Fólk elskar að taka hlið þess og hins. Það er eins og fólk
hafi ekki álit á hlutunum án þess að finnast annar aðilinn vera
betri og hinn verri. Þetta er auðvitað afleiðing áratuga af áhorfi
á bandarískar myndir sem persónugera „óvininn“ og gera
hann svakalega vondan mann sem hlær þegar börn eru
afhausuð (samanber The Patriot). Þetta er ekki
raunveruleikinn. Ekki eru allir Palestínumenn að hlaupa til og
sprengja sig og það eru heldur ekki allir Ísraelsmenn
persónulega að valta yfir hús Palestínumanna á
skriðdrekanum sínum.
Fólk hefur líka gaman af að skoða vægi voðaverka. Ísraelar
drepa 50 þrítuga menn meðan Palestínumenn drepa eitt 2
mánaða barn. Allir hugsa hvort sé verra til að auðvelda sér
hliðatöku seinna meir. Enginn man eftir því sem mamma
sagði fyrir mörgum árum: „ Fjöldinn skiptir ekki máli heldur er
það að drepa það sem er vont.”
Þegar maður fer að hugsa um ástæður þessara voðaverka
á báða bóga vill fólk rugla saman ástæðum og afsökunum.
Maður segir að það sé kannski ekki furða að Palestínumenn
séu orðnir klikkaðir af innilokunarkennd vegna ágangs
Ísraelsmanna og fólk spyr þá hvort það sé einhver afsökun.
Auðvitað ekki, en skiljið þið sem kaupið ykkur ný föt á hverjum
degi og farið í bíó og partí og hafið efni á að eiga kærasta eða
kærustu hvernig það er að geta ekki farið á milli húsa án þess
að eiga á hættu að vera skotinn. Ef þið mótmælið þessu er litli
bróðir ykkar skotinn. Þið verðið reið og hendið steinum. Þið
eruð þá skotin. Þið eruð 11 ára.
FinnurG