Loksins hefir það komið fram hér á Íslandi,
hve mikið áhyggjuefni það er hve margir aðilar ávísa lyfjum til viðbótar við það magn alls konar fæðubótarefna og heilsuvara sem markaður hefur að bjóða, en enginn einn aðili hefur yfirsýn yfir
ávísaða lyfjaskammta, sem aftur leiðir af sér að tíunda hver innlögn á sjúkrahús er af völdum samverkandi þátta þeirra hinna sömu lyfja sem viðkomandi innbyrðir.
Bandarískur prófessor, Linda að nafni var hér á ferð í boði íslensks lyfjafyrirtækis þar sem kynnt var rannsókn er fram hafði farið meðal 25.000.- Bandaríkjamanna, er leiddi það í ljós að tíunda hver innlögn á sjúkrahús þar væri af völdum þessa, og sú hin sama taldi nákvæmlega sömu tölfræði eiga við á Íslandi, sem fram kom í fréttum beggja ljósvakamiðla um helgina.
Í ljósi þess hve miklu fjármagni er hér varið í hið íslenska heilbrigðiskerfi sem og þáttöku skattborgara í niðurgreiðslu lyfja er það að mínu áliti sjálfsögð krafa að hið opinbera beiti sér fyrir stórauknu eftirliti sem fram fari með skilvirkara móti, en til staðar er í dag.
Það er óverjandi að tíundi hver maður sé að leggjast inn á sjúkrahús vegna aukaverkana lyfja, sem ef til vill eru ávísuð af starfsmönnum hins opinbera sérfræðingum annars vegar og heimilislæknum hins vegar, sökum þess að sjúkrarúm kostar peninga og margir bíða þjónustu sem á þurfa að halda.
Kvartanir um meinta ranga lyfjameðferð hafa stóraukist undanfarin ár til Samtakanna Lífsvog sem fengið hafa inn á sitt borð kvartanir um flest það sem sjúklingar hér á landi hafa, haft við heilbrigðiskerfið íslenska að athuga, sem aftur kemur heim og saman við það sem prófessor Linda tjáir okkur nú um skort á
eftirliti með lyfjanotkun og beinum afleiðingum þess.
Meginhluti vergra þjóðarútgjalda fer til heilbrigðismála.
kveðja.
gmaria.