“Í fyrstalagi er ástæðan fyrir því að gengið féll algjörlega sitjandi ríkistjórn að kenna, vegna aðgerðarleysis við áberandi ofþenslu í efnahagslífinu. Þegar minn maður Össur benti á það langt fyrir seinustu kostninga, með varnaðarorðum eins “
Össur er sennilega sá stjórnmálamaður sem er hvað seinheppnastur í stjórnmálum, fyrirgefðu mér hreinskilnina. Ég vona svo innilega þín vegna, og allra aðra flokksbrærða þinna vegna að arftaki hans taki hans stað sem allra allra fyrst svo eitthvað verði úr stjórnarandstöðunni.
Það er alveg sama hvaða Hagfræðing þú talar við, fall gengi krónunar var nauðsýnleg. Um leið og gengi var látið fljóta, ekki stýrt féll hún. Það eru lang flest vestræn lönd sem eru með fljótandi gjaldmiðil þar sem markaðurinn ræður ferðinni. Þetta er eitt af grunnstoðum frjáls peningamarkaðar og var okkur nauðsýnlegt.
Það er því engum að kenna, það vissu allir að það kæmi örlítil dífa þegar hún yrði látin fljóta og svo er það hagkerfið sjálft og hversu sterkt það er hversu fljót hún er að ná sér á strik. Sem hún virðist vera gera núna. Áður var hún einfaldlega á röngu gengi en virðist vera kominn í ágætann farveg.
Varðandi ofþennslu fyrirtækja landsins, átti ríkistjórnin að setja hærri vexti en við erum með til að koma í veg fyrir fjárfestingar eða búa til efnahagslega lægð (lækka peningamagn). Ríkistjórnin hefði getað hækkað skatta líka og dregið úr eyðslu.
Auðvitað ekki. Fyrirtækin og fjölskyldurnar í landinu hafa verið að eyða of miklu og eru nú að borga skuldirnar og því hefur eyðsla dregist saman. Á nákvæmlega réttum tíma lækka vextir á fyrirtæki auk annara aðgerða svo ,,góðærið” haldist. Þetta hefur bæði Seðlabanki Íslands gert og ríkistjórnin alveg fanta vel, reyndar ekki aðeins Davíð heldur öll ríkistjórnin.
“Viðskiptarhallinn er tifandi tímasprengja” þá var hann að tala um það nákvæmlega, það að það væri ekki innistæða fyrir háu gengi krónunnar!.. “
Nákvæmlega, og ertu þá að segja að það hafi verið rangt að láta hana fljóta? Auðvitað ekki. Í frjálsu markaðshagkerfi er það nauðsýnlegt og auðvitað tók hún dífu því krónan var ekki skráð skv. Framboði og eftirspurn.
Þessi tímasprengja sem Össur talar um er ein sú furðulegasta sem við höfum séð því hún virðist endalaust tifa. Hún tifar kannski þar til Samfylkingin eða aðrir taka við stjórn. Við vitum að svo langt er í það að ekki þurfa áhyggjurnar að vera miklar.
”eina ástæan fyrir því að viðskiptahallinn fer minkandi núna er sú að gengið féll þannig að iðnaður og útvegur á íslandi er að fá meira borgað fyrir vörunar sínar, og sú erlend lántaka sem óvönduð bankalögjöf á íslandi stuðlaði að og var talinn örugg sparnaðarleið gegn háum vöxtum á íslandi vegna falskt öriggis frá forsætisráðherra, varð mörgum fyrirtækjum mjög erfiður biti hefur leitt til minnkandi neystlu. “
Óvönduð bankalögjöf? Við erum með alveg ótrúlega frjálsann peningamarkað sem er á heimsmælikvarða. Ástæðann fyrir því að ástandið er eins og það er í þjóðfélaginu er að skuldasöfnunin var alveg í lagi, þó hun væri ekki góð. Núna eru hins vegar fyrirtækin og fólkið að borga, sem er hið eðlilegasta mál og eyðsla dregst saman fyrir vikið.
Gengið stýrist af framboði og eftirspurn og leitar sífellt í jafnvægi. Veit ekki betur en t.d. forsetisráðherra sem hefur verið að tala ,,fölskulega” um öryggi hafi til að mynda nýlega lækkað skatta úr 35%-18% á Fyrirtæki!!! Hvað segir þetta þér? Rekstrarumhverfi fyrirtækjana er mun betra nú en áður var og vegna frjálsa markaðarins nú á Íslandi geta stórfyrirtæki í auknu mæli fengið lán t.d. erlendisfrá. Er þetta slæmt? Forstjórar íslenskra fyrirtækja eru svo auðvitað mishæfir eins og við vitum á ýktum lántökum margra fyrirtækja. Það er nú bara þannig að þegar bæði fólk og fyrirtæki sem fá lánaða peninga þurfa að borga þá aftur. Aukið aðgengi að lánsfé er auðvitað jákvætt svo lengi sem fólk hefur tryggingu fyrir greiðslu, um þetta er ekkert deilt!
”Sú fullyrðing að sitjandi ríkistjórn sé “að draga úr afskiptum hins opinbera og búnir að einkavæði alveg helling” er beinlínis röng. Þótt fyrirtæki beri HF stimpil þá eru þau enþá ríkisfyrirtæki ef ríkið á meirihlutann í þeim. Það er ekki búið að selja neitt af þeim ríkisfyrirtækjum sem skipta máli, nema FBA.. en það er erfitt að telja það með þar sem ´sitjandi ríkistjórn stofnaði það ríkisfyrirtæki. Sá hluti sem var seldur í Landsbankanum og Búnaðarbankanum var hlutafjáraukning, sem þýðir það að peningur var tekinn úr markaðinum inní ríkisfyrirtæki, sem stuðlaði að meiri þenslu til að styrkja ríkisbönkunum. “
Búnaðarbankinn og Landsbankinn eru nú í 55% eign ríkisins. Er það ekki árangursrík einkavæðing. Ríkið er að komast niður fyrir helming. Önnur fyrirtæki sem ég get nefnt: Gutenberg, Ríkisskip, Ferðaskrifstofa Ríkisins, SR Mjöl, Lyfjaverslun ríkisins, Þórmóður Rammi, Skýr, Bifreiðarskoðun, FBA, Áburðarverksmiðjan o.sfrv. o.sfrv.
