Sæl Titta.
Já ég álít að skattleggja eigi sykur eins og aðra óhollustu er veldur heilbrigðisvandamálum.
Ég hef ekki enn heyrt um kartöflur sem krabbamensvald, en einhver rannsókn sem slík kann svo sem að hafa farið framhjá mér.
Ég er hér að tala um réttláta gjaldtöku af þegnum í ljósi útgjalda til heilbrigðiþjónustu sem rekin er fyrir skattpeninga.
Offita og vandamál því tengt þýðir stórkostlega
fjárútgjöld t.d við meðhöndlun alls konar ofálags á líkamann. Bæklunaraðgerðir vegna ónýtra liða,
mjaðmir, fætur, sem og meðhöndlun við sykursýki 2 þ.e áunninni sýkursýki vegna sykurneyslu.
Áfengið er enn allt of kostnaðarsamur skaðvaldur í voru samfélagi félagslega og heilbrigðislega, ti þess fyrir það fyrsta að hægt sér að færa rök fyrir auknu aðgengi, til þess arna og í öðru lagi að verðlag á áfengi prósentulega sé ekki skattlagt að einum þriðja til jafns við tóbak, einugis til þess að takast á við afleiðingar neyslu.
Það er ekki nóg að taka eina leyfilega söluvöru
sem, er óholl og sérskattleggja sérstaklega í heilbrigðismál en undanskilja aðrar, sem einnig valda heilbrigisvandamálum í verulegum mæli, svo einfalt er það.
kveðja.
gmaria.
S.s. þú vilt láta skattleggja óblandaðan djús, kökur, kex, margar jógúrttegundir, brauð, nánast allt bakstursdót, allt sem inniheldur sykur, annað væri jú ósanngjarnt?
Það finnast líka erfðarsjúkdómar sem valda offitu!
Ég held að þú sért ekki alveg að skilja málið. Reykingar eru alltaf hættulegar, hvort sem þær eru í hófi eða óhófi. Sykurát og áfengi er ekki óhollt í óhófi.
Það er allt óhollt í óhófi.
Það er ekki hægt að sanna að þessir kvillar séu vegna of mikils sykuráts.
Áfengi eru nógu dýrt fyrir. Ef það kæmu meiri skattar á það myndu einfaldlega fleiri grugga og drekka landa og tréspíra. Það eru ekki allir týpískir Íslendingar og þamba þar til þeir ekki geta staðið í fæturna, og það væri ansi hart ef þeir verða að neyta sér um koníaksdreitilinn vegna þessa.
Kartöflur eins og svo margt annað er krabbameinsvaldandi sé þess gætt í óhófi, þetta var sannað fyrir meira en tíu árum síðan.
0
Titta.
Ef sykur yrði skattlagður segjum 50 kr. per kíló sem rynni séreyrnamerkt í heilbrigðiskerfið, þá myndu allar framleiðsluvörur með sykri hækka eitthvað í réttu samræmi.
Mér er vel kunnugt um það að efnaskiptasjúkdómar er valda offitu ganga í erfðir.
Um það er ég ekki að ræða heldur of mikla sykurneyslu er veldur offitu sem aftur veldur sjúkdómum í auknum mæli í hinum vestræna heimi.
Ungmenni hafa nú greinst í Bretlandi með sykursýki 2, sem er áunninn sjúkdómur og orsakavaldurinn er mikil neysla sykurs, að öllum líkindum í formi gosdrykkja og sælgætisáts.
Vísindamenn hér á lýstu áhyggjum sínum, að mig minnir á síðasta ári varðandi þennan þátt í ljósi upplýsinga þess efnis að fjöldi íslenskra barna
yfir kjörþyngd færi vaxandi ár frá ári.
Ef á annað borð skal taka alvarlega tilraunir til neyslustýringar í formi skatta, undir formerkjum heilbrigðismarkmiða þá þarf að samræma álögur
á óhollustu hverju nafni sem hún nefnist.
Annað er mismunun.
kv.
gmaria.
0
Þú vilt sem sagt að það verði áætlaður skattur á t.d. Nóa og Síríus. Þeir eigi að borga ákveðna prósentu í heilbrigðiskerfið af sínu nammi, og svo vona að neytendurnir gleypi við því og sætti sig við hækkað verð?
Þetta held ég að yrði mörgum þeirra að falli.
Sykursýki 2 í Bretlandi er ekki aðeins út af sykurneyslu. Það var nýlega sannað að reykingar mæðra undir meðgöngu geta aukið líkurnar á sykursýki 2.
