Klámkóngar segjast tapa milljörðum ef bann við einkadansi tekur gildi og hóta málssókn á hendur Reykjavíkurborg.

Mjög fróðlegt væri að vita í þessu sambandi hve miklar skattekjur slík starfssemi hefur skilað í formi skatttekna til hins opinbera s.s. virðisaukaskatti af útseldri þjónustu.

Jafnframt væri fróðlegt að vita hve miklu “ menningarlegu gildi ”
stöðum þessum hefur verið ætlað að þjóna, í næturlífsmenningu höfuðborgar í norðri, á heimsvísu, menningu sem að mínu áliti nær ekki mikið upp fyrir nafla.

Fyrir mína parta finnst mér það nokkuð sérkennilegt að borgaryfirvöld í Reykjavík skuli “ korteri fyrir kosningar ”
taka ákvörðun um slíkt.

Af hverju ekki fyrr ?

Því ber hins vegar að fagna sem skrefi í átt til aukinnar siðvitundar, þótt ekki sé hægt að ætlast til þess ef til vill að “ klámkóngar ” hafi til að bera mikla umhugsun um almennt siðferði, hafandi lagt undir sig starfssemi til þjónustu við lághvatir mannnsins sem þeir hinir sömu hafa eðli máls samkvæmt stórgrætt á.

Fréttaflutningur undanfarið þar sem “ einkadansarar ” vola yfir kjörum sínum og klámkóngar þykjast góðir menn að hóta málssókn fyrir þeirra hönd finnst mér satt best að segja hjákátlegur, en ef til vill birtingarmynd þeirra furðulegu hugmynda um “ frelsi ” og
siðgæði sem skapast hefur með tilveru og athafnastarfssemi þessara nektarútgerðarstaða í miðborg höfuðborgar Íslands sem fengið hefur að þróast nær óáreitt af hálfu yfirvalda, en flest öll stærri sveitarfélög á landinu önnur en Reykjavík hafa ákveðið að hafa ekki sem öndvegissúlur í sinni heimabyggð.

kveðja.
gmaria.