Afar fróðleg umræða fór fram í Kastljósinu í gær um skuldaaukningu heimilanna og fjárfestingar einstaklinganna og skuldsetningu í veraldlegum verðmætum í formi steinsteypu og ökutækja.

Þar var lítillega drepið á þátt banka í t.d. veittum yfirdráttarheimildum til handa einstaklingum og ábyrgð þeirra hinna sömu í því efni en þar kom m.a fram spurningamerki við hin óheftu útlán í “ meintu ” góðæri.

Sem dæmi sendi einn banki sínum viðskiptamönnum nýtt kort veltukort að mig minnir á sínum tíma þar sem aukið var á skuldasöfnun einstaklinga í raun og margir hafa án efa nýtt sér því ekki var mjög hampað að mig minnir þeim vöxtum sem sá hinn sami banki innheimti af þessari umsýslu með peninga.

Yfirdráttur landsmanna nemur nú 70 milljörðum og af því greiðast 12 milljarðar til bankanna ( ef ég tók rétt eftir því sem kom fram í þessum þætti )

Um leið og síðan harðnar á dalnum og sólarlag “ góðæris ” tekur á sig birtingarmyndir, hvað gera bankarnir þá ?

Breyta útlánastefnunni og heimta að einstaklingarnir greiði upp
yfirdráttarheimildirnar sem otað hafði verið að þeim hinum sömu
með þeim hætti að senda út t.d. “ veltukort ” svo ekki sé minnst á mögulega jafnt sem ómögulega þjónustu sem bankar hafa boðið fólki
gegn greiðslu, nota bene, ríflegri greiðslu, þannig að þeir hinir sömu þurfi ALDREI að taka áhættu eða að tapa krónu eða eyri.

Ég er ekki í þeim hópi að hafa meðtekið slík veltukort en tel
að aðferðafræði lánastofnanna í landinu þarfnist virkilega endurskoðunar við, í ljósi hinnar stórkostlegu skuldaukningar sem
heimili þessa lands hafa nú að bera og ekki mun auka á almennan
hagvöxt, svo mikið er víst, því hagnaður banka er ekki nægilegur einn og sér.

með góðri kveðju.
gmaria.