Kæri Kundera.
Það er algjör misskilningur hjá þér að konur séu almennt á móti þessum stöðum vegna öfundar. Í fyrsta lagi er almennt auðveldara fyrir sæta stelpu að ná sér í strák en fyrir hvaða karlmann sem er að ná sér í konu. Það er því mjög sjaldgæf aðstaða að vera í fyrir hvaða konu sem er að enginn vilji sofa hjá manni, stelpur geta pickað menn upp í Kringlunni, strætó eða hvar sem er ef þær endilega vilja, ég lýg ekki….Lendir þú almennt í því að fólk stoppi þig á götu til að tjá þér hvað þú sérst myndarlegur? Ég lendi í því hvar sem er í heiminum, jafnvel hérna á Fróni þar sem við erum mörg samt svo til baka eins og norrænir menn eru frægir fyrir um allan heim. Og það eru ekki bara menn sem gætu haft kynferðislegan áhuga á mér sem koma til mín og tjá mér hvað þeim finnist ég falleg, heldur einnig mikið af ungum konum, gömlum konum, börnum….alls konar fólki sem ég efast stórlega um að vilji sofa hjá mér, og það er heldur ábyggilega ekki alltaf ástæðan fyrir því að karlmenn tala svona við mig, stundum er það til dæmis bara eldri maður í góðu skapi á fallegum degi sem sér fallega unga konu og kommentar á hvað hún sé falleg, þó hann sé ekkert að leita að einhverjum til að sofa hjá. Samt er ÉG á móti svona stöðum. Ég vil ekki láta banna þá alfarið með lögum, þar sem ég er stuðningsmaður frelsis og svo framvegis en það er “the big picture” sem ég hef áhyggjur af og vil því endilega að öðrum leiðum sé beitt gegn þessum stöðum. Ég hef reyndar sjálf komið inn á svona stað einu sinni, hvað er að öfundast út í skil ég ekki, mér finnst þessar stelpur bara ekkert fallegri en mjög margar stelpur sem vinna ekki svona fyrir sér og fallegustu konur sem ég hef séð sá ég ekki inni á þessum stað satt að segja, hins vegar virtust þær ekki hamingjusamar. Ég hef líka talað við stelpur sem hafa unnið svona fyrir sér og það var eymdarlíf tjáðu þær mér, hvort þessar stelpur sem eru að vinna á svona stöðum tala svona við ykkur strákana efast ég um, þar sem þær gætu þá verið að tapa viðskiptavini sem langar ekki að hlusta á raunasögur en er þarna fyrir einhverja blekkingu um hresst og fagurt kvenfólk…sem ég býst við að þær reyni að uppfylla til að fá sem flesta viðskiptavini…Þessar stelpur sem ég var að tala við voru hættar þessu, höfðu engu að tapa og voru að tala við aðra fallega konu, svo þær höfðu engu að tapa og gátu því verið heiðarlegar. En þær sögðu mér að þetta sé eymdarlíf fyrir flesta sem stunda það og engin sem þær þekkja hafi farið út í þetta að ástæðulausu ….
