Það er alltaf jafn fróðlegt að fylgjast með loforðaflóðinu sem dynur á manni fyrir kosningar í landinu, þar sem hver um annan þveran keppist við að lofa að gera betur en hinn, þótt allir geri ætíð sitt besta.

Keppnisandinn og vígahamurinn virkjar hinn venjulega mann til þess að standa vörð um “ sína ” á hverju sem dynur og oft fara þar rök fyrir lítið, svo mikið er víst.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna fyrrverandi borgarstjóri sem nú er forsætisráðherra hefur síkar vinsældir meðal almennings sem raun ber vitni. Sá hinn sami náði nefnilega að ég held, að efna sín kosningaloforð í höfuðborginni, á sinum tíma og reisti einnig ráðhús og lagaði ásýnd Reykjavíkur að mun með því að gera Öskjuhlíðina þolanlega á að líta, þrátt fyrir tankadraslið.

Það kosningaloforð sem hann efndi og mér er hugstæðast er það að taka upp heimgreiðslur til foreldra ungra barna sem valkost í stað þess að byggja og byggja stofnanir til daggæslu barna.

ÞVÍ MIÐUR var það fyrsta verk núverandi borgarstjóra að afnema þetta atriði sem þó skipti að mínu mati verulegu máli sem valkostur ekki hvað síst vegna láglauna kvenna á vinnumarkaði þar sem það borgar sig engan veginn að vinna frá ungum börnum, svo ekki sé minnst á hinn tilfinningalega þátt sem hver einstaklingur býr að fyrir lífstíð að fá að eyða tíma með foreldri á mótunarskeiðum lífsins og er í raun forvörn forvarnanna yfir höfuð.

Þetta valfrelsi foreldra, sem fyrrverandi borgarstjóri hóf, og hefur verið tekið upp í öðrum sveitarfélögum, var þvi að engu haft
í höfuðborginni,
sem er mjög miður.

kveðja.
gmaria.