Ég hlýddi á fréttir á Bylgjunni í dag þar sem það kom fram að um 90 fjölskyldur leita í viku hverri til Mæðrastyrksnefndar, varðandi aðstoð til þess að fæða heimilismeðlimi.
Það kom einnig fram í sömu frétt að margir þessir aðilar væru með vísan til Mæðrastyrksnefndar frá Félagsþjónustu eða prestum þjóðkirkju. Jafnframt að aukning í leitan til nefndarinnar hefði aukist mjög.
Ef áfram heldur sem horfir þá eru það um 12 fjölskyldur á degi hverjum sem ekki hafa nægilega innkomu til lifibrauðs á Íslandi, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mæðrastyrksnefnd hefur látið frá sér fara.
Er þetta ásættanlegt ástand, eða þarf að rýna ögn frekar í það að hér kunni að vera að verða til gjá milli ríkra og fátækra hér á landi, sem og hvers vegna slíkt ástand kunni að vera tilkomið ?
Fyrir mína parta hélt ég Íslendinga hafa ,getað aflað sér matar, til lands og sjávar, hingað til, hins vegar hafa komið til kvótar
á kvóta ofan þar sem kvótakaupendur=eigendur t.d. fiskjar úr sjó hafa ekki greitt mjög mikið í formi skatta til þess að halda uppi velferðarkerfinu í landinu, en eigendur valsað um með hagnað af
tapi í áraraðir, athugasemdalaust, enn sem komið er.
Það er því fræðilega erfitt að hækka örorkubætur og ellilífeyri, hvað þá lækka skatta á lægstu laun, meðan aðalatvinnuvegurinn
er “ patt ” í skattaþáttöku sökum vitundarleysis ráðamanna.
Á sama tíma er reynt að halda úti “ hundrað prósent þjónustu ” í heilbirgðiskerfi, sem eðli máls tekst ekki nema að láta“ hina fátæku” og sjúku borga síhækkuð þjónustugjöld, sökum þess að skatttekjur nægja ekki til rekstrar því aðalatvinnuvegurinn er
nær “ patt ”.
Að Íslendingar skuli þurfa að kaupa fisk í soðið, hér innanlands, til neyslu á tæplega þúsund krónur kílóið, þýðir fljótlega að aðeins þeir er veiða fiskinn ( eiga kvóta ) munu geta keypt hann á þessu verði hinir ekki, sem þurfa að borga skattana til samneyslunnar.
Með góðri kveðju.
gmaria.