The very word ‘secrecy’ is repugnant in a free and open society; and we are as a people inherently and historically opposed to secret societies, to secret oaths, and to secret proceedings.
John F. Kennedy
Oftar en ekki sé ég þessa tilvitnun í Kennedy þegar talað er um samsæriskenningar. Þessi grein fjallar þó ekki um leynilega erlenda valdapýramída, new world order, frímúrara eða geimvera.
Mig langar til þess að tala um jarðbundnari vandamál sem tengjast Íslandi með beinum hætti. Þetta eru ekki brjáluð samsæri heldur fremur lógísk. Íslenskt leynimakk.
Herra forseti. Vegna orða hv. þm. Karls V. Matthíassonar vil ég benda á að þegar kvótakerfið var sett á upplýsti Steingrímur Hermannsson það í ævisögu sinni að LÍÚ hefði komið, ásamt Halldóri Ásgrímssyni þáverandi sjávarútvegsráðherra, að því að búa til fiskveiðistjórnarkerfi í því formi sem það var upphaflega. Og alltaf og oftast þegar einhverjar breytingar hafa verið þá hefur það verið að tilmælum LÍÚ. Þeir lögðu áherslu á að taka línutvöföldunina af sem var og fengu og ýmsar reglur hafa þeir gert. Núna liggur fyrir þessu þingi frumvarp um að kvótasetja smábáta. Ég er ekki alveg frá því að þeir hafi ekki átt einhverja tillögu um að það yrði að koma í veg fyrir að þeir hefðu frelsi til þess að veiða eins og þeir hafa verið að gera á þessum litlu bátum, sjóstangveiðibátum
Ræða Grétar Mars alþingismanns frjálslynda flokksins 29 apríl 2008 á alþingi.
http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20080429T181648.html
Hvaða máli skiptir það að Halldór Ásgrímsson sé erfingi kvóta að virði rúmlega milljarðs króna? Hvaða máli skiptir það að meðan hann var sjávarútvegsráðherra var fundum milli hans og LÍÚ haldið leyndum fyrir forsætisráðherra landsins?
(Heimild mín í þessu er ævisaga Steingríms Hermannssonar, þriðja bindi).
Peningar og efnislegir hagsmunir hafa gríðarleg áhrif á lýðræðið í landinu. Það eru að sjálfsögðu til hugsjónir um frelsi, réttlæti og önnur málefni sem drífa áfram stjórnmálamenn. En stjórnmálastarfsemi er oft dýr, og stjórnmálamenn hafa oft sérstaka hagsmuni.
Skipta tengsl kvótaeigenda máli í íslenska lýðveldinu? Skiptir það til dæmis máli hversu mikið af starfsemi framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks hefur verið fjármagnað í gegnum árin af kvótaeigendum?
Auðvitað skiptir máli hvaðan fjármagnið kemur. Við vitum vel að listamenn sem þiggja fjárstyrki frá fyrirtækjum varast það að gera list sem gæti haft slæm áhrif á ímynd fyrirtækjanna. Við vitum þa að íþróttafélög sem þiggja peninga frá fyrirtækjum ganga um í bolum merkta fyrirtækjunum.
En hvað gera stjórnmálaflokkarnir fyrir peningana sem þeir fá? Ekki setja þeir lógó fyrirtækjana aftan á kosningabæklingana eða þakka þeim sérstaklega í ræðum? Nei, að sjálfsögðu ekki. Þeir fela hvaða fyrirtæki eiga hlut að.
Nú eru komnar nýjar reglur. Það eru komin takmörk á fjárhæðir og annað slíkt en það er hægt að komast hjá slíku auðveldlega.
Til dæmis er auðvelt ef maður á margar kennitölur eins og algengt er með viðskiptamenn, að gefa marga milljóna upphæðir en gefa bara 300,000 krónur með hverri kennitölu. Þar með geta milljónaupphæðir sloppið leynilega í gegn, en hafið engar áhyggjur… Formenn flokkanna og framkvæmdastjórar fá svo sannarlega að vita af gjöfunum.
Kvótakerfið er einfaldasta dæmið um bein hagsmunatengsl. Á níunda áratugnum ákváðu Sjálfstæðismenn í samstarfi við Framsóknarmenn hverjir skyldu eiga fiskiauðlindina. Alþingi úthlutaði auðlindinni en það sem alþingi gaf getur alþingi tekið tilbaka.
Þar af leiðandi var það kvótagreifunum nýju í hag að tryggja að ávallt skyldu annað hvort framsókn eða sjálfstæðisflokkur vera við völd.
