Ég veit ekki hvort ég er ein um það að þykja iðgjöld bifreiðatrygginga enn allt og há, einkum og sér í lagi í ljósi þess að viðkomandi hafi ekið um tjónalaust í áraraðir.
Trygging á meðafólksbíl virðist nú í dag innihalda meirihlutann af einum mánaðarlaunum ( konu ) á ári.
Eins og áður sagði alveg sama þótt engin tjón í umferðinni hafi verið um að ræða í áraraðir.
Bótasjóðir tryggingafélaga eru sagðir velta milljörðum, og því veltir maður því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum, hluti af því fjármagni sem þar er til að dreifa er ekki notaður til þess að lækka iðgjöld til handa þeim er aka um án þess að valda tjóni.
Hér er um að ræða lögboðin iðgjöld og í ljósi þess hljóta þau hin sömu tryggingafélög að geta verið þess umkomin að upplýsa um ráðstöfun fjár í þeim sjóðum sem sagðir eru velta milljörðum.
Sjálf hef ég áhuga á því að vita í hvað þessir milljarðar eru notaðir, þar sem mér finnst iðgjöld mín allt of mikill útgjaldaþáttur árlega.
Hlutabréfabrask og deilur í fjölmiðlum um hlutafé í Tryggingafélögum sem skylda mig lögum samkvæmt til að greiða háa fjárhæð í formi iðgjalda árlega , vekja ekki hjá mér sérstaka ánægju heldur fremur áhyggjur þess efnis að hér kunni að vera á ferð Matadorleikur með mína peninga.
kveðja.
gmaria.