“Jafnrétti kynja í formi launa er það sem á vantar … ”
Þú ert ekki að tala um jafnrétti hér, heldur jöfnuð. Tvennt ólíkt. Ég veit a.m.k. ekki betur en að hér sé svo gott sem algert jafnrétti á milli kynja. Eða hefur eitt kynið einhver réttindi, einhvern rétt, sem hitt kynið hefur ekki?
“Því miður er það nú svo að kynferðisglæpir s.s. nauðgun er þjónkun við líkamlegar nautnir … ”
Afar umdeilt, skilst mér. Til dæmis skilst mér að gredda eða kynhvöt hafi lítið með nauðgun að gera. Aðalatriði ófárra nauðgara er ekki bara að “fá sér á broddinn”, heldur að niðurlægja og svívirða aðra manneskju. Sjá til dæmis pistil Hjarta inni á Kynlíf (að mestu fengið uppúr bæklingi Stígamóta, skilst mér:
http://www.hugi.is/kynlif/bigboxes.php?box_id=29759&action=cp_grein&cp_grein_id=751): “Það er hvorki stjórnlaus kynhvöt, sjúklegir eiginleikar né utanaðkomandi aðstæður, sem fá karla til að nauðga. Nauðgun er í eðli sínu ofbeldi, sem miðar að því að lítillækka, niðurlægja og kúga þann, sem er nauðgað.”
Og þetta grunar mig að sé að mestu satt (fyrir utan það, að með tilkomu allskyns tóla, t.d. “strap-on”, er orðið auðveldara fyrir konur að nauðga líka).
“Satt best að segja sæi ég íslenska karlmenn í anda fyrir mér ef slíkir staðir hefðu sprottið upp þar sem fátækir erlendir karlmenn kæmu og stunduðu slíkt hið sama, með fjöldaðsókn kvenna á slíka staði.”
Já, ég get séð það fyrir mér líka. Satt best að segja sé ég ekkert að því. Auk þess hafa verið haldin svokölluð “kvennakvöld” hér og þar, þar sem fengnir eru vöðvastæltir og olíbornir karlar til að dansa og fækka fötum. Ég veit ekki hve vel þau hafa gefist - varla mjög vel, því ef þau hefðu gefið vel af sér væru þau oftar, eða hvað?
En grunnatriðið er semsagt það, að ef mann langar að horfa á mann fækka fötum, og er til í að borga fyrir það, þá er það allt í fína. Því hver verður fyrir skaða? Varla er það sá sem fer og borgar fúslega uppsetta fjárhæð, þar sem honum er frjálst að setja peninga sína í þetta, rétt eins og honum er frjálst að setja pening sinn í snyrtivörur, tölvur, veiðifæri, geisladiska, föt eða hvað sem er annað. Og varla verður dansarinn fyrir skaða - svo framarlega sem hann gerir það sem hann gerir af fúsum og frjálsum vilja. Og hverjir verða þá eftir? Maki þess sem fer? Hjónabandið? Sá maki, sem er svo tillitslaus að gera eitthvað sem hann veit að sé maka sínum þvert um geð, og gerir sér grein fyrir því að hjónabandið gæti liðið fyrir það, að hann fari á strippstað, og fer samt, hann er ekki góður maki. Það sem meira er, ég held að sá maki myndi þá bara finna sér eitthvað annað til að taka sig frá heimilinu, hvort sem það væru tölvuleikir, yfirvinna eða rjúpnaskytterí - jafnvel þegar makanum þætti afar sárt að vita til þess að hinn heittelskaði sé uppi á fjöllum eða í vinnunni.
“Traust, heiðarleiki, virðing og kærleikur verður aðeins til ef notkun sannleikans er til staðar.”
Þetta er undarlega orðað, sérstaklega þegar talað er um “notkun” sannleikans, rétt eins og hann væri bara verkfæri.
Það er vel hægt að elska þann (og væntanlega þá líka bera kærleik til þess) sem gerir ekki annað en að ljúga mann fullan.
Menn bera virðingu fyrir mismunandi hlutum, og geta sem best borði virðingu fyrir einhverjum sem er ekki þekktur fyrir að segja satt - ef maður telur t.d. sjálfsbjargarviðleitni vera það virðingarverðasta sem til er.
Nóg í bili.