Ríkistjórnin hefur verið á fullu í einkavæðingu, en betur má ef duga skal og eru þeir ennþá að sem ég fagna. Símamálið fræga, hann er ennþá til sölu og verið er að bíða eftir rétta verðinu, svo einkavæðing hans er í fínum farveg. Auðvitað á ekki að gefa einkafyrirtækin. Að ætla veitast að ríkistjórninni fyrir einkavæðinguna, er eins og að pissa uppí vindinn.
Varðandi þennsluna sem þú talar alltaf um sem einhvern draug sem kæfir okkur þá er það bara ekki rétt. Ef fjármagnið í umferð eykst ekki meira er landsframleiðslugetan fer enginn verðbólga af stað, heldur eykst landsframleiðslan er gott mál! Kynntu þér hægfræðina örlítið áður en þú ferð að fullyrða.
”Hinsvegar er ég ófeiminn við að fullyrða það að ríkisfyrirtækin hf hafa keypt upp mörg fyrirtæki á markaðinum, ágætt dæmi er Landsíminn sem hefur keypt upp alla nær alla Internetþjónustuaðila á íslandi, nokkur forritunarhús og fleira fyrir marga miljarða króna. Með þeim hætti hefur afskipti af fyrirtækjum á markaði aldrei verið meiri en síðastliðin ár. Auk þess hafa ríkisábyrgðir tvöfaldast seinstu þrjú árin, sem er mjög skemmtilegt í ljósi þess að markmið Davíðs í sinni fyrstu ríkistjórn að var að hætta ríkisafskiptum og ábyrgðum, en hann stefnir í að vera sá forsætisráðherra sem hefur veitt mestar ríkisábyrgðir.”
Varðandi Símamálið er auðvitað verið að einkavæða hann, svo það vandamál er úr sögunni. Hljómar eins og þú sért að rugla svolítið landsmálunum við Samfylkingafólkið þitt í Reykjavíkurlistanum sem hafa verið að stofna fyrirtæki eins og lina.net ofl. X-D hefur nefnilega verið að gera ákkurat öfugt við R-listann. Skildi þó ekki vera að þú sért í vitlausum litum eftir allt?
Ríkisábyrgðirnar tvær sem talað er um Flugleiðir og Decode voru samþykktar af umþ 60 þingmönnum! 60 þingmenn sammála!!! Ég veit ekki betur en ,þinn maður, Össur hafi verið með báðum þessum ákvörðunum ásamt meirihluta Alþingis. Þó Davíð eigi hrós skilið fyrir margt á hann þetta ekki einn, ekki gleyma því heldur.
”Hugmyndir um lausnir einsog álver og virkjanir til að koma efnahagslífinu í gang aftur, eru þvímiður orðin nauðsynlegar fyrir efnahagslífið. Ríkisábyrgð á láni fyrirtækis uppá 20 miljarða er nokkurnveginn sjálfsögð þegar ríkið er að ganga í ábyrð fyrir landsvirkjun uppá hundruði miljarða, því þar má benda á að ríkið á ekki nema helminginn í Landsvirkjun. “
Nei rangt, spár sýna, að verðbólgan verði stöðug, kaupmáttur aukist og viðskiptahallinn er sífellt lækkandi þrátt fyrir að Decode dæmið og álvers og vikjanafræmkvæmdir séu ekki teknar inní myndina. Ekki nauðsýn heldur búbót sem þú vissir ef þú hefði kynnt þér málin betur! Léleg hagstjórn?
”The new deal er að hefjast á íslandi og ég verð einn af þeim sem verð að moka skurði í sumar.. eða bara heima að læra á atvinnuleysisbótum.. lesa mér meira til um hvernig best sé að koma núverandi ríkistjórn frá.”
Mér líst vel á það að þú farir að lesa þig til. Sérstaklega vil ég mæla með að þú kynnir þér undirstöðuatriði hagfræðinnar. Þar sem atvinnuleysi hefur haldist nokkuð stöðugt á Íslandi skv mælingum undanfarinn ár geri ég ekki ráð fyrir að þú verðir fyrir meiri erfiðleikum en aðrir að ná þér í vinnu. Ekki nema þú sért óhæfari en aðrir, sem ég vona að sé ekki.
En að koma ríkistjórninni frá, ég sé ekki fyrir mér (bið þig að afsaka orðalagið) ,,trúðinn” í íslenskum stjórnmálum fyrir mér sem forsetisráðherra hann Össur, getið þið séð það fyrir ykkur? Það verður seint enda bíður flokkurinn eftir því að gera skipt honum út. Að lofsama hann er svona eins og að halda með fótbrotnum fótboltamanni, því miður.
Kv
gg
Ég sagði að gegni krónunnar hefði átt að fá að fljóta fyrr, og það hefði verið ábyrgðarleysi af ríkistjórninni að halda í fastgengistefnuna svona lengi. Á þetta benti Össur, af miklli ábyrgð, en ríkistjórnin brást seint við þótt hagfræðingar úr öllum áttum væru búnir að benda á hættumerkin og á þá staðreynd að krónan væri of hátt skrifuð.
Þegar krónan var látin fljóta þá bjuggust þeir ekki við nærrumþví jafn miklu falli og varð, enda var þetta fall mikið áfall fyrir efnahagslífið og sitjandi ríkisstjórn.
