Auðvitað eykur þetta hagkerfi landsins, nýir peningar inn í landið að utan sem verða borgaðir til baka af hagnaði fyrirtækisins, sem líka kemur að utan, en fer auðvitað að hluta til út aftur í afborganir en mikið helst eftir í tekjum til starfsmanna og ríkisjóðs.
“Þú bentir á að DeCode væri efnahagslega í góðum málum og þess vegna séu allar líkur á því að það muni aldrei reyna á þessa ábyrgð. Hvers vegna þurfa þeir þá ábyrgð? Geta stjórnmálamenn séð þetta en ekki hagfræðingar sem hafa beinan hag af því að taka rétta ákvörðun? “
Þeir hefðu geta farið ýmsar leiðir til að fara út í þessa fjárfestingu, eins og til dæmis flytja hana til USA eða landa innan ESB sem hafa með beinum og óbeinum aðferðum verið að styðja fyrirtæki sem þetta. ESB, USA og t.d. Noregur hafa þá opinberu stefnu að þau hlúi að fyrirtækjum sem þessum. Auðvitað hefðu deCODE því ekki þurft að leita til ríkisins og stjórnmálamenn Íslands ekki þurft að koma til móts við þá. Fyrirtækið hefði þá, sem er vitað, opnað í öðru landi sem hefur stjórn og stefnu meira í takt við heiminn í dag. Við hefðum kannski frekar viljað að deCODE hefði fengið þessa aðstóð frá öðru ríki í heiminum og opnað þar?
Amk. Að halda fram að þessi ríkistyrkjur hafi verið einhver forsenda fyrir þessum rekstri er firra. Það er hins vegar staðreynd að ábyrgðin er grundvöllur þess að þeir geri þetta hér á Íslandi!
”Svo hélstu bara áfram að lofa það hve frábær fjárfesting það væri að fjármagna DeCode, og færðir bara mjög góð rök fyrir því. Það er einmitt það sem ég hef alltaf sagt: Ef þetta er svona frábær fjárfesting, hvurn andskotann er ríkissjóður að skipta sér að þessu? Fjármálamarkaðurinn í hinum stóra heimi er nánast ótakmarkað stór. Eins og ég sagði áður þá er það hagur allra að leita þangað frekar en í valdbeitingu ríkisins. Þar fá menn meiri peninga ef þeir eru með arvænlegri hugmynd, og enginn er þröngvaður til neins, öllum er frjálst að fjárfesta eða fjárfesta ekki. “
20 milljarðar eru miklir peningar. DeCODE þurfti ekki ríkið til að fara útí starfsemina, það er alveg á hreinu. Þeir þurftu aðstoðina til að opna hana á Íslandi! Þetta er staðreynd sem hefur alltaf verið á hreinu. Þeir hefðu geta fjármagnað þetta með hlutafé, sem er skiljanlega ekki ákjósanlegur kostur eða með lánum og aðstoð með því að staðsetja sig annarsstaðar.
Það vita allir að ESB og Noregur hafa lagt mikið á sig til að bjóða fyrirtækjum í þessum geira vel, hafa þau sýnt áhuga á að staðsetja sig innan landamæra þess. Auðvitað hefði því markaðurinn alveg geta séð um þetta, bara ekki á Íslandi!
Ég er alveg sammála þér með frjálsa markaðinn og hvað hann er sterkur, þú hefur greinilega nákvæmlega sömu skoðanir og ég varðandi hann! Vegna hans hefði deCODE því getað opnað í mörgum öðrum löndum og látið fyrirtækið verða að veruleika. Ríkistjórn Íslands tók hins vegar þá ákvörðun að koma til móts við þá svo þeir veldu Ísland þar sem aðstæður hér voru ekki samkeppnishæfar því sem annars staðar býðst.
”Svo fær maður enn eina ferðina að heyra að þetta valdi tekjuaukningu fyrir ríkissjóð. Eins og ég sagði áður þá hlýtur það að valda meiri tekjuaukningu að fjármögnun fyrirtækja sé í höndum einkaaðila sem hafa hag af því að fjármagna það sem er arðvænlegast, því þannig hámarkast hagur allra og þar með ríkisins. Ríkið á ekki að vera að standa í fjárfestingum í von um að hámarka hagnað. Það gera einkarekin fyrirtæki. “
Fyrsta lagi, ríkið er ekki að ,,frjárfesta” og hámarka né að sækjast eftir neinum hagnaði! Um ábyrgð er að ræða ekki fjárfestingu, lán né nokkuð líkt, þetta er ábyrgð og ekkert annað!
