Eins og allir ættu að vita þá verða kosningar haldnar þann 25. apríl næstkomandi. Í þessari grein ætla ég að skrifa um það hvað mér finnst kosningarnar snúast um.
Ástandið á Íslandi er allt annað en það var fyrir tveimur árum þegar síðast var kosið. Hagkerfi landsins hefur hrunið, atvinnuleysi margfaldast og skuldir þjóðarbúsins hafa aukist mikið.
Mér finnst aðalmálið í næstu kosningum vera það hvernig eigi að koma hagkerfinu aftur í lag. Allir flokkar eru með sínar lausnir og allar eru þær mismunandi.
Vinstri Græn vilja hækka skatta á hátekjufólk(500.000kr eða meira). Lilja Mósesdóttir sem er í framboði í Reykjavík hefur einnig komið með hugmyndir um að afskrifa 4 milljónir af öllum húsnæðislánum. Það virðist þó ekki vera stefna flokksins. Til að auka atvinnu og gjaldeyristekjur þjóðarinnar vilja þau skapa ýmsa græna atvinnu s.s aukna ræktun á grænmeti. Þau eru alfarið á móti stóriðju. Þau virðast ekki vera mikið fyrir Evrópusambandið.
Samfylkingin er að mínu mati með eina lausn á þessum vandræðum. Evrópusambandið. Þau vilja sækja sem fyrst um aðild og leyfa þjóðinni síðan að greiða atkvæði um inngöngu ekki seinna en samhliða sveitarstjórnakosningum næsta vor. Atvinnutillögur þeirra eru að megninu til í nýsköpunar og sprotafyrirtækjum. Þau vilja lengja í lánum og hjálpa þeim allra verst stöddu en eru alfarið á móti afskrifatarleiðinni. Skoðanir þeirra í stóriðjumálum eru mjög mismunandi og eru eiginlega hvorki með eða á móti.
Framsóknarflokkurinn vill afskrifa höfuðstól lána um 20% sem leiðréttingu á verðbólgu. Þau vilja áframhaldandi stóriðju ásamt annarri atvinnusköpun. Ég tel að þau muni velja meiri niðurskurð frekar en skattahækkanir. Þau vilja ganga í Evrópusambandið að gengnum nokkrum skilirðum um landbúnað og sjávarútveg.
Sjálfstæðisflokkurinn vill alls ekki auka skatta á neina hópa. Þau vilja halda áfram á stóriðjubrautinni til atvinnusköpunar. Þau vilja koma á móts við heimilin í landinu með lengingu lána og taka ekki fyrir afskriftarleiðina. Þau vilja afnema öll gjaldeyrishöft sem fyrst. Þau virðast vera á báðum áttum með Evrópusambandið og vilja tvöfalda atkvæðagreiðslu.
Núna höfum við valið. Viljum við skattahækkanir, Evrópusambandið, afskriftir húsnæðislána eða afnám hafta? Allt eru þetta leiðir flokkanna til að rétta hagkerfið við.
Ég vil taka fram að það sem ég skrifaði um flokkana var fengið af síðum þeirra ásamt sem ég skrifaði eftir minni eigin tilfinningu um þá. Ég reyndi að vera hlutlaus.
Endilega komið með þá hugmynd sem þið haldið að virki best.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.