“Þú ert að læra viðskiptafræði, því vil ég endilega skora á þig að kynna þér hina hlið mála, þ.e. hlið bóndans og hans aðstöðu til sölu á frjálsum markaði. Jafnframt þarf að skoða í víðu samhengi það óhefta markaðsumhverfi sem leitt hefur til þess að ein verslunarkeðja skuli geta ráðið yfir 60% matvörumarkaðar, sem verður að skrifast sem klaufaskapur í lagasetningu í hinu sama markaðsumhverfi. Jafnframt þarf að skoða samruna fjárfesta á hlutabréfamarkaði dæmi Orca hópurinn, þar sem saman koma ”
nýríkir nonnar “ hver á sínu sviði, einn með afar góða markaðsaðstöðu í sjávarútvegi svo dæmi sé tekið þ.e meirihluta úthlutaðra aflaheimilda á Íslandsmiðum, annar með meirihluta matvörumarkaðar og enn annar með fjölmiðlafyrirtæki, sem þó greiða mismikið til samneyslunnar í formi tekjuskatta, af hálfu fyrirtækja sinna og einir sér.”Ég hef aldrei í mínum skrifum lofsamað ,,kerfið“ sem við búum við.
Ég er sammála þér, og hef komið inná það, að þetta viðskiptaumhvefi er oft á tíðum á barmi þess að vera siðlaust. Hins vegar hafa þjóðir með frjálsan markað, atvinnufrelsi og einkaeignarétti búið þegnum sínum mun betri lífskilyrði en þær sem ekki gera það. Snb bók Hannesar Hólmsteins sem út kom fyrir Jól þar sem vitnað er í kannanir Sameinuðuþjóðanna sem staðfesta þetta. Ísland á ekki að standa í framleiðslu sem stendur ekki undir sér. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð stöðugt á Íslandi undanfarinn ár sem segir okkur þegar eitt fyrirtæki fer á hausinn, hefur annað starfsemi. Við eigum því að einbeita okkur að því sem við getum gert betur en aðrir. Eins og Baugur er að gera hér heima og nú að herja á erlenda markaði. Ríkið á ekki að vera borga með t.d. landbúnaðinum. Landbúnaðurinn á Íslandi ER ekki samkeppnishæfur við erlendan landbúnað og því verður hann bara að fá að finna sér nýjan farveg og bóndar landsins að snúa sér að öðru sem skilar þeim tekjum. Ekki Baugi að kenna eða íslenskum stofnunum heldur vegna markaðarins og þá aðalega alþjóðavæðingunnar sem við ráðum lítið við.
”Ég held að hvorki Samkeppnisstofnun né Fjármálaeftirlit né Skattayfirvöld hafi ennþá náð því að eygja skóginn fyrir trjánum í þessum efnum, enda ef til vill að æra óstöðugan á ná yfirliti yfir allt það brask sem mögulegt er innan ramma hins íselnska frjálsa markaðshagkerfis ( sem ekki tókst að setja ramma fyrir klaufaskap ) og ég vil líkja við samvaxin frumskóg. “
Hér erum við sammála. Það er að segja ofantaldar stofnanir eru grundvöllur þess að frjálsi markaðurinn virki. Ég var í raun að vona að þú kæmir inná þær því hér leynist vandamálið (ef vandamál er). Það eru ekki fyrirtækin, Baugur eða önnur, sem starfa eftir þeim lögum og reglum sem hér á landi eru. Heldur umhverfið sem þeim er búið.
”Matvöruverð á Íslandi hefur lækkað, vissulega EN allsendis ekki nógu mikið, sem vel gæti hafa gerst ef lögð hefði verið áhersla á það að bjóða almennilega vöru á hæfilegu verði, í stað fabrikkuframleiðslu matvæla sem eiga ekki að kosta neitt og eru óholl og hent er í okkur til baka frá útlöndum sem óhæf vara en okkur er boðið að kaupa m.a. í Bónus. “
Hvernig gæti matvöruverð hafa lækkað meira ef lögð hefði verið áhersla á almennilega vöru á hæfilegu verði…??? Veit ekki betur en verslanir Baugs bjóði ferskar og góðar vörur á góðu verði. (Ferskar og góðar, eru þetta ekki bara nákvæmlega sömu vörur og aðrir eru að bjóða)
