Hvern einn einasta dag sem líður heyrum við að láti saklausra borgara, í stríðsátökum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna deilna um landssvæði og yfrirráðarétt.

Með ólíkindum er að þjóðarleiðtogar vestrænna samfélaga skuli ekki láta sig mál þessi varða, meira en svo að bíða og sjá hverju fram vindur og ef til vill leggja á Bandaríkjamenn að skerast í leikinn.

Það eru til hinar ýmsu aðgerðir til þess að beita þrýstingi en ef til vill eru opinberar yflirlýsingar sú aðgerð er felur í sér
hvað mestan þrýsting og því hefur ekki verið fyrir að fara af hálfu vestrænna leiðtoga heldur hver um annan þveran farið í einhvers konar samningaferðir til Ísraels, án árangurs.

Núverandi aðgerðir Ísraelsmanna hvað varðar yfirlýsingar um aukna notkun vopnavalds til að virðist útrýmingar á Palestínumönnum, hljóta þjóðir heims að þurfa að “ lýsa andúð á ” opinberlega, rétt eins og þeir hinir sömu lýstu andúð á þeim hryðjuverkum sem viðhöfð voru gagnvart Bandaríkjamönnum 11 sept á síðasta ári.

Í mínum huga skiptir það ekki máli hvar mannslíf tapast í heiminum
vegna “heimsku mannsins”, heldur þarf að taka siðvitið úr vösunum og sporna við enn frekari mannfórnum á altari deilna um eitthvað annað.

Að mínu viti veltur það því nokkuð mikið á hverning kjörnir leiðtogar ríkja bregðast við varðandi það atriði að samþykkja
t.d. það að brynvarðir skriðdrekar skjóti á gangandi fólk.

Aðgerðaleysi er sama og samþykki.

kv.
gmaria.