Ég veit fyrir víst að í dag er mikið af ungu fólki sem hefur gríðanlegan áhuga á stjórnmálum og hafa allskyns áhugaverðar hugmyndir (eins og hefur verið á öllum tímum). Mér finnst það ekki óalgengt að undirrót þess sé óánægja með þjóðfélagið í heild sinni og í framhaldi af því kemur mikill vilji til algerrar umbyltingar.
Ekki er óalgengt að fólk eins og ég til dæmis spyrji sjálft sig:,, Afhverju ?, afhverju þarf þetta að vera svona?, þetta meikar ekkert sens!”
Svo ég ákvað svona með sjálfum að reyna skilgreina mótun þjóðfélagsins hverjar væru orsakir þess að hlutirnir væru eins og þeir eru.
Ótakmarkað frelsi, allar manneskjur eru jafnar, eignarrétt mætti ekki skerða (þar af leiðandi væru skattar ekki réttir) og fleira í þeim dúr er oftar en ekki umhugsunarefni margra.
Til þess að geta áttað sig á stoðum þjóðfélagsins þá skulum við semja dæmissögu; færum okkur aftur á núllpunkt þannig að við fengjum að velja okkar drauma samfélag. Við gefum okkur sem frumsendu að allir menn séu jafnir. Þá fáum við jafnframt út að hver maður á engan rétt á því að velja fyrir aðra svo hver maður ætti samkvæmt þessu að fá fullt frelsi til að velja fyrir sjálfan sig, frelsi sem enginn annar fengi leyfi til að skerða.
Fyrsta reglan í þessari Útópíu okkar væri þá: Allir menn eru jafnir, hver maður færi fullt og óskerðanlegt valfrelsi. Gullna reglan.
En hvernig eigum við þá að koma í veg fyrir að þjóðfélagið verði ekki ein upplausn og hvernig eigum við að fá fólk til að lifa í sátt og samlyndi? Með lögum og reglu? En væri það ekki skerðing á valfrelsi manna og stangaðist þannig á við gullnu regluna okkar sem við settum fyrst?
Ekki endilega, því svo undarlega vill til að í þeirri reglu felst einnig svigrúm til þess að setja ákveðin vísir að lögum og reglu fyrir þjóðfélagið. Samanborið við: Þú skalt ekki drepa annan mann. Afhverju ekki, hef ég ekki valfrelsi til þess? Nei í rauninni ekki því rétt túlkun á fyrstu reglunni væri sú að þú hefur fullt valfrelsi svo lengi sem þú skerðir ekki annar manna valfrelsi því þeir eiga alveg jafnann rétt á því eins og þú. Í þessu tilviki sem sagt: Ef þú dræpir mann þá væri þú að skerða frelsi þeirrar manneskju til þess að vera lifandi. Svo að í gullnu reglunni okkar fælist jafnframt sú regla að bannað sé að vega mann. Og flest öll önnur grundvallar lög eru sömuleiðis sprottnar úr sama meiði.
Það liggur samt sem áður ekki beint við afhverju til eru lög sem bannar manni að fremja sjálfsmorð og að vera í bíl án þess að vera í bílbelti. Ég er ekki að segja að þau lög séu óréttmæt heldur að maður þarf eflaust að fara mun flóknari leið til að réttmæta þau.
Það eru margir á því að réttast væri að losa sig við þriðja aðilann, stjórnvöld, “kerfið”. Stjórnleysingjar/anarkistar.
Við skulum til að byrja með hafa slíkt stjórnaform í þjóðfélaginu okkar. Við búum hver og ein á okkar bóndbýlum og sjáum sjálf um að framfylgja gullnu reglunni. Við erum tildögulega sjálfbær og þurfum ekki mikið samneyti við aðra enþá.
En þótt að satt sé að allir menn séu jafnir að rétti þá er því miður ekki hægt að segja að allir menn séu jafnir að þroska. Við getum í rauninni gefið okkur það að til sé fólk sem sjái sér auðvelda leið í því að brjóta gullnu regluna. Þjófar, morðingjar og glæpamenn.
Þú hefur frelsi til þess að velja að njóta ávaxta erfiðis þíns þar sem slíkt snertir þig fyrst og fremst og engan annan. Af því er sprottin krafan um eignarrétt. Ef þjófur rændi uppskeru þinni þá er sá hinn sami að skerða rétt þinn til að njóta ávaxta erfiði þíns.
Svo einhvernveginn verður maður að gæta eignarrétt síns. Þú átt kannski 100 hektara land og þú getur ekki lengur einn séð um það að gæta þess. Fyrst um sinn er fjölskyldan nóg en seinna eftir því sem meira verður um þjófa og ræningja sem ágirnast eignir þínar þá færð þú með þér í lið fólk sem þú treystir. Þú gerir með því samning að ef það sé í þínu liði og geri það þú vilt þá eftirlátir þú, stóreignarmaðurinn, því einhverja smáeign eða vísir á eign. Eftir því sem umsvif þín aukast þá þarfnastu meira að fólki til að gera samning við til þess að hjálpa þér við að halda í eignina. Þetta leiðir eignaréttur af sér.
Og hvað erum við komin með? Lítið konungsríki, þú átt landið, þú átt að vísu ekki þegnanna en þeir gefa þá hollustu sína fyrir það að mega vera með í liðinu og á landinu. Þú ert konungurinn og fjölskylda þín er það sem í raunverulegum konungsríkjum myndi kallast aðall.
