Um það verður ekki deilt að skuldir Reykjavíkurborgar hafa nífaldast á þeim átta árum sem R-listinn hefur farið með völdin í borginni. Þessi skuldaaukning staðfestir án vafa, slæma fjármálastjórnun R-listans. Það blasir við að á síðasta ári jukust skuldir borgarinnar umfram áætlun um fjárhæð sem nemur heildarskuldum borgarinnar árið sem R-listinn tók við völdum. Í gær var í Ráðhúsinu haldinn almennur borgarafundur um borgarmálin, þar sem leiðtogar framboðanna 6 tókust á og fengu spurningar utan úr sal, og var mikið spurt um fjárhagsstöðu borgarinnar, enda er þetta eitt mesta hitamálið í þessum kosningum.

Björn Bjarnason kom fram með beinharðar staðreyndir um stöðu borgarinnar, sem hafa ekki verið hraktar með rökum, leiðtogi R-listans beitti (eins og venjulega) sömu úrræðunum við að svara fyrir sig. Hún beitti útúrsnúningum, svaraði engu nema með því að koma með útúrsnúninga og það segir allt sem segja þarf. Leiðtogi R-listans getur ekki andmælt málflutningi Björns með því að koma með rök til að styðja mál sitt, heldur er bara snúið útúr því sem hann segir og reynt að gera honum upp skoðanir. Þessi málflutningur er ekki boðlegur þeim sem hafa kynnt sér stöðu mála og vilja skýr svör. Leiðtogi R-listans getur ekki svarað hreint út, enda gæti það komið henni illa, enda tala staðreyndirnar skýru máli: það er staðreynd að skuldirnar hafa nífaldast og því verður bara ekki neitað!

Ásgeir Friðgeirsson skrifar í dag góða grein á Pressuna á strik.is, þar sem hann líkir skuldasöfnun borgarinnar við skuldasöfnun á heimili úti í bæ. Spurt er: Hvað myndir þú gera ef maki þinn þín hefði séð alfarið um heimilisbókhaldið í 8 ár og um leið nífaldað skuldir heimilisins á þessum tíma? Myndir þú bara segja; þetta er allt í lagi, elskan, mér kemur þetta ekkert við, haltu bara þínu striki og haltu áfram að auka skuldirnar? Ónei, ég er nú hræddur um ekki. Ég myndi ekki sætta við það frekar en að ég sætti mig ekki við skuldastefnu R-listans, svo mikið er alveg víst.

Eða eins og Ásgeir segir: “Þannig er málum fyrir komið á mínu heimili að konan veit ekki bara sínu viti heldur er hún eldklár og rekur eigið fyrirtæki. Hún hafði sumsé verið að fjárfesta og hafði leitað á náðir lánadrottna. Hún segir að hún hún bæði tekið lán til uppbyggingar á fyrirtækinu auk þess sem hún hafi keypt í ýmsum öðrum fyrirtækjum þegar tækifæri gáfust. Hún segir mér að hafa ekki áhyggjur af þessu vafstri því afkoma fyrirtækisins sé góð auk þess arður af öðrum fyrirtækjum er nægur til að greiða niður öll þessi lán. Hún segir að þetta séu gullmolar sem eigi eftir að gera okkur rík. Reyndar kom það í ljós þegar ég gekk á konuna að það væru ýmis rekstarlán heimilisins á fyrirtækinu svo sem eins og kaupleigan á bíl dótturinnar og lánið á sumarbústaðnum. Þá kom í ljós að þegar við förum út að borða fer það oftast á reikning fyrirtækisins og eins er konan í þesskonar rekstri að hún getur fært á fyritækið ýmsan kostnað við sig. Ég hef ákveðið að gera ekki mál úr þessu að sinni en átta mig þó á að þetta getur haft áhrif á fullyrðinguna um að launin dugi fyrir hinum daglega rekstri heimilisins. Það nagar mig engu að síður að við getum hugsanlega verið að eyða um efni fram. En það er konan sem ræður ferðinni. Fjandakornið, - ekki skil ég við hana. Og þó …? Ætli aðrir hlutir skipti ekki meira máli.”

Hvað ættum við að gera, eigum við ekki að taka völdin af R-listanum (konunni á þessu heimili). Ójú, fellum R-listann!

stebbifr
kasmir.hugi.is/stebbif