Við erum núna farin að átta okkur á því hversu hættulegar háar fjárhæðir geta verið í stjórnmálum. En hin nýja lagasetning er ekki lausnin.
Eykt styrkti framsóknarflokkinn gríðarlega. Óskar Bergsson starfaði fyrir Eykt 1989-1993 áður en hann fór út í pólitík. Ég veit ekki hvort að Eykt var fjárhagslegur bakhjarl hans í prófkjörum en ég veit að hann er núna það sem heldur sjálfstæðisflokknum við völd í borginni með sínu eina atkvæði. Og ég veit að hann átti stóran þátt í að Höfðatorg sem byggt var af Eykt fékkst samþykkt.
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1162
Þarna getið þið séð starfsferil Óskars ef þið viljið.
Er það í sjálfu sér rangt af Eykt að fjárstyrkja fyrrum starfsmann sinn eða er það kannski eðlilegt?
Ég óttast að svarið sé hið síðara. Við munum aldrei komast hjá því að þeir sem tengjast muni hjálpa hvor öðrum.
Svarið er í raun að hafa allt upp á borðinu. Við ættum ekki að komast að því að Eykt gaf fimm milljónir í borgarstjórabaráttu framsóknar tveim árum eftir raunina. Við ættum að vita það í baráttunni sjálfri. Nýju lögin láta allar fjárhæðir yfir 300,000 vera opinberar það er fínt en dugar ekki til. Allt bókhald flokkanna og öll fjárframlög ættu að vera opin. Að gefa stjórnmálaflokki pening er ekki það sama og að gefa þeim atkvæði sitt. Þetta ætti ekki að vera leynilegt pukur. Ef maður vill styrkja flokka ætti maður að styrkja þá og vera stoltur af. Annars ekki.
Fjármagn myndar valdapýramída, en ólíkt lýðræðinu eru öfl peningana leynileg.
Fyrir utan að afnema bókhaldsleynd flokkanna þá ættum við að afnema bankaleynd. Hver tilgangurinn með bankaleynd er veit ég ekki. Fjármál eru ekki kynlíf, þau eru ekki einkamál frekar en hvernig bíl þú átt eða hvernig húsi þú býrð í er það. Svo lengi sem fjármál eru leynd verður ekkert traust á þessari eyju. Og þessi eyja er of lítið til þess að við getum haft efni á því.
Þeir sem eru efnaðri hafa öðrum hagsmunum að gæta heldur en þeir sem eiga minna. Hví skyldum við ekki vita það hvort þingmenn okkar séu erfingjar kvótavelda eða hafi hagsmuni að gæta í öðrum fyrirtækjum.
Stór ástæða þess að íslenskir stjórnmálamenn vörðu bankanna til seinasta blóðdropa var sú að þeir áttu hlutabréf í þeim.
Þeir fengu þau gefins í gegnum kúlulán
http://is.wikipedia.org/wiki/K%C3%BAlul%C3%A1n
Eins og segir á wikipedia er kúlulán afar sérstök gerð af láni sem maður greiðir aftur í einni greiðslu. Kúlulán eru áhættulán.
Ég ætla að setja hérna inn nokkra linka um kúlulán. (Þetta sérstaka lán býðst ekki öllum en svo virðist sem margir í stjórnmálastéttinni hafi þegið það og notað til að kaupa bréf sem hækkuðu í verði stuttu eftir kaupin).
http://www.dv.is/frettir/2009/4/2/jonmundur-fekk-kululan/
http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/bilaforstjorar-fengu-kululan-fyrir-glitnisbrefum/
http://blogg.visir.is/gudmunduroli/2009/03/10/tryggvi-%C3%BEor-herbertsson-frambjo%C3%B0andi-fekk-150-miljona-kululan/
http://svennip.blog.is/blog/sveinn_palsson/entry/843015/?t=1238587844
http://www.dv.is/frettir/2009/1/30/adstodarmadurinn-fekk-tugmilljona-lan/
Jæja, ég vona að eitthvað af þessu veki fólk til umhugsanir.
Jafnvel þó að prófkjör og stjórnmálaflokkar verði kannski einn dag algjörlega ótengd fyrirtækjum þá getur verið að stakir þingmenn muni samt tengjast viðskiptalífinu órofa böndum. Ef þú færð gefins bréf í fyrirtæki þá verður það þinn hagur að það gangi vel. Þá getur verið freistandi að nýta sér sína pólitísku stöðu.
Þess vegna verður allt að vera upp á borðinu.
Bókhald flokkanna alveg aftur til stofnunnar.
Og bankaleynd afnumin.
Það er okkar hagur.