Þetta hefur sína kosti en við megum ekki einskorð sjónarsvið okkar við ÞIG (þ.e. konunginn) heldur, vegna þess að allir eru jafnir, færa ÞIG núna sem einn af þegnunum. Og það er ekki ólíklegt að frá því sjónarhorni finnist þér þetta ekki sanngjarnt. Því valfrelsið gefur konungi þann kost að gefa syni sínum eignirnar við dauða sinn. En þegar mörgum kynslóðum síðar eru spilltir afkomendur að níðast á þegnunum vegna einhverskonar úrkynjun gullnu reglunar þá finnst þér að nú sé tími til komin að breyta til, að þetta sé greinilega ekki að virka.
Á grundvelli þeirra frumsendu að allir menn séu jafnir þá er hægt að færa rök fyrir því að allir menn eigi sama rétt í landið. Þannig að allir eiga landið saman. Hvernig skal þá stjórna. Hingað til hefur sá sem á landið stjórnað og það þarf ekkert að breytast. Allir eiga að fá að stjórna saman. Lýðræði. Og landið okkar er orðið að lýðveldi.
Það skiptir í rauninni ekki máli hvernig slíkt er framkvæmt svo lengi sem lýðurinn í heild sinni hefur óskorðað vald til þess að ráða. En eins og fyrirkomulagið er oft á tíðum þá virðist manni að það sé oftar en ekki ábótavant að þannig sé.
Í rauninni hef ég ekkert meira um það segja sem ekki hefur verið sagt marg oft.
Við höfum orðið samfélag sem innan skekkjumarka gós og ills er ekki svo frábrugðið okkar. Þegnarnir sem eru þegnar sjálf síns veita fólki sem það treystir umboð til þess að stjórna þjóðfélaginu svo umbætur geti átt sér stað og upplausn skapist ekki.
En hvaðan fær stjórnvöld þau völd. Það má segja að samfélagið sé jöfn og sameiginleg eign allra þegnanna og þeir hver og einn gefi samþykki sitt til þess að tilheyra samfélagi fjöldans með því að tilheyra því án þess að brjóta gegn vilja þess. Og þegar þeir tilheyra því þá fá þeir rétt til þess að veita samþykki sitt í hverjir skulu stjórna. Það er gert með atkvæðagreiðslu. Um það má svo deila hvort það sé næginlegt.
EN hvaðan fá stjórnendur í nafni heildarinnar leyfi til þess að skerða valfrelsi einstaklingsins? Þeir taka á sig þá ábyrgð að túlka gullnu regluna þannig að hægt sé segja hvað megi og hvað megi ekki. En ef einhver gerir eitthvað sem ekki má og brýtur þannig einhvernvegin á við gullnu regluna hvernig á þá að bregðast við?
Hafa þeir sem stjórna leyfi til þess að refsa fólki, skerða frelsi þess eða eins og stundum er gert: drepa það?
Samkvæmt gullnu reglunni þá er svarið nei. Það mega þeir ekki. Slíkt væri samkvæmt hefndarreglunni auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, og slíkt samræmist ekki því sem við höfum hingað til talið réttlæti og grundvöllur alls þjóðfélagsins. Því allit menn eru jafnir og þeim rétti er ekki hægt að fyrirgera (ætti í það minnsta ekki að vera mögulegt). Svo gullna reglan gildir alltaf.
En hvað er þá til ráða til þess að stemma stigu við glæpum? Jú það er til leið sem felst í því að sveigja reglurnar.
Í gamla daga tók fólk til þess ráð að dæma fólk í útlegð.
Þegar þú samþykkir að tilheyra samfélaginu þá gerir þú svona ósýnilegan samning við samfélaginu að í samþykki þínu felst að þú ætlir að tilheyra samfélaginu gagnvart því að ef þú brýtur gegn reglum þess þá fyrirgerir þú rétti þínu til þess að tilheyra því. Það er þitt val og samræmist þannig gullnu reglunni. Og ef þú brýtur eitthvað af þér ert þú sem sagt í rauninni sjálfur að velja að tilheyra ekki lengur samfélaginu og ferð í það sem kallað er útlegð.
EN nú til dags þá er ekki lengur til sá snefill af landi í heiminu sem ekki tilheyrir samfélagi svo hvert er hægt að senda fólk í burtu þá. Í hvers lags útlegð er þá hægt að senda fólk sem velur að brjóta reglurnar? Þar hefur orðið til svolítið sniðug aðferð. Hvert samfélag fyrir sig setur á fót agnarlitla snepla lands sem tilheyra ekki samfélaginu. Í kringum þessa snepla eru síðan byggð gríðarlega öflug landamæri sem enginn á að geta komist yfir og inn í samfélagið aftur. Þangað eru glæpamenn sandi í útlegð. Slíkt köllum við fangelsi.
Eins og um allt annað þá má um réttmæti þeirra deila en að mínu mati þá finnst mér þrátt fyrir alla galla fangelsanna þau vera lang skásti kosturinn en lengi má þó úr bæta.
Það er svo margt fleira sem ég vildi reyna skilgreina en ég næ ekki taki á en ég vona að þetta hafi, allavegna fyrir einhverja, útskýrt eitthvað.
Þess má geta að ég reyndi í fremstu lög að taka enga afstöðu bara útskýra afhverju hlutirnir eru svona.
Ég sjálfur er ekki nokk sáttur við hvernig hlutirnir eru en ef maður ætlar að gagnrýna eitthvað þá verður maður að gera það málefnalega með rökum og fullum skilningi á hverju maður er að gagnrýna.
Í þessari grein vildi ég fyrst og fremst finna smá skilning afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru.
nologo