Gegngishrunið varð útaf því að það var ekki innistæða fyrir þenslunni árin þar á undan, þessvegna tala ég um þensluna sem “draug sem kæfir okkur” einsog þú orðar það, og bendi á að eina stýritækið sem seðlabankinn hefur var ekki nóg til að slá á þensluna. Ríkistjórnin sat aðgerðarlaus á því tímabili, þótt seinna setti hún meiri lausafjárkvöð á bankanna til að hefta útlánsgetu þeirra. Það virkaði ekki sem skildi, heldur leiddi til meiri lántöku erlendis frá, sem varð meðal annars til þess að erlendar skuldir íslands hafa aukist gríðarlega.
Ástæða góðærisins tíðnefnda er ekki efnahagstjórnun sjálfstæðisflokksins, heldur bera þeir ábyrgð á samdrættinum núna með sinni óstjórn. (þar má nefna skattalækkanir í góðæri, tollalækkanir á bílum til að halda uppí neystlu fjarmagnaðri með lántöku, aukin ríkisútgjöld í uppgangi hjá markaðinum, getuleysi að taka á ofþenslu sem var ekki næg innistæða fyrir).
Grunnur góðærisins er mestmegnis því að þakka að við gengum inní EES. Áður en við gengum þar inn þekktust ekki fjáls viðskipti á íslandi, sem þú talar um með miklul stolti. Þjóðarsáttarsamningarnir og breytingar á skattakerfinu í ríkistjórn Steingríms Hermannsonar eru grundvöllur stöðuleikans seinustu ára, og eftir þessar breytingar og inngöngu í EES munum við líklegast aldrei kynnast dýfum einsog voru á íslandi. Þarna var það skattakerfi sem við lifum við í dag komið á, það eina sem hefur breyst síðan eru skattaprósentur. Vegna þessa grunns verður þessi efnahagsdýfa ekki mikið dýpri einsog þú segir. Ríkistjórn Steingríms Hermannssonar tók á verðbólgunni sem ríkistjórn Þorsteins Pálsonar gat ekki tekið á og skildi eftir sig þegar hún sprakk í beinni á stöð2.
Ég sé fyrir mér að næsta ríkistjórn muni gera svipaða hluti, nema hún muni endanlega eyða út þessum öru hagsveflum á íslandi með því að ganga inní ESB, og taka upp evruna. Þetta er jafn nauðsynlegt fyrir þjóðina einsog þegar Jón Baldvin kom okkur inní EES, valdamenn innan X-D voru á móti því þá einsog þeir eru á móti ESB núna, en núna þarf vonandi ekki að kaupa þá til að henda skoðunum sínum fyrir Forsætisráðherra sæti. Ég held að sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að búa svo um að hann munu fá skíta kostningu næst, það þarf bara að brjóta niður þá goðsögn að þeir séu ábyrgir í efnahagsmálum.. og ég get ekki séð að það verði erfitt.
Þú horfir kanski á Össur sem trúð, en ég horfi á Davið sem rugludall. Maður sem bregður fæti fyrir fyrirtæki á markaði einsog FBA, norðurljós og nú seinast Baug í Arcadia málinu, bregst við gagnrýni eftirlitstofnanna með því að leggja þær niður og ræðst að þrískiptingu valdsins með því að skipta sér að hæstarétti eru ekki menn sem eiga að vera forsætisráðherrar á íslandi. Þeir eru hreinlega ekki með hag þjóðarinnar í huga í stjórnunn sinni og það er búið að vera mjög áberandi seinustu misseri.
0
já, og ég held með Beckham þótt hann sé fótbrotinn… ég veit að hann á eftir að koma til baka og taka deildina á næsta ári, þótt hann sé ekki líklegur til mikilla afreka núna ;)
0
Varðandi fótbóltann og Össur, þá er þetta meira svona eins og hnéskelin sé farinn minn kæri vinur, veistu ekki að Ingibjörg Sólrún á að fá stólinn hans?
Dagar Össurar sem leiðtoga eru því fljótlega taldir, hvort sem hann er fótbrotinn eða ekki.
Sem mér finnst reyndar miður, það verður alltaf að vera einn ,,eins og Össur" til að hafa líf í hlutunum, en gagnvart Samfylkingarfólkinu er það víst ekki sanngjarnt.
kv
gg
0
Það að halda því framm að Ingibjörg eigi að fá stólinn hans er einsog að halda því framm að Björn sé að verða formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann vinnur borgina..
reyndar ekki alveg jafn langsótt.. Björn vinnur aldrei borgina.. þótt það hafi eflaust verið planið frá upphafi hjá ofurplotturunum í X-D.. sem misreiknuðu sig um einhver 20-30% :)
Össur hefur fínar skoðanir í íslenskri politík, og er í ágætum flokki sem hefur þuft að þola mikla og stundum ósanngjarna gagnrýni. Ef þú horfir yfir mannskapinn í sjálstæðisflokknum þá sérðu að þetta er ekkert verra fólk en þar, en betur má ef duga skal einsog þú ert gjarn á að segja. Það verður örugglega fín endurnýjun næstu kostningar og enn meiri þar á eftir.
Össur verður formaður næst, það verður einhver ný og falleg hetja eftir það, enda margt ótrúlega gott ungt fólk í Samfylkingunni núna..
0
“Ég sagði að gegni krónunnar hefði átt að fá að fljóta fyrr, og það hefði verið ábyrgðarleysi af ríkistjórninni að halda í fastgengistefnuna svona lengi. Á þetta benti Össur, af miklli ábyrgð, en ríkistjórnin brást seint við þótt hagfræðingar úr öllum áttum væru búnir að benda á hættumerkin og á þá staðreynd að krónan væri of hátt skrifuð. Þegar krónan var látin fljóta þá bjuggust þeir ekki við nærrumþví jafn miklu falli og varð, enda var þetta fall mikið áfall fyrir efnahagslífið og sitjandi ríkisstjórn. “
Þeir vissu uppá hár hvernig færi. Hagfræðingar eiga mjög auðvelt með að reikna út hvort gengi sé of hátt eða of lágt. Gæti verið að ríkistjórnin hefði dregið það örlítið að láta hana fljóta vegna þessa? Við vorum greinilega tilbúinn fyrir þessa breytingu þegar hún kom þar sem sjokkið hafði ekki áhrif á atvinnuleysi, viðskiptahallann og kaupmátt eins og spár sína. Hélt að það væru mælarnir sem fólki horfði á, jú og verðbólga. Sé ekki að neitt rangt eða vitlaust hafi verið gert, heldur aðeins skynsöm aðgerð á mjög skynsömum tíma.
