Það veldur mér vissulega áhyggjum sem mörgum öðrum að framboðum til sveitarstjórnarkosinga er mismunað í krafti fjármagns til auglýsinga hvað varðar þáttöku í umræðum um málefni að virðist, burtséð frá því hvaða flokkur á í hlut.

Stjórnvöld virðast ekki hafa til þess burði að gæta jafnræðis til handa frambjóðendum, lagalega séð.

Með öðrum orðum ljósvakamiðlar eða aðrir, hverju nafni sem þeir nefnast virðast því geta flokkað framboð skoðana í ljósi stærðareininga framboða og að virðist innkomu auglýsingatekna, til handa þeim hinum sömu.

Hverjir þeir aðilar sem lagt hafa fram gilda framboðslista við komandi kosningar eiga því EKKI jafna möguleika að virðist til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjósendur, sökum þess að þeir hinir sömu hafa ekki fest kaup á auglýsingum í þeim hinum sömu miðlum og fá úthlutað kvóta í samræmi við það.

Er þetta lýðræðisþróun sem við kjósum, eða getur verið að þetta gangi á skjön við það sem við teljum þróun yfir höfuð hvað varðar virðingu fyrir tjáningarfrelsinu og möguleika manna til þess að hafa áhrif í sínu samfélagi ?

með góðri kveðju.
gmaria.