Auðvitað veldur það ekki meiri tekjuaukningu að innlendir peningar fjármagni, eins mikla þversögn hef ég ekki heyrt lengi! Með því að þetta sé fjármagnað erlendis frá kemur inn nýtt fjármagn inn í hagkerfið sem notað er til að fjárfesta í tækjum, byggingum o.s.frv á Íslandi, ekki satt?. Mikill hluti af peningunum á eftir að fara til byggingaverktaka, verkfræðinga og starfsmanna hér heima, mikill hluti auðvitað líka úr landi þar sem flest tæki og tól eru smíðuð annars staðar í heiminum.
Þegar fyrirtækið er farið af stað er borgað af lánum með tekjum sem líka koma erlendis frá, hluti af þeim fer í laun til íslenskra starfsmanna og hluti fer til ríkisins í skatta o.s.frv.
Að baki deCODE standa svo eins og þú veist íslenskir fjárfestar sem auðvitað eiga eftir að njóta góðs af velgengni fyrirtækisins og ríkið í leiðinni.
Því liggur það í augum uppi að fá erlent fjármagn til að fjármagna er mun betra fyrir Ísland!
Það er erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því að með þessum hætti hagnist ekki allir eins og þú talar um, það er nefnilega nákvæmlega það sem gerist! Nýir peningar koma inn í landið svo íslenskir frjárfestar geta notað sína peninga til að fjárfesta í öðrum vænlegum íslenskum fjárfestingum, svo við töpum engu, eða er það? Við fáum 20 milljarða í nýju fé inn í hagkerfið og íslenskir fjárfestar hafa ennþá sína 20 milljarða til að fjárfesta í góðum fjárfestinum.
Ef íslenskir fjárfestar hefðu fjárfest hefðu 20 milljarðar farið úr öðru á íslandi í þetta. Engir nýir peningar flætt inn fyrr en fyrirtækið er orðið tilbúið og bæði farið að starfa og selja vörur. Tekur langan tíma og engir nýir peningar inn í hagkerfið.
Hvort ætli sé nú betra fyrir okkur með tilliti til hagfræðinnar? Augljóst enda stjórnar hér ríkistjórn sem tekur ákvarðanir með sóma.
Aftur, ríkið er ekki að fjárfesta í neinu. Það er ekki ein króna að fara frá ríkinu úr einu eða öðru í þetta verkefni! Það er auðvitað hægt að nota líkindareikning til að reikna út hversu miklar líkur það séu að ríkið endi með skuldarsúpu ef illa gengur en ef tekjur ríkisins eru teknar með í reikninginn og hagur hagkerfisins, minnkar þetta tap verulega. Svo ef illa fer sem eru auðvitað mun minni líkur á töpum við lítið (og ef það verður ekki fyrr en eftir mörg ár, sem er líklegra, verður ríkið eflaust búið að fá allt til baka í formi tekna), en ef vel gengur, þá græðir þjóðinn öll, strax! Ekki erfið ákvörðun að taka finnst ykkur?
”Þá kom fram það sem maður heyrir svo oft; fyrst alþingismennirnir eru sammála, hvernig getur þetta verið rangt? "fáranlega fáir [þingmenn á móti tillögunni] miða við mikið umtal sem segir okkur hvað? Gagnrýnin byggist á fáfræði og engu öðru." Ég hef áður bent á það að of mörg okkar hugsa svona. Hvernig getur verið að nautheimskur almúginn viti betur en alþingismennirnir? Mér finnst frekar sorglegt að sjá mann með svona sterkar skoðanir á stjórnmálum (þó þær séu sósíalískar) láta þetta út úr sér. Það er staðreynd að þingmenn munu samþykkja þessa tillögu. Það er líka staðreynd að einhverjir þeirra gera það þó ekki vegna eigin sannfæringar heldur vegna þessarra sömu sjónarmiða: Ef Dabbi segir það þá hlýtur það að vera rétt. Ég hef alltaf gert ráð fyrir að þetta frumvarp verði samþykkt. Það hindraði mig þó ekki í að skrá mig á mótmælalistann og reyna að kynna þennan lista fyrir öðrum. Það er mikilvægt að segja sína skoðun, jafnvel þó það hafi engin áhrif á endanlega ákvarðanatöku.”