”Gegngishrunið varð útaf því að það var ekki innistæða fyrir þenslunni árin þar á undan, þessvegna tala ég um þensluna sem “draug sem kæfir okkur” einsog þú orðar það, og bendi á að eina stýritækið sem seðlabankinn hefur var ekki nóg til að slá á þensluna. Ríkistjórnin sat aðgerðarlaus á því tímabili, þótt seinna setti hún meiri lausafjárkvöð á bankanna til að hefta útlánsgetu þeirra. Það virkaði ekki sem skildi, heldur leiddi til meiri lántöku erlendis frá, sem varð meðal annars til þess að erlendar skuldir íslands hafa aukist gríðarlega. “
Bíddu bíddu, tækin sem Ríkistjórnin hefur er að búa til kreppu(draga verulega úr eyðslu sinni) eða hækka skatta. Þú hefðir kannski viljað sjá hærri skatta til að draga úr eyðslu? Það hreinlega þurfti ekki eins og spár sýna. Hagkerfið okkar er í góðum málum hvort sem þér eða öðrum líkar betur eða verð. Ríkistjórnin hefur ekki setið aðgerðarlaus eins og ég hef áður sagt, kaupmáttur er að aukast nú 8 árið í röð. Eitthvað sem hefur ekki gerst síðan árið 874!!! Varla helduru að það sé tilviljum? Þegar fyrirtækin komast í ódýrt aukið fjármagn, sem þau hafa tryggingu fyrir að fá, fjárfesta þau. Það er bara þannig. Þensla sem verður , ekur landsframleiðslu, ef landsfamleiðsla getur ekki aukist meir dettur inn verðbólga. Á Íslandi getur landsframleiðsla aukis til muna svo þetta er ekkert vandamál hjá okkur eins og ég hef áður sagt. Hér er verðbólgann ekkert á fleygi ferð og því skil ég ekki þessar yfirlýsingar hjá þér. Bæði Seðlabanki, ríkistjórn og vinnumarkaðurinn eru nú að bregðast við á hárréttum tíma með hárréttum aðgerðum til að halda verðbólgu niðri…sem þeim hefur reyndar tekist eins og spár sýna.
Annað ef þú lest þig aðeins til í hagfræðinni hættir þú að tala um þenslu eins og hún sé einhver draugur sem við viljum ekki. Þensla er hið besta mál. Fyrirtækin stækka, bjóða fleiri störf og velta meiri peningum. Svo lengi sem GDP(landsframleiðsla) íslands getur hækkað sem nemur þenslunni er hún mjög jákvæð eins og hún hefur verið. Enda hefur ríkistjórnin ekki búið til neina kreppu eða stórhækkað skatta undanfarið. Kannski hefði Össurinn gert það og við upplifað stórfellda kreppu nú en ábygðarfullir stjórnmálamenn taka ekki þátt í slíku, ekki við aðstæður sem nú. Það væri heimska!
”Ástæða góðærisins tíðnefnda er ekki efnahagstjórnun sjálfstæðisflokksins, heldur bera þeir ábyrgð á samdrættinum núna með sinni óstjórn. (þar má nefna skattalækkanir í góðæri, tollalækkanir á bílum til að halda uppí neystlu fjarmagnaðri með lántöku, aukin ríkisútgjöld í uppgangi hjá markaðinum, getuleysi að taka á ofþenslu sem var ekki næg innistæða fyrir). “
Hvaða samdrátt? Tollalækkanir á bílum er það neikvætt? Allt sem þú nefnir eykyr kaupmátt! Skattalækkanir á fyrirtækin var eitthvað sem er svigrúm fyrir og gerir þeim ótrúlega gott, fleiri fyrirtæki, þau sem eru til staðar hafa meira svigrúm til að þenja sig út (sem ég held ég hafi verið búinn að gera grein fyrir að þurfi ekki að vera slæmt). Það er enginn samdráttur núna í þjóðfélaginu. Ef kaupmáttur er að aukast, verðbólgu haldið í skefjum, hagvöxtur stabíll,viðskiptahallinn að lækka og grunn atvinnuvegurinn okkar, sjávarafurðarfyrirtækin sem eru 80% af útflutningi okkar, hafa aldrei skilað eins miklum arði og nú. Svo ég minnist ekki á lækkun skuldasöfnunar ríkisjóðs. Ég er stoltur af því að vera sjálfstæðismaður þar sem þeir eru ábyrgir fyrir ofantöldu eins og þú segir sjálfur
Eigum við að fara yfir í borgina þar sem þínir menn stjórna? Hvernig til dæmis peningamálin standa þar, nei ég held við sleppum því bara!
