Hvað þýðir frelsi fyrir þig?
Eða nánar tiltekið hvad myndi það þýða fyrir þig ef tekjuskattur, eignaskattur, bensinskattur…og allir hinir “-fylltu-í-eyðuna-”skattarnir (fyrir utan kanski 5-10% virðiskaukaskatt) væru afnumdir? Skólarnir, Sjúkrahúsin, RÚV og flest allar eignir ríkisins yrðu seldar og Iðntæknistofnun, Landbúnaðarráðuneytið, Útfluttningsráð, Útihátiðanefnd Alþingis og allt hitt óþarfa bullið einfaldlega lagt niður? Fíkniefni væru lögleidd ásamt vændi og Red Bull-orkudrykknum?
Ríkið myndi hætta að reyna að stjórna þínu lífi og yrði bundið niður við að gæta þinna grundvallar mannrétinda?
Já, það myndi þýða engar meiri atvinnuleysis- og öryrkjabætur, enginn þróunnaraðstoð eða landsbyggðarstyrkir og það myndi þýða að almannatryggingar, ókeypis menntun og ókeypis heilbrigðiskerfi heyrðu sögunni til. En það myndi ekki þýða að tryggingar, menntun og heilbrigðisþjónusta væru úr sögunni.
Þvert á móti, í staðinn fyrir skóla sem þurfa að þóknast skriffinnum uppí Alþingi, myndum við fá skóla sem myndu þurfa að þóknst ÞÉR til að lifa af. Í staðinn fyrir heilbrigðiskerfi sem einkennist af niðurskurðum, verkföllum, biðlistum og almennu vonleysi, myndum við fá kerfi sem væri í stöðugri þróun (rétt eins og öll einkafyrirtæki og þjónustur eru í sífelldri þróun). O.s.frv.
Það myndi þýða að Pétur og Páll gætu gengið inní næsta apótek og keypt sér kók eða spítt. En Pétur og Páll geta hvort sem er gengið niðrí bæ og keypt sér í nös, með banni við fíkniefnum er einungis verið að gera þeim lífið erfiðara. Ómeðvituð skaðsemi ríkisvaldsins nær hámarki í hinu fáránlega banni gegn fíkniefnum sem rekur verðið upp um a.m.k. 15.000%! Sem og aftur neyðir neytendur til að ræna og meiða saklaust fólk(mig og þig) til að fjálmagna neysluna. Bannið gerir það að verkum að efnin og aðferðirnar sem neytendur nota eru mjög óöruggar. Það er þess valdandi að fangelsin eru yfirfull og að grunnskólarnir eru orðnir vettfangur fyrir eiturlyfjasala. Að ónefndum öllum skattpeningunum(þínum) sem eytt er í fíknó, fangelsun, tollgæslu o.s.frv.
Að lokum, hvort sem þú hefur e-d að gera með fíkniefni eða ekki, þá tapar ÞÚ í þessari baráttu.
Frelsi þýðir að í staðinn fyrir að vera neyddur til að bera ábyrgð á öllum öðrum en sjálfum þér í samfélaginu, bærir þú ábyrgð á þér. Þinn líkami væri þinn eiginn, enginn boð og bönn frá siðferðishræsnurum.
Síðast en ekki síst, þá myndi það þýða að þú myndir fá u.þ.b. tvöfalt meiri laun en í dag, sem þú gætir notað til að bæta líf þitt og þeirra sem eru í kringum þig. Þú gætir valið hvernig heilbrigðistrygging hentaði þér og þinni fjölskyldu, þú gætir sérsniðið menntun barna þinna að þeirra óskum og þú gætir valið hvernig þér þætti skynsamlegast að spara fyrir framtíðina. Og allt mun ódýrara en það er í dag.
Þú gætir gefið meira í þá góðgerðarstarfsemi sem þú treystir best, styrkt fátæk börn til menntunnar eða gefið í sjóði sem kaupa land til að vernda óspillta náttúru o.s.frv.
Þetta væri bara byrjunin. Frelsi og hagsæld haldast hönd í hönd; hagvöxtur og kaupmáttur myndu rjúka upp*, samkeppni myndi aukast á öllum sviðum og fyrirtækjum fjölga, og laus undan óraunverulegum atvinnureglugerðum gætu þau þóknast þér mun betur. Svo ekki sé minnst á að erlendir fjárfestar og fyrirtæki myndu flykkjast til landsins.
