Heimild ml.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/27/32_heimili_voru_hlerud_a_arunum_1949_1968/Listinn yfir heimilin 32, sem Kjartan segir að hafi verið hleruð á umræddu tímabili, er eftirfarandi:
1. Arnar Jónsson leikari, fæddur 1943, og Þórhildur Þorleifsdóttir, síðar leikari, leikstjóri og leikhússtjóri, fædd 1945. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Kleppsvegi 132 í Reykjavík.
2. Áki H. J. Jakobsson, alþingismaður og áður ráðherra, fæddur 1911, og Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 1910. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá í Drápuhlíð 36 í Reykjavík.
3. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans og síðar framkvæmdastjóri vinnuheimilis SÍBS á Reykjalundi, fæddur 1907, og Hlín Ingólfsdóttir húsfreyja, fædd 1909. Hlerað 1949. Bjuggu þá í Miðtúni 16 í Reykjavík.
4. Björn Kristmundsson skrifstofumaður, fæddur 1909. Hlerað 1949. Bjó þá á Bollagötu 10 í Reykjavík.
5. Brynjólfur Bjarnason, alþingismaður og áður ráðherra, fæddur 1898, og Hallfríður Jónasdóttir húsfreyja, fædd 1903. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Brekkustíg 14 B í Reykjavík.
6. Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður og lengi formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, fæddur 1910, og Ingibjörg S. Jónsdóttir húsfreyja (móðir Eðvarðs), fædd 1885. Hlerað 1961. Bjuggu þá í Litlu-Brekku við Þormóðsstaðaveg í Reykjavík.
7. Eggert Þorbjarnarson framkvæmdastjóri, fæddur 1911, og Guðrún Rafnsdóttir húsfreyja, fædd 1910. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Langholtsvegi 33 í Reykjavík.
8. Einar Angantýsson innheimtumaður, fæddur 1895, og Guðríður Einarsdóttir gjaldkeri (faðir og dóttir hans), fædd 1926. Hlerað 1949. Bjuggu þá á Hofsvallagötu 23 í Reykjavík.
9. Einar Olgeirsson alþingismaður, fæddur 1902, og Sigríður Þorvarðardóttir húsfreyja, fædd 1903. Hlerað 1949, 1951, 1961 og 1963. Bjuggu þá á Hrefnugötu 2 í Reykjavík.
10. Finnbogi Rútur Valdimarsson, alþingismaður og síðar bankastjóri, fæddur 1906, og Hulda Jakobsdóttir, húsfreyja og síðar bæjarstjóri, fædd 1911. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Marbakka í Kópavogi.
11. Guðlaugur Jónsson verkamaður, fæddur 1900, og Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Hverfisgötu 104B í Reykjavík.
12. Guðmundur Hjartarson, erindreki og síðar bankastjóri Seðlabankans, fæddur 1914, og Þórdís Þorbjörnsdóttir húsfreyja, fædd 1916. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Hraunteigi 23 í Reykjavík.
13. Guðmundur Vigfússon bæjarfulltrúi, fæddur 1915, og Marta Kristmundsdóttir húsfreyja, fædd 1917. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Bollagötu 10 í Reykjavík.
14. Hannibal Valdimarsson, alþingismaður og forseti Alþýðusambands Íslands, áður ráðherra og líka síðar, fæddur 1903, og Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja, fædd 1904. Hlerað 1961. Bjuggu þá á Laugarnesvegi 100 í Reykjavík.
15. Haraldur S. Norðdahl tollvörður, fæddur 1897, og Valgerður Jónsdóttir Norðdahl húsfreyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Bergstaðastræti 66 í Reykjavík.
16. Hjalti Árnason verkamaður, fæddur 1903, og Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, fædd 1914. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Snorrabraut 32 í Reykjavík.
17. Jens Hallgrímsson verkamaður, fæddur 1896, og Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Baugsvegi 35 í Reykjavík.
18. Jón Bjarnason, blaðamaður og fréttastjóri, fæddur 1909, og Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja, fædd 1891. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Skólavörðustíg 19 í Reykjavík.
19. Kristinn E. Andrésson magister, forstjóri bókmenntafélagsins Máls og menningar, áður alþingismaður, fæddur 1901, og Þóra Vigfúsdóttir húsfreyja, fædd 1897. Hlerað 1951 og 1961. Bjuggu 1951 í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík en 1961 á Kleppsvegi 34 í Reykjavík.
20. Lúðvík Jósepsson alþingismaður, áður og síðar ráðherra, fæddur 1914, og Fjóla Steinsdóttir húsfreyja, fædd 1916. Hlerað 1961 og 1968. Bjuggu þá á Miklubraut 80 í Reykjavík.
21. Magnús Kjartansson, ritstjóri og alþingismaður, síðar ráðherra, fæddur 1919, og Kristrún Ágústsdóttir húsfreyja, fædd 1920. Hlerað 1949, 1951, 1961, 1963 og 1968. Bjuggu þá á Háteigsvegi 42 í Reykjavík.
22. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og síðar veðurstofustjóri, fæddur 1923, og Hulda Baldursdóttir húsfreyja, fædd 1923. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Skaftahlíð 8 í Reykjavík.
23. Ragnar Arnalds kennari, áður og síðar alþingismaður og ráðherra um skeið, fæddur 1938, og Hallveig Thorlacius kennari, síðar brúðuleikari, fædd 1939. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Bólstaðarhlíð 14 í Reykjavík.
24. Sigfús A. Sigurhjartarson, bæjarfulltrúi og áður alþingismaður, fæddur 1902, og Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, fædd 1900. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Laugateigi 24 í Reykjavík.
25. Sigurður Guðmundsson ritstjóri, fæddur 1912, og Ásdís Þórhallsdóttir húsfreyja, fædd 1922. Hlerað 1949 og 1968. Bjuggu þá á Fálkagötu 1 í Reykjavík.
26. Sigurður Guðnason, alþingismaður og formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, fæddur 1888, og Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 1891. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Hringbraut 88 í Reykjavík.
27. Snorri Jónsson járnsmiður, lengi formaður Félags járniðnaðarmanna, síðar framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og um skeið forseti þess, fæddur 1913, og Agnes Magnúsdóttir húsfreyja, fædd 1921. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Kaplaskjólsvegi 54 í Reykjavík.
28. Stefán Bjarnason verkamaður, fæddur 1910, og Rósa S. Kristjánsdóttir húsfreyja, fædd 1912. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Sunnuvegi 19 í Reykjavík.
29. Stefán Jakobsson múrarameistari, fæddur 1895, og Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, fædd 1903. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Háteigsvegi 30 í Reykjavík.
30. Stefán Ögmundsson, prentari og prentsmiðjustjóri, fæddur 1909, og Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 1912. Hlerað 1949. Bjuggu þá í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík.
31. Úlfur Hjörvar, rithöfundur og þýðandi, fæddur 1935, og Helga Helgadóttir Hjörvar leikari, síðar forstjóri Norræna hússins í Þórshöfn í Færeyjum og nú forstjóri Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, fædd 1943. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Bergþórugötu 1 í Reykjavík.
32. Þráinn Haraldsson vélvirki, fæddur 1928, og Unnur Kristjánsdóttir talsímakona, fædd 1931. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Stóragerði 10 í Reykjavík.
SKO