Þú skilur það er “the big picture” sem ég hef áhyggjur af, framþróun samfélagsins og aukin hamingju mannkyns og alls konar þannig hlutir sem sumum finnst bara “idealista” blaður. Mér finnst hugmyndin um karlmann sem vinnur svona fyrir sér alveg jafn ömurleg, ég sá einu sinni heimildarmynd um svona stripp kall og hann virkaði mjög óhamingjusamur, ég gat ekki horft á stripp atriðin því mér fannst þau virka svo niðrandi fyrir hann sem manneskju og ég hef aldrei skilið konur sem horfa á stripp, sem þeim sumum finnst mjög gaman. Ég vil mennskan heim þar sem fólk ber virðingu fyrir hver öðru og allir fá jöfn tækifæri , einnig tækifæri á að skara fram úr, og það er engin meiri ástæða fyrir fólk frá A-Evrópu til að vinna svona fyrir sér en fólk frá Noregi, en það er því miður ekki þannig….Þú virðist ekki þekkja margt fallegt kvenfólk en það vill nú þannig til að af þeim konur sem ég þekki og hafa tjáð sig við um um þessa hluti, voru hlutfallslega fleiri af þeim sem kallast “fallegar” af flestu fólk á móti svona stöðum, líklega þar sem flestar fallegar konur upplifa einhvers konar óvirðingu um æfina og finnst ekki skemmtileg tilhugsun að aðrar konur vinni fyrir sér við að verða fyrir þess konar reynslu sem þeim sjálfum finnst óþægileg og jafnvel ömurleg….Eins og ég segji ég er falleg sjálf og finnst bara gaman þegar fólk segir mér að því finnist ég falleg, en ef athyglin verður of kynferðisleg getur það verið ömurlegt og hafa fæstar fallegar konur gaman af þess konar athygli þó venjulegt daður sé auðvitað bara eðlilegasta mál…Hvað ég meina með “the big picture” og hvað ég vil láta gera í þessum hlutum fyrst ég vil ekki beint láta banna þá, er eitthvað sem ég þyrfti lengri tíma til að útskýra fyrir þeim sem pæla ekki mikið í “the big picture” á annað borð (ég er ekki að ásaka þig um það) og það er satt að segja stundum tímasóun, og það eru aðrar aðferðir við að sannfæra þá, smám saman og á mjög löngum tíma, en ég ætla ekki að fara nánar út í það heldur……Hafðu bara góðan dag:)
thulesol:
Þú hefur misskilið í hvaða samhengi ég talaði um öfund. Ég var að benda á það hversu rangt það væri að segja að allir þeir karlmenn sem tækju upp hanskan fyrir súlustaði væru kynsoltnir eða aðdáendur staðanna, líkt og eaue gerði. Því bendi ég á jafn heimskulega fullyrðingu um þær konur sem tala gegn súlustöðunum. Það var nú ekki meira en það.
“Lendir þú almennt í því að fólk stoppi þig á götu til að tjá þér hvað þú sérst myndarlegur?”
Já, útúm allan heim.
“Þú skilur það er ”the big picture“ sem ég hef áhyggjur af, framþróun samfélagsins og aukin hamingju mannkyns”
Satt best að segja vekur þessi setning hjá mér óhug. Einmitt þetta er uppsprettan af öllum þeim ólýðræðislegu viðbjóðslegu “heildarlausnum” sem hinir og þessir pólitíkusar og heimspekingar hafa sett fram. Einhver svona lausn sem á að tryggja að allir séu ánægðir, eftir einhverri formúlu um hvað sé gott og vont. Málið er einfaldlega að fólk á sjálft að fá að velja sína leið að hamingjunni, en ekki vera kúgað af skoðunum annara, auðvita allt innan ramma þess að virða sama rétt allra annara.
Hvort þér “sýnist” að þessar konur séu ekki hamingjusamar skiptir engu máli, enda það frekar slöpp ástæða til að vera á móti svona stöðum. Það sem við þurfum að tryggja er að þarna eigi sér ekki stað lögbrot á rétti einstaklinga, það er að segja að enginn sé neyddur til að vinna á þessum stöðum eða látin gera hluti sem þau kjósa ekki sjálf, þar ætti einfaldlega lögregla að spila inn í.
En segjum sem svo að allar þessar konur séu svona hrikalega óhamingjusamar (eins og svo margir í öðrum störfum reyndar), en væru þær betur settar án þess að hafa þessa vinnu? Væri þá ekki frekar vændi sem myndi aukast?
Hverju skiptir hvort þarna inni séu fallegar eða ljótar konur, ég náði ekki alveg þeim punkt.
En allavega, til hamingju með að vera svona svakalega falleg.
bestu kveðjur,
kundera
0
Gmaría:
“Fallega stúlkan við súluna kann nefnilega að vera þræll fátæktar úr öðru landi vinnandi vinnu sem henni líkar ekki.”