….og hvað með þá sem minna mega sín?
Þeim myndi fækka. Atvinnuleysi myndi samansem hverfa. Þeir sem væru í atvinnuleit ættu í engum erfiðleikum að finna sér vinnu, og hinir sem nenna ekki að vinna myndu einfaldlega neyðast til að vinna.
Örykjar, fatlaðir og þeir sem raunverulega þurfa á hjálp að halda? Þeir myndu fá hjálp frá fólki sem hefur ósvikinn áhuga á að hjálpa öðrum, einkarekin góðgerðar starfsemi sem skilar sér mun betur til þeirra sem hana þurfa en ríkisrekin valdbeyting.
Hvernig get ég leyft mér að halda þessu fram?
Bandaríkin á fyrsta helmingi síðustu aldar. Það var ekkert stríð gegn eiturlyfjum og eiturlyf voru minna vandamál en áfengi er í dag. Glæpatíðnin ver einn fimmti af því sem hún var við lok 20.aldar.
Medicare og Medicaid, ríkisreknu hlutar bandaríska heilbrigðiskerfsins, voru ekki til og heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum var sú besta í heiminum. (Þeir fáu sem virkilega þurftu á hjálp að halda en höfðu ekki efni á læknisþjónustu gátu leitað til góðgerðarspítala.) Ríkisstjórnin gaf ekki hverjum þeim pening sem nennti að ganga útí póstkassa mánaðarlega og fátækt var ekki skandall eins og staðan er í dag. Utanríkisstefna Bandaríkjanna var mun umsvifaminni og gékk ekki útá að styðja réttu fúlmennin til valda eða að skófla milljörðum í erlenda valdhafa.
1950 þurfti að meðaltali einungis eitt foreldri að vinna úti til að viðhalda heimilinu, læknar heimsóttu sjúklinga og -verstu- skólarnir þá voru betri en -bestu- skólarnir í dag.
Auðvitað var samfélagið ekki fullkomið.(Til var fólk sem eyðilaggði líf sitt með eiturlyfjum rétt eins og til er fólk sem eyðileggur lif sitt með áfengi, óhollum mat eða of miklu kynlífi!) En um 1950 voru skuldir bandaríska ríkisins um 20 sinnum lægri en núverandi skuldastaða, skattar rúmlega helmingi lægri og umsvif ríkisins einn fimmti af því sem þau eru í dag! Og ástandið var mun betra.
Tímarnir breytast og mennirnir með, en lögmálin um orsök og afleiðingu breytast ekki. Valdbeyting mun ávallt kalla fram mótþróa, eins og frelsi og samvinna kalla á hagsæld. Stórt ríki auðveldar þér ekki lífið heldur erfiðar það.
Stjórnmál snúast um vald, vald yfir eigum og gjörðum annarra. Ríkið er ekki þjónninn þinn heldur meistari, meistari sem með hverju ári seilist til meiri áhrifa yfir þínu lífi. En, þó að margir vilji halda öðru fram, er samfélaginu enginn greiði gerður með lögum sem brjóta á réttindum þínum eða ræna þig afrakstri vinnu þinnar.
Hvernig væri að leyfa þér að lifa þínu lífi eins og þú vilt, óháð því hvad öðrum, m.a. meirihlutanum, finnst?
Hvernig væri að gefa þér tækifæri á að búa tl betra samfélag?
friður
badmouse
* “Indeed, according to the Hoover Institution think tank, drug prohibition drives up the prices of drugs by approximately 17,000%.” tekið úr “Liberator Online, Vol. 7, No. 3” sem er að finna á síðunni www.self-gov.org
*“….U.S. would be approximately 4-8 times wealthier as a libertarian society” tekið upp úr bókinni “Healing our world” eftir Dr. Mary J. Ruwart, vel að merkja er hægt að skoða alla bókina á http://www.ruwart.com/Healing/
Upplýsingar um ástandið í Bandaríkjunum fyrr og síðar eru teknar upp úr bókinni “Why government doesn´t work” eftir Harry Browne. Einnig er hægt að fletta upp í bókinni “Historical Statistics of the United States, Colonial Times to 1970” eftir nánari upplýsingum.