Vissir þú að Ríkið hirðir 91% af hverri flösku sem þú kaupir í ÁTVR. Hver er ástæða þess að Íslendingar þurfa að kaupa áfengi á uppsprengdu verði í sérverslunum reknar af ríkisvaldinu? Eru Íslendingar eitthvað frábrugðnir öðrum Evrópubúum? Er hættara við því að Íslendingur verði alkólisti en Hollendingur ef áfengi er ódýrara?
Ég tel að þessi stefna ríkisins sé ekki til þess gerð að minnka áfengisdrykkju. Sá sem ætlar sér að drekka áfengi mun gera það hvort sem hann kaupir landa, vanilludropa eða bjór á uppsprengdu verði. Þessi áfengisstefna mun t.d. ekki minnka líkurnar á því að Íslendingar verði að alkólistum heldur þveröfugt ef eitthvað. Erum við ekki bara að gera áfengi meira spennandi með þessu móti? Ef við horfum einnig raunsætt á 20 ára aldurstakmarkið þá vita allir að um 16 ára aldurinn eru flestir byrjaðir að drekka. Hvort er betra að unga fólkið drekki bjór frá viðurkenndum aðilum eða landa brugguðum í efra Breiðholti? Þarf að spurja að þessu? 18 ár væri nær í lagi. Ég veit vel að það eru margir sem hafa áhyggjur því að drykkja færi úr öllu valdi ef bjór fengist í búðum og áfengisskattur beinlínis aflagður. Lausnin er einfaldlega ekki að banna allt og setja höft og skatta til að minnka neyslu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem útlendingar setja mest út á þegar þeir heimsækja landið og eru Íslendingar að leggja sterkari áherslu á ferðaiðnaðinn. Er ekki kominn tími til að breyta þessu?
Ég t.d. skil ekki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd hér í öll þessi ár, tönglandist á frelsi einstaklingsins og einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hvernig stendur á því að þessi úrelta stefna er enn við lýði?
<b>Svona til frekari upplýsinga þá er hlutur:</b><br>
Innflytjandans: 3,3%<br>Vsk: 19,7 %<br>Álagning ÁTVR: 5,2%<br>Áfengisskattur: 66,6%<br>Hlutur framleiðandans: 5,8%<br><br>
Þetta er náttla bara BULL.