”Grunnur góðærisins er mestmegnis því að þakka að við gengum inní EES. Áður en við gengum þar inn þekktust ekki fjáls viðskipti á íslandi, sem þú talar um með miklul stolti. Þjóðarsáttarsamningarnir og breytingar á skattakerfinu í ríkistjórn Steingríms Hermannsonar eru grundvöllur stöðuleikans seinustu ára, og eftir þessar breytingar og inngöngu í EES munum við líklegast aldrei kynnast dýfum einsog voru á íslandi. Þarna var það skattakerfi sem við lifum við í dag komið á, það eina sem hefur breyst síðan eru skattaprósentur. Vegna þessa grunns verður þessi efnahagsdýfa ekki mikið dýpri einsog þú segir. Ríkistjórn Steingríms Hermannssonar tók á verðbólgunni sem ríkistjórn Þorsteins Pálsonar gat ekki tekið á og skildi eftir sig þegar hún sprakk í beinni á stöð2. “
Viðhorf Steingríms Hermannssonar voru öfug við frjálsann markað og það sem Davíð hefur gert. Auðvitað hefur EES hjálpað okkur, bíddu hvað er að því? Davíð er ekker að finna upp hjólið. Hann og hans ríkistjórn hafa haft þor og hugrekki til að framkvæma það sem aðrir þorðu bara að tala um. Svo við höldum áfram að bera saman flokkana, veit ég ekki betur en X-D hafi tekið við í mikilli efnahagslægð sem þeir unnu landið uppúr og eiga hrós skilið fyrir. Ekki nóg með það heldur héldu þeir áfram, opnuðu markaðinn, börðust fyrir frjálsum viðskiptum, markaði og eignarétti sem aldrei fyrr og meir en allar fyrir ríkistjórnir til samans höfðu gert. Steingrímur Hermannsons var enginn grundvöllur neins stöðuleika þar sem þegar hann hætti var allt hér á bullandi niðurleið! Staðreynd!
”Ég sé fyrir mér að næsta ríkistjórn muni gera svipaða hluti, nema hún muni endanlega eyða út þessum öru hagsveflum á íslandi með því að ganga inní ESB, og taka upp evruna. Þetta er jafn nauðsynlegt fyrir þjóðina einsog þegar Jón Baldvin kom okkur inní EES, valdamenn innan X-D voru á móti því þá einsog þeir eru á móti ESB núna, en núna þarf vonandi ekki að kaupa þá til að henda skoðunum sínum fyrir Forsætisráðherra sæti. Ég held að sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að búa svo um að hann munu fá skíta kostningu næst, það þarf bara að brjóta niður þá goðsögn að þeir séu ábyrgir í efnahagsmálum.. og ég get ekki séð að það verði erfitt. “
Þetta er rangt hjá þér! Davíð barðist fyrir inngöngu inní EES ásamt meiri hluta sjálfstæðisflokksins minn kæri vinur. Kynntu þér söguna betur áður en þú ferð að fullyrða. ESB er allt annað mál sem við ræðum ekki hér. Ábyrgir í efnahagsmálum? Við erum búnir að fara í gegnum það. Ennþá finnst mér eins og þú sért að rugla saman landsmálunum og Reykjavíkurlista í borginni. Þetta er bara tvennt ólíkt og þú ættir að kynna þér.
”Þú horfir kanski á Össur sem trúð, en ég horfi á Davið sem rugludall. Maður sem bregður fæti fyrir fyrirtæki á markaði einsog FBA, norðurljós og nú seinast Baug í Arcadia málinu, bregst við gagnrýni eftirlitstofnanna með því að leggja þær niður og ræðst að þrískiptingu valdsins með því að skipta sér að hæstarétti eru ekki menn sem eiga að vera forsætisráðherrar á íslandi. Þeir eru hreinlega ekki með hag þjóðarinnar í huga í stjórnunn sinni og það er búið að vera mjög áberandi seinustu “misseri.
Ég horfi á Össur sem trúð og það er ekkert að breytast. Veit ekki betur en hagur Íslendinga hafi aldrei verið eins mikill og vaxið eins mikið eins og í stjórn Davíðs. Þetta er kannski tilviljun? Davíð hefur ekki brugðið fyrir nein fyrirtæki fæti, enda sérðu þau öll starfandi í dag. Hann er hins vegar svo hugrakkur að finnist honum, eins og fyrirtækið Baugur vera jaða við auðhringamyndun á markaðnum sem gerir okkur ekki gott, þá sendir hann sprengju í formi orða. Annað gerir hann ekki. Davíð gerir þetta svo eftirlitsstofnanir okkar vatni, því þær virðast alltof oft vera sofandi. Er það slæmt? Varðandi Norðurljós vita flestir Íslendingar hvers konar maður Jón Ólafsson er. Hann er svartur blettur á Íslensku viðskiptalífi. Hannes hólmsteinn hefur verið í herferð gegn honum en Davíð aldrei, og að halda að Davíð eigi hluti í máli varðandi skattaathugunina hjá þeim eru heimskuleg fullyrðing sem þú gettur ekki sannað.
Varðandi efitlitsstofnanir eins og þú minnist á, ertu væntanlega að tala um Þjóðhagsstofnun. Geir h Haarde sagði í Kastljósinu í gær að þessar tillögur væru frá 1988!!! Fyrir valdatíð X-D! Þá var fyrst farið að ræða þetta. Oft hafi þetta komið upp enda stofnuninn algjörlega óþörf! Hefur nákvæmlega ekkert að gera með Davíð sem þú vissir ef þú kynntir þér aðeins málin áður en þú ferð að fullyrða vinur.
Davíð er merkilegasti leiðtogi sem lýðveldið hefur gefið af sér. Þess vegna hefur hann og flokkurinn hans það fylgi sem hann hefur.
Þínir líkir eru sem betur fer í minnihluta enda uppfullir af svartsýnishugmyndum sem Samfylkingin reynir að predika hér fyrir fáum eyrum. Meira að segja þá hefur Samfylkingin ekki verið að standa sig í stjórnarandstöðunni eins og oft hefur komið fram í fjölmiðlum. Það væri skelfing að fá þá í ríkistjórn!
Kv
gg
0
Þensla er af hinu góða, ofþensla af hinu vonda. Ég er ekki á móti vexti heldur ofvexti.
Hvaða samdrátt ? Talaðu við fólk í atvinnulífinu sem er ekki í hráefnaframleiðslu eða nauðsynlegri þjónustu. Auglýsingastofur, tölvufyrirtæki og þessháttarfyrirtæki útúm allan bæ eru á vondu róli. Fjölmiðlarisinn norðurljós stendur mjög ílla, enda í harðri samkeppni við ríkið! Smáralind er gott dæmi um ofþenslu bjartsýni byggt í fölsku öryggi, og gott dæmi um samdrátt líka. Röltu þar í gegn á góðum degi, það begmálar af skónum þínum..
