hópa er hafa lotið ákveðinni flokkun af hálfu þeirra hinna sömu hvað varðar stjórnvaldsathafnir, s.s.
skattöku og eignayfirráð svo tvennt sé talið.

Það ætti ekki, að koma okkur á óvart , að fólk upprunnið í því þjóðlandi, þar sem mannréttindi eru fótum troðin, og fest hefur rætur í öðrum samfélögum flykkist til þess að mótmæla, aðstæðum í sínu eigin ættlandi, þar sem það er mögulegt, þ.e. í þeim ríkjum sem teljast viðhafa lýðræði svo sem Ísland hefur gefið sig út fyrir að vera hingað til ásamt öðrum vestrænum samfélögum.

Það skýtur hins vegar skökku við þegar stjórnvöld nákvæmlega sama hvort um ríkislögreglu, utanríkisráðuneyti eða samstarfsnefnd um móttöku þjóðhöfðingja til landsins, að ræða sem telja sér allt í einu heimilt að gera mönnum upp meintan slæman tilgang fyrirfram og meina mönnum aðgöngu að landinu í ljósi þess.

Friðsamleg mótmæli eiga einfaldlega rétt á sér hvarvetna sem ríki,
telja sig lýðræðisleg, og fólki er heimilt að ferðast milli landa, svo fremi að ekki sé um að ræða glæpamenn á sakaskrá viðkomandi landa einhverra hluta vegna.

Að lokum vísa um tjáningarfrelsið hér á landi ort við endurskoðun, laga þar að lútandi hér um árið.

Samkvæmt fyrstu málsgrein, þá er bannað hér að tala,
önnur málsgrein segir, nú kem ég til skjala.
Tala máttu stundum, ef talar ekki hátt,
og talar ekki um það, sem á að fara lágt.

með góðri kveðju.
gmaria.