Ég hef nú gaman að því að lesa það sem áhugamenn um pólitík skrifa á Netið. Hvar værum við án þess. Ég hef reglulega lesið andriki.is, þótt mér finnist þeir stundum óttalega barnalegir og bláeygðir. Í dag tók hinns vegar steininn úr. Greinilegt er að Davíð er orðinn einhvers konar allsherjar spámaður og orð hanns eru lög. <br>
<i>“…En þrátt fyrir að þessum útlendingum þyki gaman í leikfimi þá liggur ekki annað fyrir en að þeir séu besta fólk og að því leyti eru þeir alveg eins og flest annað fólk. Þeir vilja mótmæla meðferð kínverskra stjórnvalda á iðkendum Falun Gong í Kína, rétt eins og flest annað fólk. Þeir vilja mótmæla þessari meðferð með kröfuspjöldum eða jafnvel bara með því gera sig sýnilega.”</i><br>
(andriki.is, 12. júní)<br>
Síðan flytur Davíð skammarræðu yfir fjölmiðlum og öðrum, talar um að <i>“agi þurfi að vera í herbúðunum”</i>.
Í framhaldi þess er skrifað á andriki.is:<br>
<i>“Hingað hugðist koma andófshópur erlendra samtaka, fjölmennari en lögregla Reykjavíkur og nágrennis. Hópurinn á sér ekki sögu um líkamlegt ofbeldi en vitað er að hann vill komast eins nálægt hinum erlenda gesti og hann getur. Lögregla taldi sig hafa heimildir - hugsanlega þó ónákvæmar eða byggðar á röngum fregnum - fyrir því að misjafnt væri hversu vel hópar frá þessum samtökum hlýddu fyrirmælum lögreglu.<br>
Forystumenn þessa hóps sendu sína menn hingað með þeim skilaboðum að hér væri lögregla fámenn og vanmáttug.”</i><br>
Er sami maður sem skrifar þetta? Að minnsta kosti er ekkert nafn undir þannig að mér finnst umbreyting andriki.is mjög grunsamleg.
Á maður að taka mark á svona fólki í framtíðinni?