Í gegnum EES höfum við þurft að taka upp lög um frjálsa markaðinn, og útaf því hafa hlutirnir breyst svona mikið á íslandi, ekki af frumkvæði Sjálfstæðisflokksins þótt þeir hafi þurft að þýða þessi lög yfir á íslensku. Sumum þessara laga hafa þeir þurft að kyngja, og ekki ánægðir með það. Þessar breytingar hefðu meiraðsegja gengið í gegn þótt hinn íhaldsflokkurinn Vinstri Grænir hefðu verið í ríkistjórn.
Sjálstæðisflokkurinn var á móti inngöngu í EES þegar þeir voru í stjórnarandstöðu frammað viðeyjarstjórninni. Það er staðreynd sem ég þarf ekki að kynna mér betur, þótt ég viti vel að Steingrímur Hermannsson hafi verið meira á móti (X-B ekki EB). Þessvegna myndaði Jón B. Viðeyjarstjórnina með Davíð, hann vildi koma EES í gegn sama hvað.
Davíð er merkilegasti leiðtogi lýðveldisins vegna þess fylgis sem hann hefur haft finnst mér. Hugmyndafræðilega finnst mér hann óspennandi, amk orðinn það núna árið 2002.
Efnahagurinn var á leiðinni upp þegar Davíð komst í stjórn, EES sá um að viðskiptaumhverfið yrði gott.. ég get ekki séð að hann hafi gert mikið gott í sínum ríkistjórnum, sérstaklega ekki í sitjandi ríkistjórn.
Ef honum finnst Baugur jaðra við auðhringjamyndun þá ætti hann kanski að skoða Flugleiði, Eimskip, Sjóvá og ættartölur stjórnarmeðlima þeirra og bera það saman við ættir valdamanna innan flokks sins. Þetta er bara ekki þeirra auðhringur, þessvegna er þeim ekki vel við hann, alveg einsog með Jón Ólafsson. Baugur varð til útaf lagalegu fordæmi frá Flugleiðum, það hentaði X-D vel að leyfa stærsta að kaupa nærst stæsta þá en þeir urðu ekki jafn ánægðir þegar Baugur keypti 10-11. Þessu hefur verið breytt núna, en það er of seint.
Ég er ekki svartsýnn, ég er bara fúll með þá hluti sem þessi ríkistjórn hefur gert vitlaust og finnst vera kominn tími til að skipta. Mér finnst líka hægristefna X-D einkennast meira af íhaldsemi og klíkuskap heldur en frjálhyggju í efnahagsmálum.. ég veit það að þú verður aldrei sammála mér í því, en það gæti orðið gaman að rífast um það einhverntímann.
Það er margt sem má fara betur á íslandi, og þessi ríkistjórn hefur haft fjölda ára til að taka á því, en hefur ekki gerst. Ég er í rauninni mjög bjartsýnn á framtíðina, því mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera að molna niður hratt núna og efast um að þeir verði við völd mikið lengur.
0
“Þensla er af hinu góða, ofþensla af hinu vonda. Ég er ekki á móti vexti heldur ofvexti.”
Nákvæmlega, og ef ofþennsla á sér hér stað, fer verðbólgan af stað, er það ekki satt? En hefur það verið að gerast hér? Ónei, þetta veistu!!
”Talaðu við fólk í atvinnulífinu sem er ekki í hráefnaframleiðslu eða nauðsynlegri þjónustu. Auglýsingastofur, tölvufyrirtæki og þessháttarfyrirtæki útúm allan bæ eru á vondu róli. Fjölmiðlarisinn norðurljós stendur mjög ílla, enda í harðri samkeppni við ríkið! Smáralind er gott dæmi um ofþenslu bjartsýni byggt í fölsku öryggi, og gott dæmi um samdrátt líka. Röltu þar í gegn á góðum degi, það begmálar af skónum þínum.”
Norðurljós og fleiri fyrirtæki eru ekkert að byrja ganga illa fyrst núna. Það sem fyrirtækin hafa gert er að offjárfesta. Það er ekki ríkistjórninni að kenna heldur þeim sjálfum. T.d. Norðurljósa dæmið, þeir eru búnir að skuldsetja sig upp fyrir haus! Hvað átti ríkistjórnin að gera í því. Átti ríkistjórnin að stoppa Smáralind? Auðvitað ekki. Hér er frjálsmarkaður sem sér um það, hverjir lifa dafna og hverjir ekki. Það þarf bæði markað fyrir vörur og þjónustu og hæfa stjórnendur svo fyrirtæki dafni, alltof oft hefur ástæðan fyrir gjaldþroti verið nákvæmlega þessi. Til dæmis .com sprengjan. Ríkistjórnin sér um að hagkerfið sé að balenserast. Sé ekki betur en bæði frjálsi markaðurinn sé að skila sínu, þeir hæfustu lifa og ríkistjórnin sínu, sbr. Verbólgan stöðug, atvinnuleysi stöðugt, viðskiptahallinn að lækka o.s.frv o.s.frv.
Ef hér væri allt á niðurleið væri fólkið sem ynni hjá þessum fyrirtækjum sem er að fara á hausinn allt atvinnulaust og aðra vinnu fyrir það væri ekki að fá. Er það svo? Ónei, atvinnuleysi hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarinn ár sem segir okkur að hér sé markaðurinn því í góðu lagi. Enginn merki um ofþennslu, amk eins og hlutirnir eru í dag.
Varðandi fyrirtækin, þá hafa fjölmiðlar verið að blása upp allar uppsagnir sem hefðu fyrir ári ekki talist fréttnæmar. Ef við horfum á efnahagshorfur og stöðu staðfestir það þetta sem ég er að segja. Þú ættir því að kynna þér þessi mál örlítið betur minn kæri vinur.
