Ég held þú sért alveg að misskilja hugmyndina. Eða þá ekki kynnt þér hana.
Hugmynd Framsóknar og Tryggva snýst ekki um bílalán. Þar af leiðandi þarf Jón bara að sitja í súpunni.
Ég skal skrifa hérna fyrir þig einfalda dæmisögu um það hvernig hugmyndin virkar.
Jón og Jóna, Siggi og Sigga, Valli og Valla og Gunni og Gunna keyptu öll íbúð í sama raðhúsinu í byrjun
janúar 2008. Þau tóku öll eins íbúðalán upp á 20 milljónir (7% vextir).
Jón og Jóna eru bæði í öruggri vinnu sem kennarar. Þau ná endum saman um hver mánaðarmót en ekkert meira en það.
Siggi vinnur sem flutningabílstjóri og er í hættu á að missa vinnuna og Sigga sem hefur unnið í blómabúð alla sína
ævi missti þá vinnu fyrir 2 mánuðum. Þau eiga í töluverðum vandræðum með að ná endum saman en þau hafa fengið
stuðning frá ættingjum síðastliðna mánuði.
Valli og Valla eiga sitt eigið fyrirtæki sem er að gera það gott og hafa þau mun meiri en nægan pening.
Gunni og Gunna unnu bæði í banka og eru nú atvinnulaus. Auk íbúðalánsins skulda þau fyrir nýja Range Rovernum
sem þau keyptu síðasta sumar og svo eitthvað smá fyrir nýja 50 tommu flatskjánum. Þau gátu ekki borgað
um síðustu mánaðarmót og sjá fram á gjaldþrot fljótlega.
Núna ganga þau til kosninga og kjósa öll Tyggva og Framsóknarflokkinn. Þeir mynda ríkisstjórn og
koma 20% afskriftinni í gang strax. Það þýðir þá að þau þurfa að borga u.þ.b. 30.000kr minna um þessi mánaðarmót
en þau síðustu. Það breytir töluverðu fyrir Jón og Jónu. Nú geta þau leyft sér aðeins meira, þau kaupa kannski
aðeins betri mat og nú getur Jón keypt blóm fyrir Jónu án þess að fá mikið samviskubit yfir því. Þessi 30.000 kall
breytir nánast engu fyrir Valla og Völlu en þó hafa þau aðeins meiri pening til að eyða í mánuðinum.
30.000 krónur breyta öllu fyrir Sigga og Siggu. Þau þurfa ekki lengur á hjálp frá ættingjum að halda en lifa samt
engu lúxuslífi. Sigga fær síðan aftur vinnu í blómabúðinni vegna aukinna viðskipta. Jón átti núna efni á blómum
fyrir Jónu og Valli keypti en stærri blómakrans fyrir Völlu þennan mánuðinn. 30.000kr eru dropi í hafið fyrir
Gunnu og Gunna sem hjálpar þeim ekki neitt. Þau eru borin út og bíllinn og flatskjárinn tekinn af þeim fyrir næstu mánaðarmót.
Í lok ársins eru Jón og Jóna og Valli og Valla en í góðum málum. Siggi er orðin öruggur með flutningabílstjóravinnuna
og Sigga er ennþá með vinnuna í blómabúðinni. Þau eru núna í fínum málum en hefðu sennilega orðið
gjaldþrota hefði ekki komið til afskriftarinnar. Gunni og Gunna urðu vissulega gjaldþrota en þau gátu fengið hlutastarf
við afgreiðslustörf og rétt ná endum saman á leigumarkaðnum. Þau hugsa ekki lengur um að flytja til Noregs.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.