Kæra danna.
Það er alveg rétt hjá þér að fæðingarorlofið er allt of stutt og við Íslendingar langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum í þessu efni, sem ýmsu öðru.
Hins vegar hvað varðar vinnu beggja foreldra utan heimilis þá ber fólk hlutfallslega lítið úr bítum
ef tekið er með skattadæmið í heild.
Sjálf tók ég þá ákvörðun þegar barn mitt hóf skólagöngu að minnka við mig vinnu niður í 60 % starf úr fullu starfi fyrsta skólaárið, til þess að geta verið heima þegar barnið kom úr skóla.
Raunin var sú að ég lenti innan skattleysismarka og hafði í raun lítið minni ráðstöfunartekjur,
vegna hinnar háu skattprósentu í tekjuskatti í þeim láglaunaskalla sem mitt launaða starf þá
var. Þess skal þó geta að ég hafði þá ein með höndum ábyrgð foreldris,
sökum þess að faðir féll frá, þ.e. sem einstæð móðir, sem er ekki sama staða skattalega og hjá fólki í hjónabandi.
Hjónabandið hefur nefnilega
ekki þá skattalegu stöðu sem skyldi í voru samfélagi, m.a. hvað varðar millifærslu skattaafsláttar að fullu milli maka.
Sökum þessarar kjánalegu stefnu sem hefur verið og er enn í gildi var fyrsta skref heimgreiðslna
þeirra sem Davíð Oddsson tók upp sem borgarstjóri í Reykjvík,til foreldra án tillits til stöðu, fyrsta skrefið til þess að gæta hagsmuna barna sem eiga rétt á því að fá að njóta samvista við foreldra sína og foreldra að eiga einhvern valkost til þess hins sama.
Markmiðið með þessum greiðslum í upphafi var að þær ykjust krónutölulega séð, stig af stigi, mér best vitanlega, en nýjir aðilar komu að málum sem ákváðu því miður að afleggja þessa aðferð fyrri
borgarstjórnar eins og hún lagði sig og fara að tillögum þáverandi forystu þeirra er höfðu menntað sig til fóstru ( leikskólakennarar nú) sem þá mótmæltu harðlega þessum greiðslum, sem ég hef reyndar aldrei skilið, því á þeim tíma voru til rannsóknir sem sýndu hið gífulega mikilvægi dvalar foreldra með börnum sínum gegnum þroskaskeið frumbernsku, sem menntun þessi innihélt.
Ekki var heldur um að ræða að starfsöryggi væri ógnað því ekki hafðist þá undan að mennta til starfa þessara.
Þær pólítísku áherslur sem núverandi aðilar í höfuðborginni hafa viðhaft í þessu efni eru því engan veginn barnvænar að mínu mati, þar sem börn hafa mátt þurfa að fara fyrst til dagmömmu svo á leikskóla, vegna þess að “eðlilega” hefur ekki tekist að byggja upp nægilega mikið af nýjum leikskólum til þess að þjóna hinni auknu íbúatölu, sem fólksflutningar af landsbyggð og erlendis frá hafa orsakað.
Með góðri kveðju.
gmaria.
Kæra gmaria!
Þú gerðir sem sagt eins og fjölmargir aðrir Íslendingar (sérstaklega konur), vegna þess að aðstæður bjóða oft ekki upp á annað, að minnka við þig vinnu tímabundið. Ég er viss um að það hefur verið barni þínu mjög til góðs en það er ekki málið hér.
Málið sem við vorum að ræða eru hinar s.k. heimgreiðslur Sjálfstæðisflokksins. Þær hefðu ekki nýst þér í ofangreindu dæmi, (barnið eldra en 6 ára), og þær nýtast ekki heldur fólki sem minnkar við sig vinnu þó svo barnið sé á leikskólaaldri. Því greiðslurnar voru skilyrtar því að ekki væri notuð þjónusta á vegum hins opinbera, þ.e. hvorki borgarreknir leikskólar né niðurgreiðsla til einkarekinna leikskóla.
Og ég skil vel reiði leikskólakennara því með þessu var verið að segja hreint út að starf þeirra væri svo slæmt að fólk ætti frekar að taka þann kost að vera heima með smánargreiðslur frá borginni en að nýta sjálfsagða nútímalega þjónustu. Þjónustu sem hefur verið margsannað að sé börnum góð og holl, örvi þroska þeirra og sjálfstæði.
Það er nefnilega staðreynd að það er ekki málið hversu lengi við erum með börnunum okkar, heldur hvernig við notum þann tíma. Og hvort skyldi sinna barninu sínu betur, útivinnandi foreldri sem þráir samskipti við barnið sitt eftir krefjandi en samt gefandi vinnudag eða heimavinnandi húsmóðir sem hefur engan félagsskap annan en blessuð börnin og þráir samskipti við fullorðið fólk og langar e.t.v. til að vinna við fagið sem hún e.t.v varði mörgum árum í að mennta sig til. Auðvitað er þetta ekki alltaf svona en í mörgum tilvikum.
