Ég hef verið með hugsun í gangi síðasliðin mánuð, ég spyr sjálfan mig hverjir þingmenn þessa ágæta lands þykjast vera. Þeir banna sölu áfengis, þar til rétt nýlega voru hnefaleikar samþykktir, en bara svokallaðir “áhugamannahnefaleikar”(hvað sem það nú er).
Mér finnst kosnir leiðtogar landsins vera komnir LANGT út fyrir hlutverk sitt. Þeir eiga að sjá um stjórnun ríkisins og semja lög sem koma í veg fyrir óréttlæti. Ég man eftir því í 8. bekk, þegar við spurt var “hvað er lýðræði?” og hluti af svarinu var “þegar einstaklingur má gera það sem hann vill, svo lengi sem það skaði ekki annan”. Alþingismenn og ríkisstjórnin eru ekki “mamma og pabbi fólksins í landinu”, samt sé ég þetta mest hjá vinstir mönnum, sem mér sýnist ekki finnast neitt skemmtilegra en að segja fólki hvað það á að gera.
Hvað finnst ykkur, það þarf náttúrulegalög sem stuðla að því að samfélagið gangi sem skilvirkast, en mér finnst þetta hinsvegar heldur langt gengið. 21 ár í ríkið, vitiði hvað þarf að vera gamall í danmörku til að kaupa t.d. bjór(þá er ég ekki að tala um einhver 2%). Ef við ætlum að halda áfram að bera okkur saman við okkar “heittelskuðu” frændur(ég persónulega á móti þeim, þeir eru bara bunch af einveldissinnum), þá sé enga ástæðu til að fara að þeirra fordæmi hvað varðar lög sem “vernda” þegna ríkisins. Já, vernda, það er það sem mér skilst ríkið vera að gera með því að banna hluti eins og ólimpýska hnefaleika, vernda íbúana frá þeim sjálfum, síðast þegar ég vissi var það gert við vittskerta og ellæra. Ekki við hvern sem er, enda finnst mér ekki vera þörf á því. Fólk(a.m.k flest) fer ekki útí hluti áður en það hugsar útí það.
Ætli siðferðispostularnir fari ekki að gagnrýna mig “krakka sem vill bara gera drykkju löglega svo hann þurfi ekki að kaupa þetta dýrt á götuni”. Það má vel vera að einhver smá hluti af mér hugsi þetta svona. En tilgangur þessarar greinar var að sýna álit mitt(og vonandi fá annara) á þessari stefnu stjórnvalda um að “vernda” fólkið í landinu frá því sjálfu, því að persónulega finnst mér það móðgandi.
Þar til við hittumst næst….