Á grundvelli þess hér fyrir ofan viltu banna nektarstaði. Það er fáránlegt að segja að af því að einhver stúlka GÆTI hugsanlega verið þræll fátæktar eins og þú orðar það, að þá ætti að banna hinum stúlkunum, sem strippa af eigin vilja, það.
Ég ætla ekki að vera að koma með nein sérstök rök, heldur bara að benda á það eins og margir aðrir, að ef ég er ekki að skaða neinn annan en sjálfan mig á því sem ég geri, ætti mér svo sannarlega að vera frjálst að halda því áfram.
Ps. Ég hef aldrei farið á nektarstað, áður en þið farið kannski að kalla mig sveittan kynsvelta karlrembu.
0
chow.
Ég er þér algjörlega ósammála.
Þú gleymir nefnilega því grundvallaratriði hve
MARGAR þær konur eru sem í raun eru hnepptar í fjötra slíks ástands, sem á sér birtingamyndir í því hve margar íslenskar stúlkur kjósa að stunda atvinnu með þessum hætti.
Þær eru nefnilega FÁAR.
Því er um að ræða erlenda starfsmenn er ég vil fullyrða að upp til hópa hafi leiðst út í atvinnustarfssemi sem þessa vegna fátæktar í sínum heimalöndum, m.a. Austur - Evrópu.
Það atriði að þú sért ekki að skaða neinn annan en sjálfan þig með athafnasemi þinni með heimsóknum á nektardansstaði, þá vil ég segja þér það að alla jafna stendur fjölskylda kring um hvern einstakling, faðir, móðir, eiginkona og ef til vill börn.
Allt sem þú gerir, er til fordæmis fyrir aðra í kring um þig, einnig, það að sækja nektardansstaði sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut af lífsmynstrinu sem aftur hefur áhrif á mótun siðgæðis almennt.
Ef til vill myndi foreldrum þínum ekki þykja mikið til um slíka þjónustu við þig, og ef þú ættir eiginkonu þá dreg ég mjög í efa að hún vildi sjá þig á slíkum stöðum, né heldur myndir þú að öllum líkindum vilja þurfa að segja börnum þínum frá því hvers vegna þú teldir þig þurfa að sækja slíka staði úr því að þú taldir þig hafa valið þér maka, sem þú hést við trúnaði, fyrir framan altarir, og axlaðir þar með, þá ábyrgð að verða foreldri barna þinna.
Sú hegðan giftra karlmanna að kaupa sér aðgang að glápi á naktar konur, ER FRAMHJÁHALD, og algjört siðleysi að mínu áliti og því til viðbótar algjör vanvirðing við börn þeirra.
Vegna þess að þeir hinir sömu láta þar ráða ferð stundarhagsmuni þjónkunar við eigin kynhvatir , burtséð frá ÖLLU ÖÐRU, s.s. virðingu við eiginkonu og börn, eyðslu í ónauðsynlega hluti,
því maðurinn lifir þótt þjónkun við kynhvatir sé í meðallagi, en deyr ef hann á ekki fyrir mat.
Þegar menn hvort sem er um að ræða konur eða karlmenn sem missa sjónar á þessum grundvallarlögmálum, mannlegs lífs og virðingu fyrir því er á ferð ákveðin siðhnignun, hvað varðar virðingu fyrir þeim lögmálum er fylgt hafa mannkyni um aldir og vestræn menning með kristnum viðhorfum byggir á í þeim ramma er mótaður hefur verið í hverju samfélagi fyrir sig.
Það er því þannig að hver sú hlið sem reynt er að brjóta burt úr þeim ramma sem mannkyn hefur mótað í hvaða samfélagi sem er, hefur för með sér breytingar hvers eðlis sem er sem leiða af sér þróun á einhverja vegu.
Bann við einkadansi er sjálfsagt og eðlilegt í samfélagi með það menntunarstig sem vort samfélag hefur til að bera, alveg burtséð frá atvinnuréttindum í þessarri starfssemi.