Þessi hugsunarháttur (að “stofnanir” séu slæmar fyrir börn og að börn lendi hreinlega í dópi og rugli ef þau eru ekki heima hjá mömmu fyrstu árin) er heimóttarlegur og gamaldags og passar engan veginn inn í nútíma lífshætti. Hann grefur undan jafnrétti kynjanna, hann hamlar sjálfsagðri atvinnuþátttöku kvenna og hann grefur undan starfsímynd faglegra stétta s.s. leikskólakennara. Það sem verst er, hann eykur á sektarkennd íslenskra foreldra yfir því að standa sig hvorki sem foreldri né launþegi. Og ekki er það nú á bætandi.
Ég vil sjá nútímalegri aðferðir við að gera samfélagið okkar fjölskylduvænt.
Við erum ekki lengur fastar við eldavélarnar.
O.k. nú er mér orðið heitt í hamsi.
En ég er nýkomin úr fæðingarorlofi. Naut þess að eiga þennan tíma með drengjunum mínum tveimur.
En hvaða börn haldið þið að hafi verið oftast “á beit” hjá eldri syni mínum (í svona nokkurn veginn hálfu fæði hér heima), aldrei neinn heima hjá þeim, afskipt börn, aldrei neinn til að sækja þau þegar komið var að kvöldmat?
Börn hinna heimavinnandi húsmæðra.
Góðar kveðjur
danna
0
Kæra gmaria!
Þú gerðir sem sagt eins og fjölmargir aðrir Íslendingar (sérstaklega konur), vegna þess að aðstæður bjóða oft ekki upp á annað, að minnka við þig vinnu tímabundið. Ég er viss um að það hefur verið barni þínu mjög til góðs en það er ekki málið hér.
Málið sem við vorum að ræða eru hinar s.k. heimgreiðslur Sjálfstæðisflokksins. Þær hefðu ekki nýst þér í ofangreindu dæmi, (barnið eldra en 6 ára), og þær nýtast ekki heldur fólki sem minnkar við sig vinnu þó svo barnið sé á leikskólaaldri. Því greiðslurnar voru skilyrtar því að ekki væri notuð þjónusta á vegum hins opinbera, þ.e. hvorki borgarreknir leikskólar né niðurgreiðsla til einkarekinna leikskóla.
Og ég skil vel reiði leikskólakennara því með þessu var verið að segja hreint út að starf þeirra væri svo slæmt að fólk ætti frekar að taka þann kost að vera heima með smánargreiðslur frá borginni en að nýta sjálfsagða nútímalega þjónustu. Þjónustu sem hefur verið margsannað að sé börnum góð og holl, örvi þroska þeirra og sjálfstæði.
Það er nefnilega staðreynd að það er ekki málið hversu lengi við erum með börnunum okkar, heldur hvernig við notum þann tíma. Og hvort skyldi sinna barninu sínu betur, útivinnandi foreldri sem þráir samskipti við barnið sitt eftir krefjandi en samt gefandi vinnudag eða heimavinnandi húsmóðir sem hefur engan félagsskap annan en blessuð börnin og þráir samskipti við fullorðið fólk og langar e.t.v. til að vinna við fagið sem hún e.t.v varði mörgum árum í að mennta sig til. Auðvitað er þetta ekki alltaf svona en í mörgum tilvikum.
Þessi hugsunarháttur (að “stofnanir” séu slæmar fyrir börn og að börn lendi hreinlega í dópi og rugli ef þau eru ekki heima hjá mömmu fyrstu árin) er heimóttarlegur og gamaldags og passar engan veginn inn í nútíma lífshætti. Hann grefur undan jafnrétti kynjanna, hann hamlar sjálfsagðri atvinnuþátttöku kvenna og hann grefur undan starfsímynd faglegra stétta s.s. leikskólakennara. Það sem verst er, hann eykur á sektarkennd íslenskra foreldra yfir því að standa sig hvorki sem foreldri né launþegi. Og ekki er það nú á bætandi.
Ég vil sjá nútímalegri aðferðir við að gera samfélagið okkar fjölskylduvænt.
Við erum ekki lengur fastar við eldavélarnar.
O.k. nú er mér orðið heitt í hamsi.
En ég er nýkomin úr fæðingarorlofi. Naut þess að eiga þennan tíma með drengjunum mínum tveimur.
En hvaða börn haldið þið að hafi verið oftast “á beit” hjá eldri syni mínum (í svona nokkurn veginn hálfu fæði hér heima), aldrei neinn heima hjá þeim, afskipt börn, aldrei neinn til að sækja þau þegar komið var að kvöldmat?
Börn hinna heimavinnandi húsmæðra.
Góðar kveðjur
danna
0
Afsakið að þetta kom tvisvar en tölvan sleit internetsambandið í miðju kafi!
0
nei, ekki fyrirgefðu.
Þú ert jafn mikill auli og hún ingibjörg sólrún.
“þar til ég fæ algera og fullkomna viðurkenningu frá ykkur þá eruð þið ekki neitt fyrir mér”
-veggjakrot niðrá hlemm
0