Ætti ekki líka að skattleggja salt?
Saltneysla er síður en svo holl. Salt getur stuðlað að of háu kólesteróli í blóðinu og valdið hinum ýmsu hjartasjúkdómum.
Það er endalaust hægt að telja til hluti sem eru óhollir.
Það er hvergi sannað að sykurinn einn og sér sé óhollur, nema í óhófi. Og þetta litla “nema” skiptir máli. Til þess að hægt yrði að skattleggja hann á þessum forsendum þá held ég að það þyrfti nú að byrja á að sérmerkja hann, s.s. límmiða eins og á sígarettupökkunum.
Óhóf sumra einstaklinga á ekki að þurfa að koma niður á öllum hópnum. Sérstaklega þegar ekkert er sannað hundrað prósent í þessum málum. Heilbrigð skynsemi og hóf er einfaldlega lausnin.
0
Titta.
Mér leiðist að endurtaka mig.
Bendi þér á fyrra svar hér að ofan.
kveðja.
gmaria.
0
Fyrra svar þitt svarar engan vegin efasemdunum!
0
Hvaða efasemdum nákvæmlega Titta ?
Að skattur á sykur og áfengi eigi rétt á sér undir
formerkjum heilbrigðismarkmiða ?
kv.
gmaria.
0
Það er ekki sannað að sykur og áfengi eitt og sér sé hættulegt.
Tóbak er skaðlegt, hvort sem það er einn smókur eða tíu.
Það er ekki sannað að ef þú borðar eitt súkkulaðistykki eða vínarbrauð að það sé hættulegt fyrir þig.
Þannig að það er fáránlegt að skattleggja hluti sem ekki eru vanabindandi, vegna þess að það finnst fólk í samfélaginu sem ekki hefur stjórn á ofneyslu sinni.
0
Titta.
Ofneysla á sykri og áfengi og afleiðingar þess eru rannsökuð og sönnuð heilbrigðisvandamál, sökum þess þarf að skattleggja þá leyfilegu sölu vöru í samræmi við það rétt eins og hina leyfilegu söluvöru tóbak.
kveðja.
gmaria.
0
Nákvæmlega OFNEYSLA!
Af hverju á allur hópurinn að borga meira fyrir almenna neysluvöru vegna þess að það eru aðilar inn á milli sem ekki kunna sér hófs? Ekki vil ég borga meira fyrir minn bjór (hann er nógu dýr fyrir) af því að einhver róninn í strætinu kann sér ekki hófs!
Það er ekki sannað að neysla sykur almennt valdi þessum sjúkdómum, þannig að það er engin ástæða til þess að skattleggja hann extra.
0
Titta.
Ofneysla sykurs rétt eins og áfengis veldur sjúkdómum, og það ansi kostnaðarsömum á þjóðhagslegan mælikvarða. Þess má geta að bjórþamp er mjög fitandi.
Það er SANNAÐ að ofneysla á sykri velur svonefndri sykursýki 2.
kv.
gmaria.
0
Þú ert bara alls ekki að skilja það sem ég hef verið að reyna að skrifa.
Það er ekki hægt að setja samasemmerki á milli almennrar neyslu og ofneyslu!!!
Þú vilt að allir borgi skatt af vöru sem getur valdið aukakvillum hjá fólki sem neytir hennar í óhófi. Það er fáránlegt, finnst mér. Mér finnst ansi hart ef ég á að borga extra fyrir að kaupa konfektkassa fyrir ömmu mína, af því að einhver Jón Jónsson úti í bæ er með sykursýki tvö, sem hægt er að rekja til of mikils sykuráts.
Ofneysla salts getur líka valdið sjúkdómum.
Komdu með heimildir um að ofneysla sykurs ein og sér valdi sykursýki 2.
Ég er alls ekki að segja að sykur og áfengi sé hollt. Ég get alveg fallist á rök sem segja að sykur sé einn af áhættuþáttum varðandi sykursýki 2. En einn og sér, Nei. Sykursýki 2 kemur yfirleitt fram út frá mörgum hlutum sem haldast í hendur.
Þetta er voða svipað með lifrarbólgu c. Það geta allir fengið lifrarbólgu c. En flestir fá þó sjúkdómin út frá ofneyslu áfengis og fíkniefna. Hvað svo með alla hina sem hafa fengið sjúkdóminn á annan hátt? Og hvað með þá sem neyta áfengis og fíkniefna en hafa ekki fengið sjúkdóminn?
0