”Í gegnum EES höfum við þurft að taka upp lög um frjálsa markaðinn, og útaf því hafa hlutirnir breyst svona mikið á íslandi, ekki af frumkvæði Sjálfstæðisflokksins þótt þeir hafi þurft að þýða þessi lög yfir á íslensku. Sumum þessara laga hafa þeir þurft að kyngja, og ekki ánægðir með það. Þessar breytingar hefðu meiraðsegja gengið í gegn þótt hinn íhaldsflokkurinn Vinstri Grænir hefðu verið í ríkistjórn. “
Ég hef aldrei sagt að EES hafi ekki gert okkur gott. Mundu EES skilar okkur 80% af því sem við þurfum frá ESB. Fórnarkostnaðurinn við að fá þessi 20% er of hár til að taka þátt í því. En við skulum ræða EES og ESB annarstaðar, þessi umræða snýst ekki um Evrópu.
”Sjálstæðisflokkurinn var á móti inngöngu í EES þegar þeir voru í stjórnarandstöðu frammað viðeyjarstjórninni. Það er staðreynd sem ég þarf ekki að kynna mér betur, þótt ég viti vel að Steingrímur Hermannsson hafi verið meira á móti (X-B ekki EB). Þessvegna myndaði Jón B. Viðeyjarstjórnina með Davíð, hann vildi koma EES í gegn sama hvað. “
Ég er að tala um Davíð Oddson og hans ríkistjórn, finnst það ekki skipta máli það sem gerðist fyrir þann tíma hjá X-D þar sem aðrir menn voru þá við stjórn. Davíð var alla tíð með EES aðild. Varðandi ríkistjórnina fyrir Viðeyjarstjórnina er ég bara hreinlega ekkert viss um að landið hafi verið tilbúið fyrir EES fyrr en aðild var tekin upp.
”Davíð er merkilegasti leiðtogi lýðveldisins vegna þess fylgis sem hann hefur haft finnst mér. Hugmyndafræðilega finnst mér hann óspennandi, amk orðinn það núna árið 2002. “
Það er samasem merki á milli þess hversu mikið fylgi stjórnmálamenn fá og hversu ánægðir með stefnu þeirra þegnarnir eru. Meirihluti þjóðarinnar veit hvað okkur er fyrir bestu, sem ég er þakklátur fyrir að vera partur af.
Frjálsari Markaður, Atvinnufrelsi og Einkaeignaréttur eru lykilorð stjórnmálastefnu Davíðs. Minnkandi ríkisafskipti. Þeir eru ávalt að sækja meira fram í þessum stefnum sínum og því get ég ekki séð hvernig hann getir verið orðið meira óspennandi nú en áður, þar sem árangurinn og markaðurinn hér er á hraðri leið að verða eins og hjá þeim löndum sem búa við bestu lífsskilyrði og þau ríkustu í heiminum í dag. En allir hafa auðvitað sínar skoðanir og ég virði það.
”Efnahagurinn var á leiðinni upp þegar Davíð komst í stjórn, EES sá um að viðskiptaumhverfið yrði gott.. ég get ekki séð að hann hafi gert mikið gott í sínum ríkistjórnum, sérstaklega ekki í sitjandi ríkistjórn. “
Bíddu ertu sem sagt að segja mér að stöðug verðbólga, vaxandi kaupmáttur síðustu 8 ár, minnkandi núna viðskiptahalli og stöðugt atvinnuleysi sem er hlutfallslega MJÖG lágt miða við Evrópu sé allt EES að þakka? Það verður erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því án þess að það verði að skáldsögu.
”Ef honum finnst Baugur jaðra við auðhringjamyndun þá ætti hann kanski að skoða Flugleiði, Eimskip, Sjóvá og ættartölur stjórnarmeðlima þeirra og bera það saman við ættir valdamanna innan flokks sins. Þetta er bara ekki þeirra auðhringur, þessvegna er þeim ekki vel við hann, alveg einsog með Jón Ólafsson. Baugur varð til útaf lagalegu fordæmi frá Flugleiðum, það hentaði X-D vel að leyfa stærsta að kaupa nærst stæsta þá en þeir urðu ekki jafn ánægðir þegar Baugur keypti 10-11. Þessu hefur verið breytt núna, en það er of seint. “
Hér þrífast ekki tvö flugfélög og það vita allir. Flugleiðir eins og við vitum hefur meira að segja alltaf staðið höllum fæti. Auðvitað verður ekkert veist neitt af þeim enda eru þeir að gera okkur margt gott. Ótrúlega tíðar ferðir frá Íslandi til Evrópu og USA sem þeir eiga hrós skilið fyrir að halda uppi.
Veit ekki betur en við höfum Samskip á móti Eimskip en þekki reyndar ekki mál tryggingafélaganna. Málið er að þetta er ekki mál ríkistjórnarinnar. Hér höfum við Samkeppnisstofnun sem hefur þá lagalegu skildu að fylgjast með svona málum. Auðvitað má alltaf deila um það hversu vel þeir skili sínu en það gera þeir án þess að X-D geti haft nokkur áhrif á. Ríkistjórnin verður að breyta lögum til að verða áhrifavaldur. Davíð hefur því aðeins sínt hugrekki með að gagnrýna fyrirtæki sem sennilega eru á gráu svæði og sjálfsagt verið að reyna að vekja eftirlitsstofnanir til umhugsunar. Annað getur hann ekki gert því er ekki hægt að veitast að honum eða ríkistjórninni varðandi þetta. Þetta ættir þú auðvitað að vita.
