Klassísk leið þeirra sem leiðast út í glæpi er þannig að fyrst sannfæra þeir sig um það sem þeir séu að gera sé ekki glæpur. En síðan sannfæra þeir sig um að ganga lengra og lengra með því að segja að þannig séu þeir að tryggja sig fyrir afleiðingum upprunalegu mistakana. Til þess að “fela” fyrsta glæpinn er nauðsinlegt að ganga lengra og lengra.
Sömu aðferð er nú notuð af stuðningsmönnum ESB og ég er ekki frá því að þeim hafi tekist að sannfæra sjálfa sig allvel.
Fyrst staðhæfa þeir að EES samningurinn feli ekki í sér neitt fullveldisafsal.
Síðan, einungis 8 árum eftir gildistöku, nota menn fullveldisafsal EES samningsins sem rök fyrir því að ganga inn í ESB. Svona til þess að ná einhverju af fullveldinu aftur.
Það þarf engann spámann til þess að sjá fyrir sér framhald vítahringsins.
Þegar Evrópusambandið mun þróast enn nær sameinaðs sambandsríkis, eins og þróunin bendir til að verði, munu rökin fyrir því að við afsölum enn meira af fullveldi okkar vera sú að annars einöngrumst við og fáum ekki að hafa áhrif á Bandaríkin 2.
Ég hef séð þetta með eigin augum í Danmörku þar sem fólkið samþykkir, að lokum, breytingar sem það er á móti því það er svo hrætt við að verða eftir.
Er ekki rétt að brjóta vítahringinn sem fyrst.
Ef EES samningnum fylgja slæmar aukaverkanir er ekki rétt að beina orkunni í að sníða gallana af í staðin fyrir að beita enn sterkari meðölum með enn verri aukaverkanir?
Kveðja,
Ingólfur Harri