Ekki er langt síðan sérfræðingar Landsbanka Íslands gáfu frá sér skýrzlu þar sem sýndi fram á að líkur á atvinnuleysi myndu aukast hér á landi ef við tækjum upp eruna sem gjaldmiðil. Eftirfarandi frétt rennir sterkum stoðum undir það mat enda er atvinnuleysi í Evrópusambandinu langmest í þeim löndum sem hafa tekið evruna upp sem gjaldmiðil sinn.
————–
Vísir, Mið. 5. júní 14:36
7,6% atvinnuleysi í ESB löndum
Atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópusambandsins mældist 7,6% í apríl síðast liðnum samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Það er litlu meira en atvinnuleysið mældist í mars.
Atvinnuleysi er nokkru meira í þeim ríkjum Evrópusambandsins sem hafa tekið upp evruna. Þar mælist atvinnuleysi 8,3%, var 8,2% í mars. Atvinnuleysi mældist mest á Spáni, 11,3%. Minnst var það í Lúxemborg, 2,2%, og Hollandi 2,7%. Atvinnuleysi hefur aukist mest í Írlandi og Austurríki undanfarið ár, um 0,7 og 0,6%. Í Danmörku hefur það minnkað um 0,3%.
—————
Kv.
Hjörtur J.
Með kveðju,