”Ég er ekki svartsýnn, ég er bara fúll með þá hluti sem þessi ríkistjórn hefur gert vitlaust og finnst vera kominn tími til að skipta. Mér finnst líka hægristefna X-D einkennast meira af íhaldsemi og klíkuskap heldur en frjálhyggju í efnahagsmálum.. ég veit það að þú verður aldrei sammála mér í því, en það gæti orðið gaman að rífast um það einhverntímann. “
Hahhaha, já. Ég er reyndar mun meiri frjálshyggjumaður og jafnaðarmaður en X-D er. Hins vegar er X-D bara það besta sem er í boði í dag. Að mínu mati auðvitað. Sé ekki fyrir mér Samfylkginguna eða VG stjórna landinu eins vel og XD hefur gert. Eins og við vitum eignumst við líka ekki leiðtoga eins og Davíð nema á nokkra áratuga fresti.
Aftur, ég þarf ekki nema að skoða borgarmálin til að sjá hversu vel sumir flokkar leystu landsmálin. Árangurinn í borginni er eins og dæmin sína ekki eitthvað til að vera stoltur af.
”Það er margt sem má fara betur á íslandi, og þessi ríkistjórn hefur haft fjölda ára til að taka á því, en hefur ekki gerst. Ég er í rauninni mjög bjartsýnn á framtíðina, því mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera að molna niður hratt núna og efast um að þeir verði við völd mikið lengur.”
Auðvitað má margt betur fara. Það er alltaf þannig. En staðreyndin er sú að XD reif landið uppúr kreppu í mesta hagvaxtarskeið íslandssögunnar. Auðvitað eru margir ytri þættir sem hjálpuðu til. En þeir sem segja að þessar björtu spár og þetta 8 ára góðæri sem við höfum búið við sé allt EES eða öðrum ytri þáttum að þakka eru veruleikafirtir!
Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð í brúnni er það besta sem gat komið fyrir landið.
Enda sjáum við líka hvernig framtíðar efnahagshorfur eru, þetta er ekkert að fara breytast enda sitja þeir hér ennþá við stjórn!
Kv
gg
0
Við erum sammála um að frjáls viðskipti komu í gegnum EES, við erum greinilega ekki sammála um hvaðan góðærið kom. Þú verður að fyrirgefa mér það ef ég trúi ekki að Davíð Oddsson hafi mætt með það í ríkistjórnina þegar á sama tímabili var almennur uppgangur í evrópu og hagvaxtarskeið í mestöllum heiminum. Engar breytingar færa okkur vissulega stöðuleika, en ég tel það vera breytingarnar sem voru gerðar í ríkistjórn Steingríms Hermannssonar sem færðu okkur þá aðstöðu að hér hefur nær engu þurfti að breyta.
Ef þú ert ekki sammála mér í því að gengishrunið er óþolandi viðskiptaumhverfi og ísland geti ekki lifað við þessi sí endurteknu skilyrði þá máttu trúa því. X-D með sinni “ábyrgu” efnahagstjórnun gátu ekki komið í veg fyrir nær 30% frjálst fall, og ég tel Samfylkinguna hafa getað gert það.
Auðvitað eru bjartar spái, við erum í dýfu. Ef við getum ekki verið sammála um það, þá ætturu að skoða tölurnar þínar betur. Það er aukið atvinnuleysi, það er samdráttur í efnahagslífinu og það er aukin verðbólga.. sem betur fer eru bjartar spár, annars þyrfti ríkistjórnin að segja af sér með skömm!
EES skilar okkur ekki 80% af því sem við þurfum frá ESB, heldur þurfum við að taka upp 80% lögjafar ESB án þess að hafa nokkuð um það segja. Kostir ESB einsog sérstaklega Evran koma ekki í gegnum EES. Hægrimenn á íslandi benda bara á gallana við ESB, en minnast ekki á kostina sem vega allir mun þyngra, enda erum við 80% inní ESB.
Þeir sem sjá X-D sem betri kost en samfylkinguna þurfa bara að skoða þann kost betur. Samfylkingin er með mjög fína stefnu og betur útfærða heldur en sjálfstæðisflokkurinn í öllum helstu málumnum.
Ég er alveg sammála því að hreinsunin núna er nauðsynleg fyrir efnahagslífið einsog það var orðið. Við erum hinsvegar ósammála um það hvort það átti að leyfa því að þróast í þessa átt. Ég tel að ofþensla og of auðveld lánstaka, vegna undarlegra skilyrða sem ríkistjórnin átti að grípa fyrr inní, muni ekki leiða af sér neitt annað heldur en vanskil til bankastofnanna hér á landi. Stýrivextir Seðlabankans dugðu ekki til einsog Már Guðmundsson, sá ágæti samfylkingarmaður og yfirhagfræðingur seðlabankans, benti oft á.
Ég hía á fullyrðingar um minni ríkisafskipti, og bendi aftur á það að það hefur verið ríkisvætt í skjóli HF stimpils fyrir marga miljarða seinustu árin. Það er nóg að benda á Svíþjóð til að finna góð og opin markaðskilyrði byggð upp af vinstri sinnaðri krötum en Samfylkingin hefur að geyma.
Hinsvegar ætla ég að vera sammála þér í því að VG gætu aldrei stjórnað þessu landi, og mig dreymir martraðir á nóttunni um rauðhærðan bónda með hárið öfugumegin á hausnum og dökkhærðan krullhærðan eyrnastórann rugludall sem munu leiða landið saman til fornalda.
Við erum heldur ekki sammála um borgina, ég tel ágætt verk hafa verið unnið þar, þótt ég sé ekki fylgjandi stofnun Linu.net sem fyrirtæki og finnst það sem borgarstjóri hefur sagt að það hafi verið mistök að byggja þetta ekki upp sem veitu einsog rafmagnsveituna eða vatnsveituna rétt.
Þó finnst mér hlægilegt að horfa á X-D í borginni vera reyna yfirbjóða R listann í félagshyggju, og röfla um ódýrari leikskóla og fleira allann daginn. Þetta finnst mér sýna hversu lítið Sjálstæðsflokkurinn spilar eftir sannfæringu sinni, heldur frekar eftir því sem hentar flokknum eða áhrifamönnum hans á hverjum tíma.
0