Með ólíkindum er hve mörg leiðindamál hafa litið dagsins ljós undanfarið þar sem einhvers konar eiginhagsmunatengda fjármálalega umsýslu hefur verið hægt að heimfæra að virðist á opinbera umsýslumenn s.s. rekstur Þjóðmenningarhúss.

Hvað með alla hina er standa í stjórnunarlegri ábyrgð í hinum ýmsu stofnunum hins opinbera ?

Getur það virkilega verið svo að þess finnist mörg dæmi að opinberir aðilar telji sér heimilt að fara frjálslega með almannafé eða er hér aðeins um að ræða einstök tilfelli ?

Sjálf hefi ég löngum rýnt í ákveðin málaflokk sem er reyndar sá útgjaldamesti vergra þjóðarútgjalda þ.e. heilbrigðismálin, og þar gangrýnt þá skipan mála að viðhafa skipulag þess eðlis að þorri manna leitaði beint til sérfræðilækna í mun dýrri þjónustu í stað þess að geta haft aðgang að grunnþjónustu heimilislækna.

´Þótt siðalögmál læknastéttarinnar innihaldi orð þess efnis að þeir hinir sömu megi ekki láta hagnaðarhvöt ráða ferð, þá hafa íslenskir sérfræðingar samt sem áður m.a. barist gegn tilkomu tilvísanakerfis sem þeim ekki líkaði og hefði minnkað beina aðsókn til þeirra hinna sömu, en minnkað tilkostnað við heildarútgjöld til heilbrigðismála.
Sérfræðingarnir hafa nær aðeins boðið sína einkaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu , þótt allir landsmenn hafi í formi skatta tekið þátt í því að niðurgreiða þá hina sömu þjónustu og borga ferðir fram og til baka utan af landi til þeirra því til viðbótar á eigin kostnað mestmegnis.
Sumir þessara sérfræðinga hafa einnig tekið að sér sérstök verkefni fyrir tryggingafélögin til þess að meta heilsutjón allra handa, t.d. í dómsmálum þrátt fyrir störf sín í þágu hins opinbera, þar sem hagsmunir hafa einfaldlega skarast á stundum að mínu áliti sem ég setti fram til Ríkisendurskoðunar 1997. í störfum að hagsmunamálum þolenda læknamistaka og finna má í útgefinni skýrslu sama ár þá vegna endurskoðunar á T.R. og innra starfi þar.

Mat á örorku fólks er lent hefur í heilsutjóni hefur verið því verið vegið og metið af mörgum læknum sitt á hvað með margvislegum niðurstöðum sem dómstólar hafa mátt moða úr til mögulegrar niðurstöðu. Almenningur borgar og niðurstðan alla jafna sú að tryggingafélög þurfi lítið sem ekki neitt að inna af hendi og viðkomandi geti sáttur notið örorkubóta almannatrygginga, en fjöldi örorkuþega margfaldaðist ákveðið árabil og á það benti Ríkisendurskoðun á sínum tíma.

Sjúklingum var mismunað innan og utan sjúkrahúsa og þeir voru ótryggðir allt til ársins 2001, ef gengust undir aðgerðir á einkastofum lækna, og eitthvað fór úrskeiðis, en þá komu loks til sögu ný lög er skylduðu lækna að tryggja starfssemi sína.

Það var því ekki fyrir tilstuðlan lækna sjálfra þá, heldur stjórnvalda vegna aðhalds frá almenningi í þessum efnum, þar sem hið stórnauðsynlega stjórntæki Ríkisendurskoðun, kannaði mál þessi í kjölinn með stórbættri lagasetningu í kjölfarið.

Við skulum ekki sofna á verðinum og athuga að það er þjóðhagslega hagkvæmt að leita fyrst til heimilislæknis og hægt að skipta um lækni ef viðkomandi er ekki ánægður.

kveðja.
gmaria.