Hvað er að gerast annarsstaðar í heiminum? Sbr. Norður Ameríku o.s.frv. Auðvitað eru stórbú á stórum heimamörkuðum erlendis mun hæfari og geta boðið mun hagstæðari vörur á betra verði. Hvað meinar þú með fabrikframleiðslu? Er það 1944 réttirnir frá SS? Er það unnið kjöt tilbúið á grillið eða í ofnin frá íslenskum framleiðendum? Þetta er að gerast allstaðar og hvorki Baugi né öðrum að kenna en neytendum. Í þessum hraða heimi sem við lifum í vill fólk sífellt sneggri, auðveldari og ódýrari lausnir við matseldina. Þetta var byrjað að gerast löngu áður en Bónus kom til og löngu byrjað annarsstaðar í heiminum áður en Ísland tók við sér.Þetta er aðeins spurning um framboð og eftirspurn. Í dag eru fleiri verslanir eins og Krónan sem dæmi á markaðnum þó Baugur sé stærstur. Veit ekki betur að þær séu einnig með fabrikkuvörurnar sem þú talar um. Við erum bara að detta inní þessa skyndibitamenningu sem allar þjóðir í kringum okkur hafa orðið fyrir. Ekki af því Baugur vill bara selja niðursoðin dósamat frá Bosníu eða örbylgjumat frá Bandaríkjunum heldur því neytendur, við, sækjum sífellt meira í þessa tegund matar.Við erum sjálfsagt sammála því að þetta er ekki gott mál en hefur nákvæmlega ekkert að gera með Bónus. Sjáðu bara alla þessa skyndibitastaði sem hafa verið að opna undanfarið á Íslandi. Einu aðilarnir sem geta átt við þessa þróun eru neytendur. Ég sé þá ekki gera það og þess vegna halda verslanir á Íslandi, bæði Bónus og aðrir að bjóða þessar vörur. Meðan þær fá ekki fyrirgreiðslu frá ríkinu verða þær að bjóða það sem markaðurinn krefst. Það getur engin neytað því að Bónus bjóði mjög góð verð og að segja að þeir bjóði lakari vörur en aðrar verslanir ættu að skoða þær vörur sem verslanir hér bjóða. Nákvæmlega sömu vörur og vörumerki. Eflaust örlítið meira útval af ódýrum vörum hjá Baugi enda kappkosta þeir við það en aðrar vörur eru nákvæmlega þær sömu.
”Aðeins einn íslenskur útflutningsaðili hefur þar staðið sig gæðalega sem er Sláturfélag Suðurlands, en þar var ráðinn við stjórnvölinn afar hæfur forstjóri á sínum tíma sem stokkaði fyrirtækið upp, hætti verslunarekstri og húsabyggingum og færði afurðavinnslu í heimahérað bænda, sem aftur hefur skilað fyrirtækinu hagnaði, sökum hæfni og þekkingar og vitund um nauðsynlega gæðastaðla í alþjóðlegu markaðsumhverfi, sem Bónusfabrikkuframleiðslan inniheldur ekki. “
Flott mál að SS hafi fundið leið og markað til að auka rekstrar hagnað sinn. Veit reyndar ekki betur en SS framleiði meirihlutan af þessum fabrikumat sem þú talar svo niður til hér á Íslandi. Þeir gera það kannski mun betur en fyrirtæki á milljóna mörkuðum með mun meira fjármagn til vöruþróunar og rannsóknir erlendis. Ég efa það reyndar, hvað finnst þér? Sbr 1944 réttina og fleira. Þeir eru meira að segja sífellt að auka skyndibitaúrvalið. Því ætli það sé? Útaf Bónus? Ætli það sé ekki vegna aukinnar eftirspurnar neytenda? Held við getum verið sammála um það.Ef þú ert að halda því fram að erlendir framleiðendur búi ekki yfir þekkingu, hæfni og vitund um nauðsýn gæðastaðla í alþjóðlegu markaðsumhverfi ættir þú að kynna þér málin betur. Nestle of fleiri fyriræki eru að selja hátt í heildar matvöruframleiðslu Íslands í fleiri tugi löndum í heiminum. Mér leyfist að fullyrða að slík fyrirtæki búi yfir mun meiri þekkingu, skilningi og reynslu af bæði framleiðslu, neyslu og markaðnum en nokkuð íslenskt matværaframleiðslufyrirtæki hefur og getur nokkuð tímann komist yfir. Þessu er bara hreinlega ekki hægt að neyta. Auk þess eru reglur, ESB, Í Norður Ameríku og hér á Íslandi varðandi innfluttar matvörur. Þær verða að uppfylla ákveðin skilyrði annars komast þær ekki inní landið. Ætli þetta sigti nú ekki út mikið af drasl vörunum.Varðandi það að bændur séu núna í auknu mæli að sjá um framleiðsluna og af því náist hagfræðing, auðvitað gott mál. Staðreyndin er samt sú að landbúnaðurinn er langt frá því að vera samkeppnishæfur erlendum stórbúum. Bæði hvað varðar verð og gæði (og þá þegar þetta tvennst helst að, ódýrar gæðavörur). Íslenskur landbúnaður á eftir að falla ennþá meir. Ekki af því fyrirtæki sem heitir Baugur er að veitast að þeim heldur aukinn þrýstingur frá neytendum um lægra verð á gæðavörum sem ríkisstyrkti landbúnaðurinn á Íslandi á erfitt með að bjóða. Um leið og Ísland opnast meira fyrir innfluttum landbúnaðarvörum, í alþjóðavæðingunni sem í gangi er nú, held ég það það sé fullvíst að hann eigi eftir að hrynja. Enda erfitt að rökstyða að erlendur landbúnaður sé síðri en íslenski.
