Vísir.is, 7. apríl 2009

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar.
Fréttstofan hefur séð gögn sem sýna að 29. desember árið 2006 hafi 30 milljónir króna verið yfirfærðar af reikningi FL Group inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Heimildir fréttastofu herma jafnframt að reikningur fyrir greiðslunni hafi ekki verið gefinn út fyrr en einhverjum mánuðum síðar, eða þegar nokkuð var liðið á árið 2007.
http://visir.is/article/20090407/FRETTIR01/785301372/1095

Ef þetta er satt er þetta lögbrot.

Úr 7. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda þeirra og um upplýsingaskyldu þeirra.
Stjórnmálasamtökum og frambjóðendum er óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 300.000 kr. á ári.

Úr 12. gr. laganna.

Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara skal sæta fésektum, en alvarleg brot geta varðað fangelsi allt að sex árum.

mbl.is - http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/09/gudlaugur_thor_hafdi_forgongu_um_styrkina/?ref=fpmestlesid
,,Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina."

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, forgöngu um að útvega flokknum þessa styrki í árslok 2006.

Guðlaugur Þór Þórðarson gæti átt yfir höfði sér 6 ára fangelsi, ef Vísir og mbl.is greina rétt frá. Eins og segir í lögunum: alvarleg brot geta varið allt að sex ára fangelsi. 30 milljónir er stór upphæð, og þetta væri þar með alvarlegt brot á lögunum.
Þetta var náðarhöggið í líkkistu Sjálfstæðisflokksins. Fylgi þeirra í SV-kjördæmi (Kraganum) hrinur, þrátt fyrir að bæði formaður og varaformaður flokksins séu í framboði þar. Kjördæmið er þeirra helsta vígi og kjördæmi efnamikla fólksins.
Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og þar fram eftir götunum.
Þeir hafa dæmt sjálfa sig til að vera í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil. Vinstri Græn eru bundin gegn þeim, Samfylkingin mun ekki fara aftur í samstaf við þá næstu kjörtímabilin, enda með brennimerki hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins á sér og Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar hefur líst því yfir að hann vilji ekki fara í stjórn með sjálfstæðismönnum.
Það er nefnilega það.