Sælt veri fólkið.
Er þetta ekki klárt mannréttindarbrot að skylda okkur til að verlsa við eitt fyrirtæki áður en hægt er að versla við samkeppnisaðila? Ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að við þurfum að halda úti ríkissjónvarpinu meðan aðrir eru að gera það sem ríkissjónvarpið er að gera og gera það jafnvel betur.
Hvað myndi fólk nú segja ef við opnuðum ríkismatarverslun og skylduðu okkur til að kaupa að minnsta kosti eina mjólk þar á móti hverri mjólk sem við kaupum úr öðrum búðum?
Ég get ekki með nokkuru móti skilið hvers vegna við þurfum að hafa fyrirtæki í eigu ríkisins, sem er nú ekki skila nokkrum tekjum í ríkissjóð heldur þvert á móti, eigi að vera að keppa við aðrar sjónvarps og útvarpsstöðvar um auglýsingatekjur, og jafnfram skylda okkur til að greiða afnotagjöld.
Er ekki svolítið öfugt farið hjá ríkinu okkar að vera að einkavæða bankana okkar áður en það er byrjað á þessu? Eða símafyrirtækinu? Er ríkissjónvarpið í eitthvað minni samkeppni en Landssíminn?
Maður getur hreinlega ekki annað en grátið þegar maður lítur til þess að 38.67% af greiddum launum manns, 24,5% svo af hverri krónu eftir það sem maður eyðir fari í ríkissjóð og það er svona farið með þessa peninga.
Ég krefst þess að ríkissjóður fari að taka til í þessum málum og það strax.