Það skortir hins vegar á að þessi atvinnustarfssemi sé ekki flokkuð sem “ menning ” og hampað sem hluta af hinum einstökum einkennum
höfuðborgar landsins.
Því þarf að breyta og færa starfssemina burt úr miðborginni svo stjórnvöld geti talist sinna hlutverki sinu sem skyldi.
kveðja.
gmaria.
0
Hæ kundera.
Svo þetta vekur hjá þér óhug já….Það er ekki rétt hjá þér að minn hugsunarháttur sé uppspretta af einhverjum ógeðslegum heildarlausnum. Ég hef hvorki í hyggju að stuðla að því að kommúnismi, fasismi eða jafnvel þessar hugmyndir hans Platós um að ala börn upp hjá ríkinu og allt það rugl hjá þeim annars merka manni komist á. Það verður engin “heildarlaus” sem “tryggir” að allir séu hamingjusamir, nei. Ég er ekki vangefin, ég veit bara að litlir hlutir hafa áhrif á stóra hluti.
Auðvitað á fólk að fá að velja sjálft sína hamingju, það er enginn meira sammála því en ég…En hversu frjálst er fólk? Hafa auglýsingar, bíómyndir, skoðanir kunningja og vina, nágrannans, fólksins sem við vinnum með, tískan, hvað er “inn”, hvaða öðrum möguleikum er haldið að okkur, og svo framvegis virkilega engin áhrif á það hvaða hamingju flestir velja sér? Það smáa hefur áhrif á hið stóra. Ég hef ekkert tjáð mig nákvæmlega um HVAÐ ég er að meina, enda of langt og flókið mál hér, en þú stimplar mig undir eins sem “STALIN RÚLAR -HITLER SAGÐI OKKUR LAUSNINA - ORKU-KRISTALLAR REDDA ÖLLU - HERBALIFE FRELSAR MANNKYNIÐ - OFSA-TRÚAR - ÞAÐ ER SVO GAMAN Í KROSSINUM, TAKTU VIÐ JESÚS OG ÞAÐ VERÐUR ALLT FULLKOMIÐ - VERÐUM ÖLL EINS OG OSAMA BIN LADEN - GÚRÚINN MINN MUN BREYTA LÍFI ÞÍNU - týpuna ” ?! Hehe :) Það er nú bara talsvert fyndið enda langt frá sannleikanum sem betur fer.
Auðvitað væri fáránlegt að dæma hamingju annara af því hvernig það VIRÐIST en ég hef nú TALAÐ við svona stelpur sem höfðu mikla reynslu af þessum heimi og sögðu mér að mikil óhamingja væri bara reglan hjá þessum stelpum. Þessar voru reyndar hættar í þessu starfi og varla að missa viðskiptavin með að vera ekki með eitthvað leikrit “ji, ég er svo hress og sæt og mér finnst þetta svo gaman, ég er bara að þessu afþví mér finnst gaman að sýna mig og fá peninga” leikrit í gangi, enda hættar þessu, bara að tala við mig og algjör óþarfi fyrir þær að láta þannig. Þær sögðu mér að hamingjusama manneskju sé bara ekki að finna í þessu starfi, og höfðu þær kynnst nokkur hundruð svona stelpum. Kannski ekki há-vísindaleg sönnun, en þessar stelpur voru greinilega ekkert að ljúga.
Myndi vændi bara aukast ef þessir staðir væru ekki til? Er það sem sagt afsökun fyrir ástandinu í Austur Evrópu? Nei, það finnst þér auðvitað ekki. Málið er að það þarf að koma með raunverulegar lausnir.
Auðvitað skiptir engu máli hvort þarna voru fallegar eða ljótar konur, ég tók þetta bara fram þar sem ég hélt að þú værir að meina þetta með þessa meintu öfund annara stelpna á þessum stelpum , þar sem ég las þetta svar þitt ekki í samhengi við hverju þú varst að svara og bið ég bara afsökunar á því:)
0