Verkalýðshreyfingin hefur nú lagt á sig ferðalög um allt land til þess að reyna að snapa innkomu lækkaðra gjalda ( rétt fyrir kosningar ) hjá sveitarfélögum sem og ríkisstjórn svo samningarnir sem þeir gerðu fari ekki yfir “ rauða strikið ”.

Á meðan keyrir atvinnulífið og heimilin yfir á gulu striki ofurskatta, og láglauna, kanski vegna þess að hlutfallslegur launamismunur verkalýðsleiðtoga og hins almenna launamanns í sama verkalýðsfélagi er orðinn nokkuð mikill, að öllum líkindum svona
300 % .

Við fengum að vita hjá aðalhagfræðingi Seðalbankans að verðbólgan væri “peningalegt fyrirbæri”. Afar fróðlegt !

Það væri einnig mjög fróðlegt að vita hve miklir fjármunir kunna að falla í hendur fárra sjávarútvegsfyritækja , þar sem gengisþróun þessi þjónar þeirra hagsmunum afar þokkalega en
öllum almenning ekki eins vel, en alfaðir kvótakerfisins hefur nú tekið sæti í stjórn Seðlabankans.

Þar hlýtur einnig að vera um “peningalegt fyrirbæri” að ræða, að öllum líkindum alveg ófyrirséð hagfræðilega !

Er þetta rauða strik kanski hluti af fjárfestingu lífeyrissjóða í sjávarútvegsfyrirtækum í formi hlutabréfakaupa sem almenningur
hefur litla sem enga hugmynd sökum þess að þar ákveða stjórnendur sjóðanna ( oft sömu menn og í forystu verkalýðsfélaganna )
hvar skuli fjárfesta, og hvernig og hvað mikið ?

Sjóðahagsmunir hafa væntanlega með það að gera hvort sá 300% launamunur forystumanna og almennra launþega geti verið áfram til staðar eða ekki.

Ef til vill vantar hér verkalýðsforkólfa sem eru tilbúnir til þess að leggja á sig vinnu við hugsjón um bætt kjör fyrir nokkur hundruð prósent minni eiginhagsmuni við stjórnun og ögn meira afgerandi baráttu fyrir bættum skilyrðum hins almenna launamanns.

kveðja.
gmaria.