Nú fyrir nokkrum dögum voru haldnar alþingiskosningar.
Þar fékk Samfylking 20 þingmenn kjörna og Vinstrihreyfingin Græntframboð 14 og því skýr meirihluti félagshyggju stjórnar.
Nú í augnablikinu eru stjórnarmyndunar viðræður í gangi og allt bendir til þess að gamla góða ríkisstjórnin haldi áfram.
En þó er eitt sem flokkana tvo greinir á um og það er ESB-málið mikla. VG segist ekki vilja austur og Samfylking vill marsera þangað undireins. Þessi ágreingur spýtir vinunum tveimur í sundur.
Og nú kemur að meginmálinu í þessu masi mínu. Allan tímann á meðan einveldi Sjálfstæðisflokksins var fyrir nokkrum mánuðum hrópuðu Vinstri Grænir ‘'Kosningar! Kosningar!’' og Samfylking raulaði með. Þau sögðust ætla að leyfa þjóðinni að ráða öllu og kjósa um allt mögulegt, þar á meðal ESB. Samt sem áður núna virðast þau ekki vilja sjá þann möguleika að kjósa um ESB. Í allri umræðunni hef ég bara heyrt: ,,Evrópusamband'' og ,,Ekki Evrópusamband''. Ekkert minnst á kosningar.
Svarið er augljóst ef þetta á að vera svona mikið vandamál fyrir flokkana tvo ágætu: standa við gefin heit og leyfa okkur að kjósa. Þá vitanlega eftir viðræður þegar við vitum hvað sambandið býður uppá.
Ég er enginn sjórnmálafæðingur en ég tel þetta ekki vera svona flókið.