Ég verð að játa að ég var hér um bil búinn að afskrifa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og fannst öll spenna vera horfin úr þessu.
En Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið öllum á óvart og er kominn ansi nálægt R-listanum.
Og það sem kemur meira á óvart er hvernig þeim tókst það.
Ég held að sumir innherjar geti eignað sér hluta af heiðrinum.
En hvernig tókst þeim að halda sér inni í leiknum?
Það er allavega ljóst að það var ekki með því að tala svo mikið um hvað þeir ætla að gera ef þeir komast að.
Og þeim mun síður er það vegna útskýringa þeirra HVERNIG eigi að framkvæma loforðalistann.
Það hefur nefnilega ókup lítið verið talað um þetta.
Það sem er að bjarga Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík frá niðurlægingu eru endurtekningar á vafasömum túlkunum á stefnu eða orðum R-listamanna.
Endalausar fullyrðingar um að Ingibjörg ætli að hætta strax eftir kosningar.
(Talandi um endurnýtingu, var þetta ekki notað fyrir fjórum árum og jafnvel líka fyrir 8 árum?)
Alveg sama hvað Ingibjörg vísar þessu oft á bug er áfram komið með tilhæfulausar staðhæfingar um að einhver annar sé að verða borgarstjóri.
Rándýrt myndband um Geldinganes er sýnt í hverjum auglýsingatímanum á fætur öðrum þar sem myndbrellumeistarar taka hálft nesið í burtu og skilja sárið eftir opið.
En hvað er þetta annað en lýgi þegar grjótnámið nemur aðeins 3% af flatarmáli Geldingarness.
Og jafnvel þó Sjálfstæðismenn vita að ekki verður byrjað að byggja þar fyrr en í fyrsta lagi eftir 15 ár þá endurtaka þeir tugguna um tvöfallt umhverfisslys.
Þeir ættu að kynna sér Kárahnýkavirkjun sem nota bene þarf lán til þess að byggja.
Við getum haldið áfram og kíkt á fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Það er tönglast á tapinu í fyrra þegar staðreyndin er sú að árið í fyrra var undantekningin sem sannaði regluna og bara á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs er hagnaðurinn tæpir 1,5 milljarðar.
Telja sjálfstæðismenn sig virkilega þurfa að beita svona brögðum til þess að eiga möguleika í Reykjavík?
Kveðja,
Ingólfur Harri