”Þessar aðgerðir eru að mínu viti með öllu siðlausar og ef “ harður heimur ” matvörumarkaðar ( vantar bara handrukkara í viðbót )inniheldur slíkt viðskiptasiðferði þá þarfnast íslenskt viðskiptasiðferði verulegrar endurskoðunar við.“
Ekkert bara harður heimur matvörumarkaðar, heldur viðskipta. Þetta er ekkert að gerst fyrst núna. Hefur verið að þróast í þessa átt í mörg ár, bæði hér og annarsstaðar. Alveg sammála varðandi siðfræðina, það er ýmislegt sem mætti athuga þar. Þú hefðir samt alveg mátt sleppa þessu með handrukkarann. En það getur líka komið okkur um koll að vera hamla viðskipti og markaðinn. Þar sem staðreyndin er sú að þegnum er best borgið við sem mest viðskiptafrelsi og frjálsann markað. Það er bein tenging á milli aukinar hagsældar við aukið viðskipta frelsi og sem frjálsasta markað. Þetta er staðreynd!
”Íþróttir undanfarin misseri hafa einkennst af svindli íþróttamanna m.a. með lyfjanotkun til þess að auka afköst, þannig að sá hæfasti var ef til vill “ ekki sá hæfasti” svo kann að vera að sama kunni að vera á ferð varðandi matvælamarkaðinn ekki hvað síst hvað varðar gæði afurða sem okkur neytendum er boðið. “
Auðvitað eru alltaf einhverjir sem kjósa að fara ,,ólöglegu” leiðina. Eins í íþróttum og viðskiptum er þeim sem slíkt gera dæmdir úr leik, ef ekki í fyrsta leik, á öðrum eða þriðja, til lengdar gengur það ekki. Hvorki í íþróttum né viðskiptum. Varðandi gæðinn? Ég næ því ekki alveg, þú talar eins og Baugur standi fyrir einhverri herferð og reyni að bjóða sem lélegustu vöruna á lægsta verðinu. Þetta er öfugt við það viðskiptamódel sem þeir starfrækja. Ef vörur sem Baugur býður væru svona slakari en aðrir bjóða, verslaði fólk einfaldlega þar. Staðreyndin er samt sú að þessar verslanir hér á landi eru að bjóða mjög svipað vöruúrval og vörutegundir. Ef vara er léleg, verslar hana varla nokkur oftar en einu sinni eða er það?
“Einokunarstefna Baugs hefur miðast við það að kaupa vörur af framleiðendum undir framleiðsluverði, sem aftur segir okkur það að slík hagfræði skilar sér ekki nema til skammtíma. Þannig hafa þessir aðilar reynt ná fram þeim sínum sérstöku áhugamálum að flytja inn landbúnaðarvörur erlendis frá sem íslendingar hafa ekki áhuga á að kaupa, þótt þeir haldi það. ”
Það selur engin framleiðandi á undir framleiðsluverði. Ekki til lengri tíma og hlusta ég ekki á slíkar fullyrðingar.
Hagfræðin hins vegar virkar! Það sem þú hér fullyrðir er öfugt við grunn aðferðir hagfræði nútímans. Þau fyrirtæki hér heima sem geta ekki boðið vörur samkeppnishæfar við erlendar komnar til landsins með tollum og sköttum eru auðvitað á rangri hillu. Ísland og önnur ríki eiga auðvitað ekki að standa í framleiðslu sem aðrir geta gert betur. Þú ættir að kynna þér kenningar David Ricardo ,,Comparative Advantage" sem allir hagfræðir samtímans taka sem víst. Ólíkt því sem þú fullyrðir segir hagfræðin okkur að þessi aðferð skili okkur mun bættri hag, ekki bara fyrirtækjunum heldur þjóðinni sem heild. Það er að segja að þjóðir eigi að einbeita sér að því sem þær geta gert vel, ekki best endilega heldur vel miða við önnur lönd. Aðrar vörur eigum við að láta aðra um að framleiða og flytja inn, því þeir gera það betur og ódýrar. Varðandi landbúnaðarvörnurnar er það aðeins tímaspursmál hvenær það breytist. Það er að segja að verslanir geti flutt inn óheftar landbúnaðarvörur frá evrópu. Þeir sem halda því fram að beljur í Danmörku eða hestar í Svíþjóð séu eitthvað verri að gæðum en þeir íslensku stíga ekki heilir til skóga og stór efa ég að þegar þessar vörur verða komnar í verslanir við hlið íslensku varanna á mun betra verði og um gæðin þurfum við ekki að ræða eigi fólk fljótt eftir að skipta yfir. Enda er það bara staðreynd að á svona litlum markaði eins og hér á Íslandi þá eru líkurnar mun minni að vörurnar okkar séu betri að gæðum en þær sem framleiddar eru erlendis á milljónamörkuðum af milljarðafyrirtækjum.
Velkominn í breytta heimsmynd gott fólk. Við köllum þetta alþjóðavæðingu sem hvorki ég né þú getur gert nokkuð í. Baugur er eitt af börnum hennar á Íslandi.
Kv
gg