Hefur íslenska ríkið ekki rétt til að neita þeim sem ástæða þykir um landvist?
Lög um eftirlit með útlendingum
10. gr. Meina ber útlendingi landgöngu:
1. Ef hann fullnægir ekki þeim reglum, sem settar eru skv. 1. gr. um ferðaskilríki og vegabréfsáritun, svo og samsvarandi reglum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að ferðast til þeirra landa.
2. Ef ætla má, að hann hafi eigi nægileg fjárráð sér til framfærslu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ef hann ætlar að fara til þeirra landa, svo og til heimferðar.
3. Ef ætla má, að hann hafi í hyggju að ráða sig í vinnu hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, án þess að hafa aflað sér leyfis til þess fyrirfram.
4. Ef ætla má, að hann muni vinna fyrir sér hér á landi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð á ólögmætan eða óheiðarlegan hátt.
5. Ef hann hefir verið dæmdur hér á landi eða erlendis í [fangelsi]1) eða ætla má af öðrum ástæðum, að hann muni fremja refsiverðan verknað hér á landi eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.
6. Ef ætla má af fyrri hegðun hans eða af öðrum ástæðum, að tilgangur hans með komu hingað til lands eða til Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar sé að fremja skemmdarverk, stunda njósnir eða ólöglega upplýsingastarfsemi.
7. Ef honum hefir verið vísað héðan úr landi eða úr Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, og hann reynir að koma aftur án leyfis.
[8. Ef hann getur ekki framvísað gögnum til staðfestingar á tilgangi dvalar og aðstæðum meðan á dvöl stendur.
9. Ef hann er skráður í Schengen-upplýsingakerfið í því skyni að honum verði meinuð landganga.
10. Ef hann telst geta ógnað allsherjarreglu, þjóðaröryggi eða alþjóðasamskiptum ríkisins eða annars ríkis sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu.]2)
Heimilt er enn fremur að meina útlendingi landgöngu, ef nauðsynlegt er talið af öðrum ástæðum en þeim, er í 1. mgr. segir.
Lögreglustjóri kveður upp úrskurð um synjun landgönguleyfis eins fljótt og unnt er eftir komu útlendinga til landsins.
Nú ber útlendingur, að hann hafi orðið að leita sér hælis sem pólitískur flóttamaður, enda teljist framburður hans sennilegur, og má lögreglan þá eigi meina honum landgöngu. Leggja ber málið án tafar fyrir [útlendingaeftirlitið]3) til úrskurðar. [Útlendingur á ekki rétt á hæli hér á landi ef krefja má annað ríki sem tekur þátt í samstarfi á grundvelli Dyflinnarsamningsins frá 15. júní 1990 um að taka við honum.]4)
Samkvæmt ákvörðun [útlendingaeftirlitsins]3) má meina útlendingi landgöngu, ef ætla má af öðrum ástæðum en um ræðir í 1. mgr., að hann sé kominn hingað til starfa eða athafna, sem eru ólöglegar, ósæmilegar eða hættulegar hagsmunum ríkis eða almennings, eða högum útlendingsins er að öðru leyti svo háttað, að vist hans hér á landi megi teljast hættuleg eða bagaleg hagsmunum ríkis eða almennings. Nú telur lögreglustjóri, að meina beri útlendingi landgöngu af ástæðum, er raktar eru í þessari málsgrein, og ber þá að leggja málið undir úrskurð [útlendingaeftirlitsins]3) svo fljótt sem því verður við komið.
Dómsmálaráðherra getur sett sérstakar reglur um synjun landgönguleyfis fyrir laumufarþega.
[Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu frá ákvæðum 1. mgr. að því er varðar útlending sem hefur dvalarleyfi eða vegabréfsáritun útgefna af ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu.]2)
Lögreglulög.
16. gr. Heimild til handtöku.
1. Handhafa lögregluvalds er heimilt að handtaka mann og færa á lögreglustöð eða á annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu:
a. í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu, svo sem ef maður ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum,
b. ef hann hefur hér ekki landvistarleyfi,
2. Lögregla skal gera manni grein fyrir ástæðum þess að hann er færður á starfsstöð lögreglu. Ekki má halda manni lengur en nauðsyn ber til.
Tilvitnun lýkur.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: