Nú nýlega kom það fram í fréttum að nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, hefur af því áhyggjur hve mikil kynbundinn launamunur er á Íslandi.

Sjálf hefi ég einhvern tímann rætt um nauðsyn þess að lögbinda lágmarkslaun, og tel það laun fyrir fullt starf 16 ára á vinnumarkaði ætti aldrei að geta verið undir viðmiðun yfirvalda
við framfærslumörk einstaklings.

Raunin er allt önnur og fyrirtæki komast upp með það að greiða ungu fólki laun, sem illa eða ekki duga til framfærslu fyrir viðkomandi.
Ef til vill ekki skrítið þar sem lægstu taxtar verkalýðsfélaganna
eru undir viðmiðunum fátæktarmarka mér best vitanlega.
Þetta hefur lítt eða ekki verið athugað, né heldur hve stór hópur
á vinnnumarkaði greiðir litla sem enga skatta vegna launa sem ekki ná skattleysismörkum.

Sökum þessa þurfa þeir er rétt ná skattleysismörkum að greiða mjög háa prósentu skatta hlutfallslega, sem aftur er illa sanngjarnt.

Hér er um að ræða mjög stóran hóp kvenna, er starfar á lægstu töxtum verkalýðsfélaganna t.d. innflytjendur er ekki hafa áunnið sér starfsaldur, sem og konur innan við tvítugt.
Konur sem eru komnar eru um og yfir miðjan aldur og hafa áunnið sér starfsaldur á vinnumarkaði greiða síðan eins og áður sagði hátt hlutfall tekjuskatts, og eru því í raun í nær sömu stöðu og þær konur sem þiggja laun undir skattleysismörkum.

Ef til vill væri það verðugra verkefni af hálfu hins háa Alþingis að skipa nefnd til þess að skoða taxta verkalýðsfélaga, og raunlaun, fremur en að reyna að auka þáttöku kvenna í stjórnmálum
því þáttaka kvenna í stjórnmálum fer vissulega eftir því hvernig þeim hinum sömu vegnar, sem og hvort vinna þarf meira en fulla vinnu til þess að komast af.

með góðri kveðju.
gmaria.