Klofnun ríkis og krikju gæti fyrir mér haft góðar afleiðingar. Samkvæmt www.rikiskassi.is ver íslenska ríkið 16,1 milljarði íslenskra króna í menningar- íþrótta og trúmál. Ekki stendur hversu mikið fer í hvert.

Samkvæmt vefnum www.fjs.is eru lög um sóknarinnheimtu og er hún rúmur 1000 kall á mánuði: Samkvæmt bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins var sóknargjald ársins 2007 ákveðið þannig: Sóknargjald pr. einstakling er kr. 791 á mánuði eða kr. 9.492 á ári samanborið við kr. 720 kr eða 8.640 á árinu 2006.

Á vefnum www.kirkja.is má sjá að 41 kirkjustaður er á landinu en ég gat ekki fundið útgjöld um viðhald á kirkju eður kirkjugörðum.

Engar auðfáanlegar nýlegar tölur eru um laun presta eða fjölda þeirra en árið 1997 voru um 138 prestar og prófastar.

Í vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar hef ég reiknað út gróflega að um 1.000.000 kr fer í aðhald á þremur kirkjustöðum. Það er bara vð kirkjugarða.

Nú hefur verið skorið niður í heilbrigðismálum um 6,7 milljarða en væri þá ekki hægt að nýta peningana sem fara í kirkjumál í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi á góðum hraða?

Um 12% íslendinga sækja kirkju mánaðarlega. 12%. Og hver og einn einsaklingur yfir 16 ára skráður í Þjóðkirkju borgar 791 krónu á mánuði. Til hvers? Ég hef ekkert á móti kirkju í sjálfu sér, hver og einn má trúa eins og hann vill, en ekki að farið sé að rukka fólk fyrir ekki neitt, þjónustu sem það nýtir ekki! Fleiri fara líklega í bíó mánaðarlega en í kirkju árlega. Því segi ég að fólk gæti jafnvl borgað fyrir leikhus eða kvikmyndahús eins og messu.

Ég gat ekki fundíð neitt um laun presta en það sem ríkið greiðir, já íslenska ríkið, fyrir presta er kannski of mikið. Lögreglumenn, slökkvliðsmenn, læknar jafnvelbankamenn skila út til samfélagsins vinnu en prestar? Frá mínu sjónarhorni fá þeir borgað fyrir að lesa og tala tvisvar í mánuði.

Endilega komið með punkta um þetta málefni.