Við höfum ekki hugmynd um hvernig rekstraráætlun deCODE lítur út! Þingmenn vita það og taka ákvörðun samkvæmt henni. Við kjósum fólk til að taka ákvarðanir fyrir okkur á 4 ára fresti. Kjósum menn sem við treystum og vitum að þeir með sannfæringu sinni taka ákvarðanir sem eru okkur í hag. Auðvitað hlýtur það því að vera góðs viti ef meirihluti alþingis, með fólk úr öllum flokkum samþykkir ábyrgðina. Sérstaklega með tilliti til þess að svo margir gagnrýna hana vegna prinsipa ekki vegna innihalds og uppskeru.
Fyndið að halda að Dabbi hafi svona mikil áhrif, margir úr öllum flokkum voru út um allt í skoðunum sínum. Til að mynda í byrjun var andstaðan einangruð aðeins við x-d. Hvar voru áhrif Dabba þá!
Auðvitað eigum við að mynda okkur skoðanir og við tveir t.d. verðum í þessu máli aldrei sammála eins og svo margir aðrir. En þannig virkar lýðræðið, staðreyndir eru á borð bornar, metnar og rökræddar, svo er kosið og meirihluti stjórnar ákvörðun. Auðvitað getur maður því ætlað að meirihluta ákvörðun segi okkur að ákvörðun sé sem flestum í hag. Það er amk hugmyndin að baki lýðræðis.
Hagfræðilega er amk ekki hægt að hnekkja þessari ábyrgð! Ef fólk er ekki tilbúið að kyngja því get ég alveg haldið áfram að rökræða þetta.
”Ég held að þessi umræða muni ekki leiða til neinnar niðurstöðu. Harður frjálshyggjumaður og harður sósíalisti munu aldrei komast að sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. Lyklaborðið mitt setur alltaf upp fýlusvip þegar það sér sósíalista, þá veit það að það verður allt brjálað að gera á næstunni. Ef ég fæ ekki ný, fersk og sterk rök gegn þessu frelsissjónarmiði á næstunni þá fer ég að hætta þessu.”
Ég er reyndar ekki Socialisti. Ég er eins mikið ,,ekki” socialisti og hægt er. Ég aðhyllist kenningar Adams Smiths og í flestum málum miklu meiri frjálshyggjumaður en ekki. Ég skil hins vegar alveg að þú lítir mig þessum augum eftir þessar rökræður.
Málið er einfaldlega sú að frjálshyggjumenn hafa í gegnum ára tugina ávalt verið að skipta um skoðanir um hversu mikið ríkið eigi að skipta sér af rekstri, hversu velferðakerfið eigi að vera stórt o.s.frv. Ævinlega skipta þeir um skoðun þegar heimurinn breytist og æskilegra er að hafa meiri afskipti en ekki (eða öfugt).
Ég er þeirrar skoðunar að taka verður mið af aðstæðum, tillögu og samhengi. Ef það er landinu öllu, til lengri og skemmri tíma til hags að taka eina ákvörðun í stað annarar þá eigi að gera það, hugmyndafræði á ekki að herkja okkur af leið, enda hafa þær ávalt verið að breytast og fólk verið að skipta um skoðanir eftir því sem aðstæður breytast.
Ég er þeirrar skoðunar að markaðurinn eigi að vera sem frjálsastur, þar erum við sammála. Það þarf hins vegar ríkið til svo hann geti verið frjáls. Ég er með því að ríkið hlúi að nýsköpun á öllum sviðum eins og til dæmis við höfum séð með Álverin. Ef einkaaðilar eru ekki færir um hlutina sjálfir vegna t.d. aðstæðna á Íslandi, samkeppni ekki til staðar sem dæmi á heimamarkaði og að ákvörðunin komi ekki niður á öðrum geirum og fyrirtækjum finnst mér ekkert óeðlilegt að ríkið hjálpi þar til.
En og aftur, Allir eru með á því að Álversþreyfingar séu af hinu góða, deCODE dæmið er af nákvæmlega sama bergi brotið!
Og því AUÐVITAÐ ættum við öll að vera á því að þetta sé hið besta mál!
Kv
gg