Guðni sterki,kjamsaði á agúrku í gær og montaði sig af lágu grænmetisverði í sjónvarpinu í gær og sagði um leið að þetta væri hamingjudagur fyrir íslenska neytendur.

Svo kemur í ljós að ennþá eru magntollar í gangi, 100 kr. á kg af sveppum, 60 kr. á kg af agúrku og eitthvað á þriðju tegundinni sem ég man ekki hver er. Guðnir segir ekki óeðlilegt að veita Flúðasveppum þá vernd sem í magntollunum felst. Framleiðandinn hafi með dugnaði náð að lækka verð á sveppum. Að auki sé fjöldi manns í vinnu þar. (aðallega útlendingar á lágmarkslaunum og hefur vinnuveitandinn fengið á sig fjölda kæra fyrir slæman aðbúnað og brot á kjarasamningum)

Þetta eru nákvæmlega sömu rök og að voru notuð áður en fyrirkomulaginu var breytt, þ.e. lagðir eru tollar á til að vernda ætti innlenda framleiðendur fyrir erlendri samkeppni. Guðni færir engin rök önnur fyrir því að sveppirnir séu undanþegnir þessu, önnur en sú að þessi tiltekni framleiðandi sé svo duglegur og skaffi mörgum vinnu. Þetta virðist því allt vera gert til að vernda þennan eina framleiðanda, sem reyndar vill svo heppilega til að er af Suðurlandi. Ekki skyldi þó vera að hann sé eitthvað tengdur ráðheranum? (það getur nú varla verið því þá hefði Guðni sagt obb bobb bobb! ……..en það er nú ekki hlutverk hans að gæta bróður síns, hann á jú svo mörg systkyni)

Þessar undantekningar eru fáranlegar og það verður að segja að þetta mál lyktar undarlega. Vonandi að íslenskir blaðamenn sýni nú dug og fari ofan í saumana á þessu máli, því mig grunar að þarna leynist fiskur undir steini.


Kveðja

Jubii